Skinfaxi - 01.04.1965, Page 34
Frá skrifstofu UMFÍ
Héraðsþii*0
Ársþing Héraðssambandsins Skarp-
héðins 1965 var haldið í janúarmáinuði í
Aratungu. Sambandsstjóri UMFÍ flutti þar
ávarp. Einnig sat þingið Ármann Pétursson
gjaldkeri UMFÍ. Aðalmál þingsins var
landsmótið að Laugarvatni 1965. Þingið
var fjölsótt.
Héraðsþing Héraðssambands Snæfells-
Hnappadalssýslu var haldið í félagsheimil-
inu í Kolbeinsstaðahreppi 18. nóv. s.l.
Þingið sóttu Ármann Pétursson og Haf-
steinn Þorvaldsson, stjórnarmenn UMFÍ.
Mikið var rætt um landsmótið að Laugar-
vatni 1965. Þingið var vel sótt.
Héraðsþing Ungmennasambands Kjalar-
nesþings 1965 var haldið í félagsheimilinu
í Kópavogi 7. marz. Framkvæmdastjóri
UMFÍ flutti ávarp á þinginu. Héraðsstjóri
Haukur Hannesson baðst undan endurkjöri.
í hans stað var kjörinn Ólafur Ármannsson,
Eyvindarholti, Álftanesi. Einkum var rætt
landsmótið að Laugarvatni 1965.
Ungmennasamband Skagafjarðar hélt
héraðsþing sitt sunnudaginn 9. maí 1965 í
Reykjaskóla í Tungusveit. Framkvæmda-
stióri UMFÍ var gestur þingsins og flutti
þar ávarp. Aðrir gestir þingsins voru for-
seti og framk\ æmdastjóri Í.S.Í. Héraðs-
stjóri sambandsíns, Guðjón Ingimundarson,
var heiðrtður með æðsta I’eiðursmerki Í.S.Í.
Einnig heiðraði U.M.S.S. tvo fyrrverandi
héraðsstjóra og þrjá íþróttamenn sambands-
ins. Sunnanmenn voru samferða til þings-
ins í bifreið Í.S.Í. Framkvæmdastjóra UMFÍ
var boðin samfylgd. Þingið var vel sótt og
gengu þingstqrf greiðlega.
24. sambandsþing UMFÍ
24 sambandsþing Ungmennafélags fs-
lands verður haldið að Laugarvatni 1. og 2.
júlí n. k. Þingið verður sett kl. 4 e.h.
fimmtudaginn 1. júlí. Aðalmál þingsins
verða: íþróttamál, starfsíþróttir og félags-
mál. Héraðssamböndin kjósa fulltrúa til
sambandsþings, einn fyrir hvert stórt
hundrað reglulegra félagsmanna og afgang
nái hann helmingi. Einstök félög, sem eru
í UMFÍ án milligöngu héraðssambands,
kjósa fulltrúa eftir sömlu reglu. Réttur er
alltaf til eins fulltrúa, þótt félagið nái ekki
stóru hundraði. (Sjá 5. og 7. gr. laga UMFÍ
í 3.—4. hefti Skinfaxa 1963).
Skýrslur og skattar
Héraðssamböndin eru sérstaklega minnt
á að senda skýrslur og skatta til UMFÍ á
réttum tíma.
Ritstjórn
Eysteinn Þorvaldsson hefur verið ráðinn
titstjóri Skinfaxa, ásamt sambandsstjóra
séra Eiríki J. Eiríkssyni. Munu ritstjórarnir
hafa nána samvinnu við skrifstofuna eins
og árur.
34
SKINFAXí