Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.09.1969, Page 14

Skinfaxi - 01.09.1969, Page 14
Liðsauki hinna ungu segir til sín Rætt við Ólaf Unnsteinsson Ólafur Unnsteinsson íþróttakennari hefur starfað sem framkvæmdastjóri og frjálsíþróttakennari UMSK síðan 1. febrúar s.l. Undir handleiðslu hans æf- ir nú eitthvert allra sterkasta frjáls- íþróttalið landsins, bæði piltar og stúlkur. Það hefur vakið athygli að í þessum hópi hafa í vor og sumar kom- ið fram á sjónarsviðið óvenjumargir rmglingar, sem náð hafa afbragðsgóð- um árangri og eru líklegir til að auka mjög veg frjálsra íþrótta á Islandi. — Á hvað leggurðu áherzlu í starfi þínu, Ólafur? — Þegar ég var ráðinn til starfa, byrjaði stjóm UMSK og ég á því að skipuleggja starfið í vetur og sumar. Við vorum sammála um að leggja áherzlu á að ná sem beztum tengslum milli sambandsfélaganna og að byggja upp unglingastarfið. Að þessu hefur svo verið unnið, og ég vil sérstaklega þakka stjórn UMSK fyrir hennar mikla áhuga og vinnu og þann stuð- ning; sem stjórnarmenn hafa veitt mér. Framkvæmdarstjórar síðustu tveggja ára, þeir Pálmi Gíslason og Sigurður Skarphéðinsson, hafa unnið ágætt starf, sem ég hef getað byggt á. — Hvernig hafa svo þessi áform ykkar tekizt? — Við höfðum í vetur samband við UMSK-stúlkurnar, sem jöfnuðu ísl.met 1 4x100 m boðhlaupi í sumar. Frá vinstri: Kristín, Björk, Alda og Björg. 14 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.