Skinfaxi - 01.12.1991, Síða 27
HANDKNATTLEIKUR
í 1. deild eftir þrjú ár
Handknattleiksdeildin hjá Fjölni
var stofnuð í maí 1990. Nú eru
starfandi 4., 5., 6. og 7. flokkur
karla, auk meistaraflokks og 4.,
5. og 6. flokkur hjá konum. Á-
huginn er mjög mikill og eftir að
undirskriftalistar bárust frá um
70 krökkum í hverfinu var á-
kveðið að byrja af fullum krafti.
Námskeið voru haldin þar sem
60-70 krakkar mættu á hverjum
sunnudegi í 14 vikur til þess að
spila handbolta. Reglubundnar
æfingar hófust svo í september
1990.
Meistaraflokkur karla vann Suðurlands-
bikarinn í desember 1990 og sigraði ör-
ugglega í þriðju deild íslandsmótsins
síðastliðinn vetur. Flest allir strákarnir
eru með einhverja reynslu að baki og
eru aldir upp hjá félögum hingað og
þangað, en hafa sumir hverjir ekki spil-
að lengi. Það sem af er keppni Fjölnis-
manna í annarri deild hefur gengið held-
ur brösuglega. Samkvæmt heimildum
GV fyrir nokkru var talið að heildar-
markahlutfallið úr fyrstu sex leikjum
Fjölnismanna í Reykjavíkurmótinu
hefði verið 150:15, andstæðingum í vil.
Björgvin Björgvinsson, fyrrverandi
landsliðsmaður í handknattleik er þjálf-
ari liðsins. Hann var leikmaður með
landsliðinu í 12 ár og var talinn mjög
góður leikmaður. Hann hefur þjálfað í
ein tíu ár, hjá Fram, Stjörnunni, Selfossi
og nú hjá Fjölni. Fjölnismenn binda
miklar vonir við Björgvin, en hver er
ástæðan fyrir góðu gengi í 3. deild, en
lélegu gengi þegar upp í 2 .deild er
komið?
Björgvin segir að það verði að líta til
þess að ekki voru nerna þrjú Iið í þriðju
deild og þau hafi getulega séð ekki verið
rnikil handboltalið. „Það er í raun og
veru mjög eðlilegt að þegar meistara-
flokkur Fjölnis er kominn í aðra deild sé
staðan þessi vegna þess að stökkið úr
þriðju deild í aðra er geysilega mikið. I
annarri deild er farið að æfa liðin fimm
sinnum í viku og sum hver leggja mik-
inn metnað í það að vera ofarlega. Við
erum rétt að byrja, strákarnir eru rétt að
átta sig á hvað það er erfitt að breytast
úr miðlungsliði í lið sem fer að geta lát-
ið að sér kveða í sportinu sem slíku, en
það kostar óhemju mikla vinnu,” segir
Björgvin.
Magnús Guðmundsson fyrirliði Fjölnis-
manna segist vera sammála þjálfara sín-
um um ástæður þess að liðið komst upp
þriðju deild í aðraog fyrir lélegum ár-
angri það sem af er þar, en vill bæta
þessu við; „Við höfum misst nokkra
stráka sem hafa gefist upp, en kjarni
liðsins hefur frekar bætt sig. En það er
ekki nóg að hafa 7-8 menn, heldur verð-
um við að hafa 12 manna góðan kjarna.
Aðalástæðan fyrir stöðunni er sú að
mismunurinn á annarri og þriðju deild
er bara svo mikill.
Hafið þið tapað illa þessum leikjum sem
þið liafið verið að spila? I GV var skrif-
að að markahlutfallið í Reykjavíkurmót-
Skinfaxi
27