Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1956, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.07.1956, Blaðsíða 23
SKINFAXI 71 A þinginu voru gerðar margar samþykktir. Tveggja nýmæla ,er vert að geta. í fyrsta lagi að undirbúa stofnun byggðasafns, og að söfnun örnefna verði lokið sem allra fyrst í héraðinu. Einnig var í'ælt um að vernda forna sögustaði í héraðinu, voru þar nefnd- ir t. d. hinn forni þingstaður Kjalarnesþings, þar sem sögur herma, að fyrst hafi verið efnt til þinglialds hérlendis. Einnig var nefndur í þessu sambandi þing- staðurinn í Kópavogi, þar sem hinn alræmdi Kópa- vogsfundur var haldinn 1662. Það er mikið verkefni ungmennafélaga um land allt að varðveita forna sögustaði og örnefni. Sambandið er að undirbúa utanferð i vor og hefur komizt í samband við aðila í Danmörku um þau sam- skijdi. Axel Jónsson, er verið hefur formaður sambandsins um skeið, baðst undan endurkosningu. Formaður var kosinn Ármann Pétursson, Eyvindarholti, aðrir í stjórn eru Gunnar Sigurðsson, Gestur Guðmundsson, Páll Ól- afsson og Hjalti Sigurhjörnsson. Að loknu þinghaldi fóru þingfulltrúar og gestir til Bessastaða í hoði forsetahjónanna. Þar voru og 2 gamlir ungmennafélagar, þeir Þórhallur Bjarnarson og Guðbrandur Magnússon. Var dvalið þar í góðu yf- irlæti í 2 klukkustundir. A. I.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.