Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.09.1969, Page 12

Skinfaxi - 01.09.1969, Page 12
UMSK-hópurinn, sem sigraði á Landsmót- inu í Haukadal 1940. Jón er í öftustu röð í dökkum búningi. að styrkja einn af máttarstólpum sjálf- stæðis okkar, þar sem ungmennafélög- in eru. — Hvað hefur gerzt í þessum mál- um hjá ykkur? — Það var samþykkt á héraðsþingi UMSK 1967 að koma upp landsmóts- stað að Varmá í Mosfellssveit. Hrepps- nefnd Mosfellshrepps boðaði til fund- ar með stjórnum UMSK og Aftureld- eldingar og íþróttafulltrúa ríkisins. Mikill áhugi ríkti fyrir því að þarna yrði staðsett aðalíþróttastöð UMSK og væntanlegt landsmótssvæði, þar sem UMSK hafði enn ekki séð um fram- kvæmd á landsmóti UMFÍ. Héraðs- menn voru sammála um að þetta væri eini staðurinn, sem til greina kæmi. Þama er til staðar skólar, sundlaug, íþróttavöllur, heimavistarhúsnæði og um 40 ha friðlýst landsvæði skóla- hverfisins. Iþróttafulltrúi lagðist hins vegar heldur gegn íþróttamiðstöð með þessu sniði, en taldi heppilegra að snúa sér að því að koma upp félaga- völlum í hverju sveitarfélagi. Mér virð- ist að hugmyndin um veglegan lands- mótsstað í hverju héraði sé samt ríkj- andi meðal ungmennafélaga almennt. Samgöngur eru orðnar greiðar og fljót- legt að sækja slíkar íþróttastöðvar heim víðsvegar úr héraðinu, þegar þörf er á. Hins vegar geta æfingar farið fram i hinum einstöku sveitarfélögum, þótt þar séu ekki löglegir keppnisvellir. — Hvað finnst þér um ástandið i UMSK núna? — Mér virðist aldan vera að rísa i félags- og íþróttamálum UMSK, og ég fagna því innilega. UMSK veitir í sum- ar sterkustu félögum landsins mjög harða keppni á ýmsum sviðum. — Nú er þú sveitarstjórnarmaður, Jón. Hvað viltu segja um samvinnu sveitarfélaga og ungmenna- og íþrótta- félaga? — Mín skoðun er sú að sveitar- stjórnir á svæðinu eigi skyldur að rækja við þetta unga fólk, sem starfar í félögunum. Sveitarfélögin á svæðinu hafa líka sýnt í verki skilning á þessu í vaxandi mæli með fjárframlögum til þessara félaga. I Sambandi sveitarfé- laga í Reykjanekjördæmi hef ég komið á framfæri tillögu um að sveitarfélög- in taki höndum saman um að stuðla að uppbyggingu landsmótssvæðis að Varmá. Tillagan fékk góðar undirtekt- ir, og vonandi verður Landsmót UMFI haldið að Varmá áður en langt líður. FÉLÖG OG SKÓLAR Sambandsþing UMFÍ haldið að Laugum 21- og 22. jún, 1969, ályktar að forustumenn sam- takanna eigi að auka mjög samvinnu og að- stoð við íþrótta- og félagsstarf skólanna. Tel- ur þingið að með því megi auka félagatölu samtakanna, stórefla þrótta- og félagsstörf þeirra sem og alla aðra starfsemi. 12 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.