Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1956, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.07.1956, Blaðsíða 12
60 SKINFAXI Á síðustu árum hefur margt verið rætt um hina auknu matvæla og eldsneytisþörf. Er það að vonum. Að vísu eygir mannkynið mikla möguleika í kjarn- orkunni. En atomöldin í þeim skilningi mun þó frem- ur koma næstu kynslóð til góða. Á meðan kjarnorkan er i deiglunni, liafa augu manna í æ rikara mæli heinzt að uppsprettulind orkunnar, sem sífellt má ausa af sqlinni sjálfri. Sclarorka á þurrkasvæðum. Undir árslolc 1054 var haldin í Nýju- Delhi á Ind- landi ráðstefna vísindamanna um sólarorkuna. Var efnt lii ráðstefnunnar af Sameinuðu þjóðunum, eða sérdeildum þeirra, og Indlandsstjórn. Var þar sérstak- lega rætt um þýðingu sólarljóssins fyrir þurr land- svæði og eyðimerkur. Flest þessi landsvæði hafa litl- ar prkulindir en meira en nóg sólskin. Á einum degi í eyðimörkinni flæðir frá sólinni jafnmikil orka á livern fermetra og framleiða má við hrennslu á tiu kolatonnum. Sólin hellir yfir liálfan hektara eyðimerkurlands jafnmikilli orku á degi hverjum og leyst er úrlæðingi við sprengingu kjarn- orkusprengju. Orku þessa mætti nytja, en enn hefur maðurinn gert liarla lítið til að læra að notfæra sér Jiana. Nálægt Rajastlianeyðimörldnni í Indlandi húa hændur við ákaflega frumstæða búskaparhætti. Á- veituaðferðir þeirra hafa ekki breylzt í aldaraðir. Áveitan f,er víðast fram á þennan hátt: Vatnið er tek- ið úr 5—7 m djúpum brunnum og dregið upp i skinn- skjólum. Þessir skinnbelgir eru fastir við langa laug, sem leikur á ýlandi vinduási, en tveir hægfara uxar annast dráttinn. Þegar skjólan er komin upp, tekur hóndinn hana og hellir úr henni í áveituskurðinn. Síð- an ganga uxarnir aftur á hak, og fatan sígur niður í

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.