Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1965, Side 4

Skinfaxi - 01.04.1965, Side 4
á slíkiim fjöldamótum, bæði hér á landi og á alþjóðavettvangi, sem æskan sýnir að hin frjálsa félagsþrá hennar rís upp yfir allan flokkadrátt og togstreitubandalög, sem oft á tíðum spilla samskiptum og ala á annar- legri tortryggni. Allt bendir til þess að Landsmótið að Laugarvatni í sumar verði stærsta æskulýðs- mót í sögu okkar lands til þessa. Það hefur verið vel að undirbúningi unnið, ekki að- eins af landsmótsnefnd, heldur í héruðun- um um allt land. Hvaðanæfa berast fréttir um kröftugar íþróttaæfingar og heitstreng- ingar um góða þátttöku og öfluga keppni. Allmargir gamalkunnir íþróttagarpar, sem flutzt hafa á „mölina". hafa nú aftur snúið til Iiðs við sín gömlu héruð til að styrkja sveit þeirra á Landsmótinu. Það er augljóst orðið. að keppnin hlýtur að verða mjög jöfn og tvísýn. Stigin í íþróttakeppninni munu dreifast á hin ýmsu héraðssambönd og félög meira en áður, og eykur það líka óvissuna um úrslit. Hið glæsilega Landsmót ag Laugum í Þinstevjarsýslu 1961 sóttu um 9000 gestir. Kenoendur voru á fjórða hundrað og sýn- inparflokkar litlu fámennari. Á Landsmótinu að Laugarvatni verður þetta enn stærra í sniðum. Hópsýningar og dagskráratriði verða fleiri og fjölmennari en áður Á Laugarvatni er mikill og góður viðbúnaður til að taka á móti stórum hóp- um keppenda og gesta. enda telur Lands mótsnefnd það varlega áætlað að mótsgestir verði am.k. helmingi fleiri en á síðasta Landsmóti. Ungmennafélagar og annað æskufólk! Verið velkomin á 12. Landsmóti UMFÍ að Laugarvatni 3. og 4. júlí. Merki Landsmótsins Hér að ofan er mynd af auglýsingaspjaldi, sem getur að líta víða um land um þess- ar mundir. Þetta er auglýsingaspjald 12. Landsmótsins að Laugarvatni, og er það prentað í bláum lit og hvítum. Það er Ragnar Lárusson sem teiknað hefur merki mótsins, sem er á auglýsingaspjaldinu og einnig á bílamerkjunum sem dreift hefur verið. Prentun á bílamerkjunum og auglýsing- unni hefur Grétar Norðfjörð annazt af miklum hagleik. Þess er að vænta að sem flestir bílaeig- endur setji merki Landsmótsins á bíla sína á næstunni og stuðli þannig að aukinni kynningu á Landsmótinu. 4 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.