Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1965, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.04.1965, Blaðsíða 23
IVXyndin er tekin við Álftavatn og sést skógi- vaxin ströndin þar sem Þrastaskógur er feg- urstur. í baksýn er Búrfell. þjónustu, og skapa því aöstöðu til ánægju- legrar dvalar á staðnum. Útbúin verða góð tjaldstæði á fallegum stöðum í skóg- inum. Ýmislegt fleira er á döfinni til að gera staðinn að eftirsóknarverðari dvalar- stað. í ráði er að koma upp tennisvöllum og aðstöðu til bátsferða á Álftavatni, svo nokkuð sé nefnt. Eins og áður er sagt, er þessi skálabygg- ing aðeins fyrsta skrefið að uppbyggingu Þrastalundar og skipulagningu Þrastaskóg- ar. Það er ekkert óraunsæi að fullyrða, að þarna geti ungmennafélagshreyfingin komið sér upp stórri sumarmiðstöð til margskon- ar æskulýðsstarfsemi eða reist þar hótel. Staðurinn er ákjósanlegur, hann er í þjóð- braut en þó friðsæll, náttúrufegurð mikil og fjarlægð lítil frá þéttbýlustu byggðum landsins. Skálinn, sem nú er risinn í Þrasta- lundi, er aðeins vísir að þessum framtíðar- áformum, en hann er með þeim hagleik gerður að auðvelt er að byggja við hann, og hann getur í framtíðinni orðið hluti af annarri stærri byggingu. ur aðstaða til veitinga sunnan við skálann undir berum himni þegar vel viðrar. Haf- steinn Þorvaldsson hefur haft umsjón með byggingunni fyrir hönd stjórnar UMFÍ og mun hann einnig stjórna starfrækslu skál- ans. Rafmagn frá vatnsaflstöð hefur ekki ver- ið á þessum slóðum, þótt stærsta orkuver landsins sé þarna í næsta nágrenni. En nú er raflögnin að koma, enda er rafmagn forsenda þess að starfræksla skálans geti hafizt. Þá verður bensínsala við skálann, og kappkostað að veita ferðafólki sem bezta Hið gamia lilið Þrastaskógar. SKINFAXI 23

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.