Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.09.1969, Page 4

Skinfaxi - 01.09.1969, Page 4
Sameiginlegt átak! Skinfaxi stækkaður Stjórn UMFI hefur nú hrundið í fram- kvæmd því nauðsynjaverki að stækka Skinfaxa frá og með yfirstandandi ári. Ut koma nú 6 blöð á ári, hvert 32 síður, en voru 4 blöð áður. Stækkunin hefur víða verið rædd á vettvangi ung- mennafélaga, og alls staðar hefur kom- ið fram sú eindregna skoðun að stækk- unin megi ekki vera minni til þess að blaðið geti gegnt hlutverki sínu sem málgagn ungmannafélaganna. Stækkuninni fylgir auðvitað aukinn kostnaður og verður því að hækka áskriftargjaldið í samræmi við það. Askriftargjald þessa árgangs verður kr. 150.oo. Vonar Skinfaxi að áskrif- endur taki þessari beytingu á áskriftar- gjaldinu vel. Hér er ekki um raunveru- lega hækkun að ræða, heldur aðeins breytingu í samræmi við stækkun blaðsins. Skinfaxi er ennþá eitt ódýr- asta tímarit, sem áskrifendur geta fengið á íslandi. Innheimta áskriftar- gjalda þessa árgangs hefst um leið og þetta tölublað (4.—5.) kemur út. Umboðsmenn og einstaklingar eru vin- samlegast beðnir að hraða greiðslum sínum, því blaðið á í fjárhagserfiðleik- um. Ungmennafélagar! Munið að Skin- faxi er tengill og fréttamiðlari félag- anna um allt land, Gerið hann með sameiginlegu átaki að ykkar blaði með því að skrifa í hann, útbreiða hann og greiða áskriftargjöldin skilvíslega. Áskrifendum Skinfaxa hefur fjölgað stórlega síðan í vor. Höldum þeirri sókn áfram og tryggjum örugga ut- gáfu og öflugt málgagn íslenzkra ung- mennafélaga. 4 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.