Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1965, Qupperneq 5

Skinfaxi - 01.04.1965, Qupperneq 5
12. Landsmót U.M.F.Í. Undirbúningur og framkvæmd Hasteinn Þorvalels- >on, framkvæmda- stjóri 12. lands- mótsins að Laugar- vatni liefur ritað eftirfarandi grein fyrir Skinfaxa. Á Héraðsþingi Skarphéðins sem haldið var í Hveragerði 19.—20. jan. 1963, var samþykkt samhljóða tillaga þess efnis, að Héraðssambandið Skarphéðinn tæki að sér framkvæmd 12. Landsmóts U.M.F.f. jafn- frain því sem talið var æskilegt að það færi fram á árinu 1965. , Á sama þingi var kosin framkvæmda- nefnd mótsins, kosningu hlutu: Stefán Jasonarson form., Björn Sigurðsson, Her- mann Guðmundsson og Hermann Sigur- jónsson. Fulltrúi frá U.M.F.Í. í nefndina var síðar tilnefndur Ármann Pétursson. Segja má að undirbúningur mótsins hafi þá þegar hafizt. Mótsstaðurinn var og fljót- lega ákveðinn að Laugarvatni, eftir viðræð- ur við forráðamenn staðarins. Ljóst var að Laugarvatn, hið mikla menntasetur, á hinum fagra stað frá nátt- úrunnar hendi, með greiðar samgönguleiðir að og frá staðnum, og mikil húsakynni, var hinn ákjósanlegasti staður fyrir þetta mót. Jafnframt þessu stóðu vonir til að hægt yrði að Ijúka gerð hinna stórkostlegu í- þróttamannvirkja íþróttakennaraskóla ís- lands fyrir mótið. Undirbúningur Landsmótsins er marg- þættur innan H.S.K., þjálfun íþróttafólksins, æfingar hópsýninga, og annara dagskrár- atriða mótsins, framkvæmdir á mótsstað og skipulag allt, sem reynt verður að vanda sem mest. íþróttamannvirki íþróttakennaraskóla ís- lands á Laugarvatni, sem nú er verið að ljúka við, og verða munu til afnota á mót- inu eru. Grasvöllur með ílögðum hlaupa- brautum, hið glæsilegasta mannvirki, malar- völlur fyrir knattleiki, og sýningarvöllur 20x40 m. sem er í byggingu og ætlunin mun að malbika, en verður nú klæddur timbri. , Við íþróttavellina eru rúmgóð grasigróin áhorfendasvæði, sem rúmað geta þúsundir manna. Keppnisaðstaða fyrir sund, er það eina sem ekki er fyrir hendi að Laugarvatni, að- eins lítil inni-sundlaug. Framkvæmdir mótsins hafa til þess tíma er þetta er skráð, gengið greiðlega. og flest farið fram samkvæmt áætlun Ég mun nú geta helztu atriði i fram- kvæmd mótsins. eins og þau eru ráðgerð í dag, en þó með beim fyrirvara að þar kunni einhverju að verða breytt áður en til framkvæmda kemur. SKINFAXI 5

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.