Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1965, Side 17

Skinfaxi - 01.04.1965, Side 17
auttormur Þormar, bóndi off hrepp- stjóri í GeitagerSi, F'Ijótsdal, sigraði glæsilega á Hvann- ;yrarmótinu 1943, fékk 14 stig. Á HVANNEYRI 1943 Ritstjóri Skinfaxa hefur ferið þess á leit við mig, að ég segði í stuttu máli frá Landsmóti U.M.F.Í. 1943, Hvanneyrarmót- inu. Segja má, að þetta mót hafi markað tímamót í sögu Iandsmótanna. Það var hið fyrsta, sem sótt var úr öllum fjórðungum landsins, og þar var þeim komið í ákveðið form. Einnig var þar í fyrsta sinn keppt um farandskjöldinn. Sem þátttakandi í fimm landsmótum U.M.F.Í. mun mér Hvanneyrarmótið lengi einna minnisstæðast, ekki einungis vegna velgengni okkar Austfirðinga, sem unnum þetta mót, heldur og fyrir hinn mikla há- tíðablæ, sem yfir því hvíldi, og var öllum, sem að því stóðu, til hins mesta sóma. Mælt var, að þetta hefði verið fjöl- mennasta samkoma, sem haldin hefði verið að Alþingishátíðinni undanskilinni. Mótið hófst að venju með skrúðgöngu á völlinn, og var hún mjög tilkomumikil. því að mikill mannfjöldi var kominn á staðinn þegar um morguninn. Setningarat- höfnin fór síðan fram á íþróttasvæðinu neðan við skólann. Aðstæður til keppni voru mjög sæmilegar, nema hvað völlurinn var laus og árangur keppenda þess vegna lakari. En þarna var háð ein hin jafnasta keppni milli héraðssambanda, svo að úrslit voru eigi að fullu ráðin fyrr en undir lok keppninnar. Af skiljanlegum ástæðum mun hverjum það hugstæðast .frá slíkum tækifærum, er að honum sjálfum snýr, enda ýmislegt, sem fer framhjá þeim, er í eldinum standa. Það leyndi sér ekki að 100 m hlaupsins hafði lengi verið beðið með eftirvæntingu. Borgfirðingar bundu vonir sínar við hinn sigursæla Höskuld Skagfjörð, sem hafði ýmsa stóra sigra að baki, svo sem yfir „beztu mönnum" K.R. Hundrað metrarnir voru ávallt mín uppáhaldsgrein, og við þá hafði ég allan hugann í þetta sinn. Þetta virtust þeir hinir mörgu vita. er gaman höfðu af að minna mig á Höskuld Guttormur Þormar í lanjrstökkskeppnl á íþróttamóti Austurlands 1945. SKINFAXI 17

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.