Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1956, Blaðsíða 34

Skinfaxi - 01.07.1956, Blaðsíða 34
82 SKINFAXI braut, aðaláherzluna þurfti að leggja á að æfa atrennuna á harðri braut. Þetta þurfa keppendur ávallt að taka til athugunar. Það er mikill munur fyrir þá, sem æfa að staðaldri á grasi, að eiga að keppa á hörðum malarvelli. Landsmótsmetið er 6,89 m. Það á Tómas Lárusson, setl á Eiðum. Fjórir stukku þar yfir 6,38 m. Þrístökk. 1 þristökki hættu margir skráðir keppendur við þátttöku, hefur sennilega þótt völlurinn harður, og víst er þrístökk ávallt varasamt á liarðri braut. Landsliðsmaðurinn Vilhjálmur Einarsson sigraði með mik-1- um yfirburðum, náði sama árangri og landsmótsmet hans frá Eiðum er, hann stökk 14,41 m. Tveir aðrir stukku yfir 13 m. Hástökk. Hástökkið sigraði landsmótsmetliafinn Jón Ólafsson og nú á nýju meti. Stökk hann 1,80 m. Gamla metið var 1,75 m. Jón hefur sigrað tvisvar á landsmótinu áður. Fjórir keppendur stukku yfir 1,70 m, Ingólfur Bárðarson og Jón Pétursson I fyrstu tilraun, Jón ólafsson og Vilhjálmur Einarsson í ann- arri tilraun. Yfir 1,75 m stukku Jónarnir i fyrstu tilraun, Ing- ólfur í 3. tilraun, Vilhjálmur felldi hins vegar. Yfir 1,80 m fór Jón ólafsson í annarri tilraun, en nafni hans felldi í þeirri hæð. Árangurinn í liástökkinu var mjög góður. Stangarstökk. Landsmótsmetið 3,61 m setti Kolbeinn Kristinsson á Eiðum 1952. Nú var keppnin mjög hörð, 4 stukku sömu liæð, 3,25 m, og tveir aðrir 3,15 m. Brynjar sigraði. Hann er kornungur og mjög efnilegur stangarstökkvari. Annar varð Ásgeir Guð- mundsson og þriðji Jóhannes Sigmundsson. Þeir eru báðir vel þekktir stökkvarar. Fjórði varð Ingólfur Bárðarson, mjög efnilegur stökkvari. Á Eiðum stukku þeir Ásgeir og Jóliann- es einnig jafnt, þá 3,32 m. Þá var Jóhannes í 2. sæti og Ásgeir i 3. sæti, það má því segj-a, að þeir skilji jafnir eftir þessi tvö mót. Hlaupin. Ég liafði ekki ástæður til að fylgjast með keppninni i 1500 m lilaupinu eða viðavangslilaupinu, en keppnin mun liafa

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.