Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1956, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.07.1956, Blaðsíða 14
62 SKINFAXI nytja hana. Einn hundraðasti liluti sólarorkunnar nægði til að knýja dæluna. Matreiðsla í þessum héruðum er hka alvörumál, því að eina eldsneytið er þurr mykja og tað. Að sjálf- sögðu er hrýnasta þörf fyrir þennan áburð á þessum þurru, ófrjóu landsvæðum. I slað þ.ess notar smá- hóndinn mykjuna til að elda við miðdegismatinn sinn, oð rænir þannig jarðveginn dýrmætmn áhurði. Samt er þarna meira en næg sólarorka til allrar liit- unar. Yfirvöldin Iiafa meira að segja látið smíða sólareldavél, einfalda og hagkvæma, sem fólk á þess- um slóðum gæti auðveldlega notað. Hún cr líka ótrúlega ódýr, ca 250 ísl. kr. Samt er það svo, að ind- verski smáhóndinn getur ekki leyft sér að eyða 250 kr. fyrir nýja eldavél, og heldur þvi áfram að elda á hinn gamla hátt. Sólarorka til heimilisnota í borgum og sveit. Það er siður en svo að.eins á eyðimörkum og sér- staklega þurrum landsvæðum, sem menn liafa hugs- að sér að nota sólarljósið sent orkugjafa. Rætt hefur verið um ýmis önnur landsvæði, sum mjög sólrík, önnur síður sólrík. Hafa vísindamenn nú gert sér fulla grein fyrir kostum og ókostum sólarorkunnar. Helzti ókostur sólarinnar sem orkugjafa ,er hin mikla dreifing geislanna. Orkan er gífurleg. Allar kolanámur og olíulindir jarðar nægðu elclci til að framleiða þá orku, sem hnötturinn lekur á móti frá sólinni á einum mánuði. En þelta er dr.eifð orka, ekki bundin eða samþjöppuð. Not hennar verða því mest, ef ekki þarf á háu hitastigi að halda, þ. e. ef hægt er að nota sólarhitann án þess að safna honum m,eð spegluxn. Aðalnotkun orku við lágt hitastig er við upphitun íhúðarhúsa, verzlunar- og verksmiðjubygg- inga. Það er engin smáræðis orka, sem þarf lil að hita hýbýli manna um allan heim. Til glöggvunar má

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.