Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1956, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.07.1956, Blaðsíða 2
50 SKINFAXI undir árum sátu oft ungir menn, og urðu þeir einn- ig að liafa lært sitt verk og vera samtaka. Skólum hef- ur fjölgað, en starfsskólans gamla, atvinnuvega vorra til sjávar og sveita, gætir minna. Víða er enn vel að verið, en upjjeldisgildis vinnunnar gætir ekki eins mikið og áður. Þvi veldur einkum tvennt: tLentug verkefni virðist skorta handa unglingum og líka hitt, að véltæknin styttir vinnudaginn, og hafa þó ungling- ar stórum meiri fjárráð en áður. Margt er vel um at- vinnuþróunina, en er aga orfsins og árinnar sleppir, þarf eittlrvað að taka við, sem þroski ,er að, og sóttu menn sér hann áður fyrr einnig í fornbókmenntir vorar. Hin aukna velmegun og auknar tómstundir krefj- ast meira siðferðilegs þreks og sjálfstjórnar en áður þurfti við, er aðhald erfiðra lífskjara sneið mönnum stakkinn. Skemmtanalíf ungs fóllcs er viða lakara en skyldi, og á þetta við hæði i sveitum og bæjum. Orsökin er þó ekki með öllu söm: Bæirnir gera ekki nógu mikið fyrir unga fólkið að þessu leyti, en í sveitunum bagar fæð þess einkum. Vér lifum á skólaöld, en námið að kunna að skemmta sér og verja vel tómstundum er ekki nógu vel rækt. Vér íslendingar höfum í mörg horn að líta á hinni nýju landnámsöld. Ræktun landsins fleygir fram, en hugarræktin er ónóg. Félagsheimilahreyfingin er merk og leggur hér grundvöll, en ofan á hann verður að byggja. Ýinis félagssamtök reyna að hæta skilyrði æsku- lýðsins til bættra skemmtana og tómstundaiðju. Má þar nefna templara. Ungmennafélögin liafa og leyst hér af hendi merkilegt starf fyrr og síðar. Ungmenna- félag Reykjavíkur berst t. d. fyrir því að koma upp félagsheimili, og er sá hluti ]iess sem upp er kom-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.