Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1956, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.07.1956, Blaðsíða 22
70 SKINFAXI Þingfulltrúar og gestir í boði forsetahjónanna. Helzlu þættir í starfsemi sambandsins s.l. ár voru þessir: Sambandið tók þátt í landsmótinu á Akur- eyri og sendi þangað um 30 keppendur. Vann kvenna- flokkur sambandsins handknattleikskeppnina. Einnig gekkst sambandið fyrir hópferð á landsmót- ið og fóru milli 70 og 80 manns. UMSK hefur gengizt fyrir sameiginlegum hópferðum á landsmótin og lief- ur verið mikil ánægja með það meðal félaga þess. Sambandið gekkst fyrir 3. liéraða keppni í frjáls- um íþróttum milli UMSK Akureyrar og Suðurnesja. Var keppnin mjög skemmlileg þrátt fyrir mjög óliag- stætl veður mótsdaginn. Héraðssamböndin æltu að gera meira að því að efna til héraðakeppni en gert er. Slík mót eru mjög ánægjuleg í alla staði og stuðla að auknum kynnum milli héraða. Sambandið gekkst fyrir héraðsmóti i starfsíþrótt- um og tókst ])að mjög vel. Sýslunefndir Gullbringu- og Kjósarsýslu veittu sambandinu 9 þúsund kr. styrk á árinu. Er það mjög lofsvert og til fyrirmyndar.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.