Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.09.1969, Page 46

Skinfaxi - 01.09.1969, Page 46
Þraslaskógur og Þrastalundur Þrátt fyrir rigninguna á Suðurlandi í sumar, hefur Þrastaskógur dregið til sín marga ferðalanga, og veitingaskál- inn í Þrastalundi hefur verið vinsælli áningarstaður en nokkru sinni fyrr. Veitingaskálinn er orðinn of lítill til að rúma alla þá gesti sem þar vilja stanza á leið sinni um Suðurland. Það er orðið mjög brýnt að bæta aðstöðuna fyrir gestamóttöku á þessum fallega stað. Síðastliðin þrjú sumur hafa hjónin Sigfús Sigurðsson og Esther Einars- dóttir séð um veitingarekstur í Þrasta- lundi, og hefur þeim farizt það sérstak- lega vel úr hendi. Góðar veitingar, snyrtimennska og myndarbragur í hví- vetna hefur hjálpast að til þess að gera staðinn að stöðugt vinsælla ferða- mannhæli. Nú eru liðin hartnær 60 ár síðan Tryggvi Gunnarsson gaf UMFÍ Þrasta- skóg. Mest allt þetta tímabil hefur þetta fagra landsvæði verið „afskekkt- ur staður í þéttbýlu héraði og fáir þekkja hann, þótt hann sé í þjóðbraut. Þessu þarf að breyta, og núverandi stjórn UMFf hefur fullan hug á að opna Þrastaskóg betur fyrir heimsókn- umt þannig að almenningur geti notið þeirrar náttúrufegurðar, sem hann hef- ur að bjóða. Til þess að svo megi verða Oft er þröngt á þingi í Þrastalundi. Myndin er tekin í sumar. 46 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.