Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Blaðsíða 19
í haustsins myrkri er hættum stráð á leið,
'um hafsins slóð, er ótrygg fyrir var.
Þó 'hraðar ferð að landi fögur skeið,
sem farminn nægta áður til þín bar.
Hve oft, hve oft var háskinn borði hjá,
í hörðum leik við boðaföllin ör.
Er hrönnin lyftist brött og klakablá
og bráðum virtist lokið þeirri för.
Og vítisvélar velta í ólgusjó.
Að varast þær í myrkri og svarta byl,
Það getur enginn. Glíman verður þó
að ganga fram. Við kunnum á því skil,
hvað verða má ef sigling seinkar för.
Og sofið er þeim dýra verði á:
Þá verða þung og erfið þjóðar kjör.
Þá þorna tárin seint á barnsins brá.
Nú farsæld þín er farmanns höndmn í.
Þú frónska þjóð, þann gimstein geymir vel;
sú hetjan hafs, í grimmum veðragný
og gleði dags með sól, en engin él.
hann tekinn fram yfir 14 aðra menn, sem starf-
að höfðu lengur hjá sama félagi. Meðal landa
sinna hefir hann einnig fengið viðurkenningu
fyrir störf sín og verið sæmdur heiðursmerkj-
um. Hann varð 65 ára hinn 14. nóvember s.l.
Annars er Júlíusi og starfi hans lýst eins vel
og hægt er í fáum orðum í grein, sem rituð
var um hann fyrir nokkrum árum, á 10 ára
afmæli Eimskipafélagsins.
Júlíus skipstjóri var fyrsti Islendingurinn,
sem gerðist skipstjóri á póst- og farþegaskipi
hér við land. Hann fór að heiman sem umkomu-
laus unglingur og sýndi þann dug að hann gerð-
ist brautryðjandi íslenzkrar farmennsku. Er
það fáum kunnugt, hvað þeir hafa á sig lagt,
sem ganga í erlenda þjónustu til þess að full-
numast í þeirri grein. Og þegar sú tíð kemur,
að Islendingar kunn að meta hversu dýrmæt
landinu er innlend farmannastétt, þá verður
forystumannsins minnst með þökkum“.
VÍKINGUR
Hann girnist ekki „hræðslupenings“ glit,
sem glóir skært á milli áuðmanns handa.
Hann treystir á sinn þrótt, sitt þrek og vit,
og þekkir einnig skyldu sína og vanda.
Hann æðrulaiis í ógn og hættuleik,
oft alein stendur vörð um dimma nátt:
Unz koma dagsins birtist föl og bleik,
og birtan vex wpp næturhvelið blátt.
Þá flýgur hugwr heim að arineld)
í angist konan hans það bíða má.
Og þráir heitt það hamingjunnar kveld,
sem hún fær aftur elskhugann að sjá.
Ég veit ei um hver hetjan hærra ber
á himni lífs í glæstum roðaglans.
Hvort það er hún, sem heima alein er?
Eða hann, í trylltum veðradans?
Sem einskis metur hættuöflin öll
og áfram hiklaust heldur sinni för.
En eitt er víst: Að brimsins báruföll,
oft brjóta þungt á þeirra æfiknör.
Og stundum kom hann aldrei aftur heim,
því úthafs gröf er geymir, hljóð og víð.
En bömum smá, það bætir enginn þeim,
að burtu pabbi er — um alla tíð.
Þó síðar máske niðji hcrns úm sæ,
sæki fram, með þrótt hins unga manns.
Og sonarhefndin verði sí og æ
að sigla farmi heim til ættarlands.
í þúsund ár var þessi fórnin veitt,
og þrotlaust stríð við Storm og Ægi háð.
í þúsund ár mun knerri ennþá beitt
á Atlantshafið kringmn ísaláð.
Og hvern einn dag þér blessi Drottins hönd
um dimma nótt þig leiði hættum hjá.
Þú farmanns stétt, sem fræknust er um lönd.
Á Fróni hjörtun öll þér þakkir tjá.
Sigvaldi Þorsteinsson frá Upsum.
19