Skinfaxi - 01.04.1965, Qupperneq 16
Þetta er hópur íþróttafólks úr UMSK,
sem sigraði á Landsmótinu 1940 í Hauka-
dal.
þeim stað. íþrótta- og félagslíf sveitanna á
Sigurði Greipssyni mikið að þakka.
Ég hef verið beðinn um að minnast þess,
sem mér væri minnisstætt frá mótinu sjálfú.
Margt er enn Ijóslifandi í huga mér frá
þeim dögum, atburðir þessara daga greipt-
ust í huga sveitadrengsins, að sjá þann
fólksfjölda, sem þarna var, sjá þá íþrótta-
menn úr öðrum héruðum, sem ég hafði les-
ið um og standa andspænis því að eiga að
keppa fyrir félag sitt og hérað, allt hafði
þetta djúpstæð áhrif.
Ég minnist þess, þegar það óhapp vildi
til í milliriðli í 100 m hlaupinu, að við-
bragðshola gaf eftir hjá Janusi Eiríkssyni,
með þeim afleiðingum að hann féll úr
keppninni Að mínu áliti var Janus sprett-
harðasti keppandi mótsins og sá, sem við
væntum mikils af í þeirri grein.
Ég minnist langstökks- og þrístökks-
keppninnar. Mér gekk illa að hitta stökk-
plankann. og var, að ég held, síðastur þeirra,
sem kepptu til úrslita. í þá daga var það
takmark okkar strákanna, sem kepptum í
langstökki að stökkva yfir 6 metra. Mér
hafði ekki tekizt það og þarna sá ég í
fyrsta sinn langstökk yfir 6 metra.
Þegar 4 umferðir voru búnar, höfðu bæði
Janus Eiríksson og Sigurður Guðmundsson
úr Borgarnesi stokkið 6,05 m. Ég var
kappsfullur og ekki ánægður með sjálfan
mig í keppninni til þessa. Ég undirbjó mig
vel í næst síðustu umferð og nú fann ég
að mér tókst vel og stökkið reyndist 6,10
og í síðustu umferðinni náði ég aftur 6
m. í þrístökki var takmarkið hjá mér, að
stökkva 12 m Það hafði mér ekki tekizt
áður. Nú gekk allt miklu betur. Flest
stökkin voru yfir 12 m og það lengsta
12,60, og tókst ekki öðrum að stökkva yf-
ir 12 m. Sigurinn í langstökkinu veitti mér
aukið öryggi. Þessi afrek, sem ég minnist
á, eru í dag ekki stórvægileg miðað við
þann árangur, sem íþróttamenn ná nú.
Hvað um það, okkur fannst mikið til um
þetta þá. Við æfðum ökkur við þær að-
stæður, sem fyrir hendi voru. Þátttaka í
íþróttaæfingum og mótum þá veittu okkur
mikið, engu minna en hún veitir þeim,
sem eru þátttakendur í dag. Á landsmótinu
í Haukadal batt ég vináttubönd við marga,
sem haldizt hafa fram á þennan dag, þótt
við höfum síðan horfið að ólíkum viðfangs-
efnum.
Ég tel mig í mikilli þakkarskuld við
ungmennafélagshreyfinguna og ég er þess
fullviss, að hún hefur stuðlað að marg-
þætmm framförum við mótun æskulýðsins
á hverjum tíma.
Um Ieið og ég flyt UMFÍ þakkir mínar
fyrir að hafa verið þátttakandi í störfum
ungmennafélaganna, árna ég UMFÍ allra
heilla í starfi um ókomin ár.
16
SKINFAXI