Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1956, Blaðsíða 40

Skinfaxi - 01.07.1956, Blaðsíða 40
88 SKINFAXI liann er unninn. Dreifðu honum ekki lön}>u áður en stungið er upp, því að þá tapast áburðarefni (köfnunarefni). Dreifðu áburðinum vel og jafnt yfir garðinn og gætlu þess, að hann falli vel ofan í moldina við uppstungu. í tilbúnum áburði myndast oft kögglar, og þarf að mylja þá vel og vandlega, og dreifa sem jafnast, svo að hver jurt fái sitt, að öðrum lcosti geta sumar fengið meira en þær jiola. Berið tilbúinn áburð á í þurru veðri og lygnu, annað hvort áður en stungið er upp, eða eftir að þvi verki er lokið, en áður en rakað er yfir moldina. Aukaáburðarskammt yfir vetrartimann er bezt að bera á rétt fyrir úrkomu, svo að hún geti skolað nær- ingarefninu niður að rótunum. Garðáhöld. Þú þarft ekki mörg áhöld til þess að vinna með í garðinum, þessi eru þau helztu: reka, gaffall til þess að stinga garðinn upp með, ef liann er ekki plægður, hrífa til að hreinsa og slétta með og raka yfir útsæði og fræ, arfaskafa til þess að hreinsa illgresi og losa upp moldina í beðum, snúra til þess að merkja raðir eftir, metramál til þess að mæla með millibil raða og plantna, lítill spaði til þess að grafa með holur, þegar plantað er út, og lítill hnífur til þess að losa plöntur með úr plöntukassanum. Garðræktunin undirbúin. Plægðu eða stingdu upp garðinn strax og hann er hæfilega þurr. Ef moldin loðir mjög mikið við rekuna eða gaffalinn er garðurinn of blautur, en of þurr ef moldin springur í hörð stykki. Taktu inold i höndina og kreistu hana, ef liún verður eins og deig, er hún of blaut, en ef liún molnar, er hún hæfileg. Strax og garðurinn hefur verið plægður eða stunginn upp á að herfa liann eða mylja moldarkekkina sundur með garð- hrífu. Bezt er að moldin sé vel nmlin sundur og þétt, sér- staklcga fyrir fræsáningu. Tegundir grænmetis og sáningartími. 1. Kartafla .... milli raða 50 sm. milli plantna 25 sm. 2. Gulrófa .. —- — 25 — — — 25 — 3. Grænkál .. .. _ _ 50 — — — 25 — 4. Blómkál .. .. — — 50 — — — 30 — 5. Hvitkál .... .. _ _ 50 — — — 50 — 6. Gulrætur .. .. — —20-25 — — __ 3_5 _

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.