Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1969, Síða 3

Skinfaxi - 01.09.1969, Síða 3
1909 skinfaxi 1969 Tímarit Ungmennafélags íslands — LX. árgangur — 4.—5. hefti ársins 1969 Ritstjóri Eysteinn Þorvaldsson — Út koma 6 hefti á ári hverju, hvert 32 síður Styrkjum tengslin Stjórn Ungmennafélags íslands sendir lesendum Skinfaxa um allt land sínar beztu kveðjur. Viðfangsefni hinnar nýju stjórnar eru mörg, en öflugt starf og samstaða samtakanna mun hjálpa til að leiða þau farsœllega til lykta. Brýnasta verkefni stjórnarinnar verður að rétta við fjárhag samtakanna. Þá mun það verða eitt af meginverk- efnum stjórnarinnar að kanna stöðu og viðhorf ungmennafélaganna í landinu og efla tengslin við þau. í þessu skyni verður lögð áherzla á erindrekstur, eink- um stjórnarmanna sjálfra, þvi persónu- leg samskipti forystumanna og sem flestra ungmennafélaga eru nauðsyn- leg. Ársskýrslur héraðssambanda og einstakra félaga eru flestar vel og sam- vizkusamlega gerðar, en nokkuð skortir á að þœr berist frá öllum aðilum. Hvers konar skráðar heimildir um starfsemi félaganna eru mikilsverð gögn í þá sögu, sem við eigum sameiginlega að skrifa, sögu ungmennafélaganna á ís- landi. Verum þess minnug, góðir ungmenna- félagar, að ungmennafélögin eru til orð- in í þessu landi fyrir brýna þörf á frjáls- um félagsskap þar sem flestir gátu fundið hugðarefnum sínum farveg. Nú, 60 árum síðar, er þörfin enn fyrir hendi og hlutverk samtakanna hefur stóraukizt, svo að engin félagssamtök spanna yfir jafnvíðtœkan starfsvettvang. Við skulum styrkja stöðu samtaka okkar með nánari samskiptum og betri tengslum innan hreyfingarinnar, um leið og við höfum góða samvinnu við hvern þann aðila, sem leggur baráttumálum hreyfingar- innar lið. Stjórn UMFÍ minnir alla ungmenna- félaga á málgagn samtakanna, Skin- faxa, sem ákjósanlegan vettvang til um- rœðna og gagnkvœmrar frœðslu. Hafsteinn Þorvaldsson SKINFAXI 3

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.