Skinfaxi - 01.09.1969, Page 29
. . . líka kven-
fólksins, ef það
vill Iengja
lífið . . .
erfitt um vik. Fólk velferðarríkisins
virðist því miður meta allt til fjár nú
til dags, og það græðir ekkert áþreif-
anlegt með því að leggja þessa hreyf-
ingu á sig, nema ef til vill nokkurra
ára lengra líf, ár sem eru þó langt inni
í ókominni tíð, að flestra áliti. Þeir
öðlast líka vellíðan stundarinnar eftir
erfiði hreyfingarinnar og þá gleðikennd
sem hún veitir, og allir þeir, sem aldrei
hafa upplifað, geta ekki ímyndað sér
að til sé, og sækjast þar af leiðandi
ekki eftir.
Hvað getum við svo gert til úrbóta?
Jú, við sem erum innan íþróttahreyf-
ingarinnar og þekkjum þessa vellíðan
af eigin raun, eigum að hefja áróður
fyrir því, hvert í okkar héraði að allir,
ungir jafnt sem gamlir, hefji nú léttar
íþróttaiðkanir. Við eigum að samein-
ast um að skapa fólkinu möguleika
til að ,,motionera“. Skapa því tækifæri
til að safnast á íþróttavöll, við sund-
laug, íþróttahús eða jafnvel búnings-
herbergi gufubaðstofu til hollustusam-
legrar hreyfingar og endurnærandi
baðs á eftir. Þarna gæti fólkið safnast
í minni eða stærri hópa, eiginlega hve-
nær sem væri eftir því hvernig tíma
þau hefðu til þess. Sumir hefja starf
síðar en aðrir og gætu því byrjað dag-
inn með því að ,,motionera“. Frúrnar
gætu notað miðjan daginn, þegar þær
hefðu minnst að gera, en aðrir gætu
komið eftir vinnu o. s. frv.
Einfaldast væri að útbúa æfinga-
brautir frá þessum stöðum svo sem
3—5 km langar, um götur, vegi, stíga
eða engi, þar sem fólkið gæti óáreitt
gengið, hlaupið, hjólað eða jafnvel far-
ið á skiðum, ef um snjó væri að ræða,
allt eftir því hvað einstaklingarnir geta
eða óska eftir að leggja á sig.
I byrjun þyrfti einhver að vera þar
við, þegar fólkið legði af stað til þess
að gefa því ráð og leiðbeina því eftir
þörfum. En síðar, þegar þetta yrði jafn
almennt og hjá frændum vorum Norð-
mönnum og Svíum, þá myndu þátt-
takendurnir kenna hver öðrum af eig-
in reynslu.
Sérhvert íþróttafélag ætti að hafa
íþróttir fyrir almenning, sem óskar eft-
ir að ,,motionera“, á stefnuskrá sinni.
Það ætti eftir megni að kynna gagn-
semi íþrótta fyrir fólki búsettu á fél-
agssvæðinu og hvetja það til þátttöku
í æfingunum og umfram allt að hvetja
það til að ,,motionera“ reglulega.
Þessi starfsemi yrði góð kynning á
íþróttunum, starfi félagsins og skref í
áttina að takmarki okkar, sem er og
verður:
íþróttir fyrir alla.
SKINFAXI
29