Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.09.1969, Side 44

Skinfaxi - 01.09.1969, Side 44
r Frá Æskulýðssambandi Islands 6. þing Æskulýðssambands íslands var haldið 31. maí og 1. júní s. 1. og sóttu það fulltrúar frá 10 af 12 aðildarsamböndum ÆSÍ. Aðalmál þingsins var tengsl sambandsins við aðildar- samböndin og aukið samstarf þar á milli. Auk þess fjallaði þingið um fjölmörg málefni er snerta æskufólk, hagsmuni þess og áhuga- mál. Verður hér aðeins getið helztu ályktana þingsins, Þingið tók til umræðu atvinnuleysi skóla- nema og segir í ályktun þingsins m.a.: ,,6. þing ÆSÍ hvetur bæjar- og sveitarfélög og rík- isvald til þess að gera öflugt átak til útrým- ingar fyrirsjáanlegu atvinnuleysi skólafólks í sumar. Efla þarf og hraða framkvæmdum á vegum framangreindra aðila . . Á 5. þingi ÆSÍ fyrir tveimur árum voru gerðar ýmsar ályktanir um nánari tengsl þjóðar og sögu og um breytt þjóðhátíðarhald. Á þinginu 31. maí og 1. júní s.l. komu fram tillögur í sama anda, m.a. um endurreisn sögustaðar í Viðey. Þar segir: ,,6. þing ÆSÍ skorar á ríki og Reykjavíkurborg að hefja sameiginlegar framkvæmdir í Viðey, sem miða að því að endurreisa staðinn úr þeirri niðurníðslu, sem þessi fornfrægi sögustaður hefur verið í. Gert verði stórt átak í að varð- veita sögulegar minjar í eyjunni og gera stað- inn þannig úr garði að hann verði heppilegt útivistarsvæði, Bendir þingið á að fram- kvæmdir þar hið fyrsta yrðu nokkur lausn á atvinnuleysi skólafólks". Um sögusýningu ályktaði þingið: ,,að beina þeirri áskorun til Menntamálaráðuneytisins, að í tilefni 25 ára afmælis lýðveldisins verði efnt til sögusýningar á hausti komanda. Á sýningunni verði brugðið upp svipmyndum úr sjálfstæðis- og menningarbaráttu íslenzku þjóðarinnar. Sýningin verði skipulögð í sam- ráði við Þjóðminjasafn íslands og byggð á reynslunni af sögusýningunni 1944.“ Þingið samþykkti að standa áfram að herferð- inni Hreint land — Fagurt land og að taka þátt í nýrri sókn í landgræðslumálum, í samvinnu við UMFÍ og fleiri aðila. Þingið samþykkti að skora á fræðsluyfir- völd að taka hið fyrsta upp kynferðismála- fræðslu í skólum og vinnur nefnd á vegum ÆSI að nákvæmri athugun á hugsanlegri kynferðismálafræðslu í skólum landsins. Einn- ig vinnur nefnd að könnun á deyfilyfjanotkun og skoraði þingið á stjórnvöld að taka hönd- um saman við félagssamtök að halda þessum vágesti utan landssteina. Á vegum ÆSÍ er unnið að könnun á skemmtanahaldi og skemmtanalífi ungs fólks og að könnun á menntunaraðstöðu í strjál- býli. Var samþykkt að hraða störfum þeirra nefnda og gera tillögur er þessar kannanir lægju fyrir. Á þinginu var samþykkt tillaga um skemmtanahald um hvítasunnuhelgi. Hún var svohljóðandi: ,,6. þing ÆSÍ vill hvetja félagasamtök, sem á undanförnum árum hafa beitt sér fyrir skipulögðu skemmtanahaldi um Verzl- unarmannahelgina og aðra þá aðila er áhuga kunna að hafa á þessu máli, að koma á svipuðu skemmtanahaldi um hvítasunnu- helgina, sem er að jafnaði önnur fjölmennasta útivistarhelgi sumarsins. Tekizt hefur að gjörbreyta samkomuhaldi um allt land síðan farið var að skipuleggja slíkar samkomur. Þingið leggur áherzlu á að með slíku skemmt- 44 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.