Skinfaxi - 01.09.1969, Side 19
Kjartan Bergmann Guðjónsson:
Sveitagtíma
er skemmlileg keppnisgrein
Hér í þessari stuttu grein, mun ég
leitast við að kynna lesendum Skin-
faxa sveitaglímu.
Eg tel, að sveitaglíma sé ákjósanleg
keppnisgrein á milli félaga eða héraðs-
sambanda, því þar reynir ekki ein-
göngu á einn sterkan eða glíminn ein-
stakling, sem getur lagt alla sína við-
fangsmenn og þar með sigrað alla sveit-
ina eins og komið getur fyrir í bænda-
glímu, heldur er hér um að ræða, að
glímusveitin sé þannig skipuð, að allir
fimm þátttakendur sveitarinnar séu
góðir glímumenn og á þann hátt vinn-
ist sigur.
Ákvæðii um sveitaglímu var fyrst
gætu skapast mjög æskileg tengsl milli
skólanna og félaganna.
— Hvernig var kennslunni háttað í
þessu leiðbeinendanámi?
— Námsgreinar voru 6: Kennslu-
fræði (fimleikafræði), kennsla skv.
tímaseðli, frjálsíþróttir, heilsufræði og
skyndihjálp, íþróttafræði og svo ein
íþróttagrein að auki eftir frjálsu vali.
Kennarar voru þeir Höskuldur Goði
Karlsson, Jón Þórisson, Sigurður
Gíslason og Vilhjálmur Einarsson.
sett í glímulögum 1966, en áður mun
hafa komið fyrir, að slíkar glímur
væru háðar.
Síðan farið var að • keppa í sveita-
glímu, hefur þetta fyrirkomulag þótt
mjög skemmtilegt og gefið góða raun.
1 Reykjavík hafa verið háðar fjórar
sveitaglímur á milli Reykjavíkurfélag-
anna auk sveitaglímu sjónvarpsins,
sem háð var á vegum Glímusambands
Islands en sjónvarpið stóð fyrir. I
þeirri sveitaglímu voru sjö aðilar þátt-
takendur og var um útsláttarkeppni að
ræða, þ.e. sú sveit sem tapaði var úr
leik. Þátttakendur í glímukeppninni
voru Reykjavíkurfélögin þrjú: Ár-
mann, KR og Víkverji, Vestfirðinga-
fjórðungur, Norðlendingafjórðungur,
Austfirðingafjórðungur og Sunnlend-
ingafjórðungur. Þótti glímukeppni
þessi takast mjög vel og auka veg
glímunnar og sanna gildi þessa keppn-
isfyrirkomulags- Fyrsta keppnin fór
fram 28. maí en sú sjötta og síðasta
25. júní 1968.
Reynsla sú, sem fengist hefur af
sveitaglímu, sannar ótvírætt gildi
hennar sem keppnisgreinar og er hið
ákjósanlegasta keppnisfyrirkomulag
fyrir ungmennafélög, þar sem það
SKINFAXI
19