Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Blaðsíða 21
og eykur mjög á prýði f jarðarins og mun hann
draga nafn sitt af honum. Framundan Álfa-
borginni ganga fögur vogskorin björg í sjó
fram og heita þau Kiðjubjörg. Norðan vert við
þau er lítill vogur í klettana, þar leggja fiski-
bátarnir afla sinn í land við dálitla steinbryggju.
Á síðastliðnu sumri gengu. þarna úr kaup-
staðnum-13-vjelbátar og þar að auki 3 annars-
porpið, séð aí höfninni. í baksýn Dyrfjöllin og fremst
á myndinni til vinstri hluti af Kiðubjörgum.
staðar við fjörðinn. Hafa bátar þessir yfirleitt
góðar vélar. Eldri bátarnir hafa aðallega Solo
og Vickmann vélar 3—6 hestöfl, en þeir nýj-
ustu 6—8 hestafla Universal Fiskemann. Afli
var misjafn sökum þess, að margir sem eiga
báta stunda aðra vinnu jafnframt, svo sem
landbúnað, og má í því sambandi geta þess, að
allir búandi menn í þorpinu eiga kýr, eina eða
fleiri, margir eiga hesta, og allir meira eða
minna af kindum. Margir 30—70 hver. Menn
þarna hafa því í meira en eitt horn að líta, þó
er það býsna mikið sem sumir hafa haft í aðra
hönd, sérstaklega þeir sem hafa getað snúið sér
að sjónum að mestu eða öllu leyti. Þannig eru
nokkrir sem hafa fengið á áttunda þúsund krón-
ur í hlut í sumar. Aðstaðan hefir þó ekki ver-
ið upp á það bezta, litlu verið hægt að koma í
ís, en mest af aflanum hefir orðið að salta.
Aðallega hefir verið veitt á handfæri, og hefir
veiðst allt að þremur skpd. á bát í róðri með
tveimur mönnum á tvö færi.
Flestir bátar fjarðarmanna eru heimasmíð-
aðir og hefir Sigurður Sveinsson smíðað átta
þeirra og þykja bátar hans traustir og góðir.
Alls hefir Sigurður smíðað 20 báta. Við smíðar
sínar hefir hann orðið að þreifa sig áfram af
eigin ramleik, en lært smíði af öðrum hefir
hann ekki, af þeirri einföldu ástæðu, að
hann hefir aldrei haft tækifæri til að vera ná-
lægt öðrum smiðum og sjá hvernig þeir bera
sig að. Hann hefir t. d. aldrei séð bát á stokk-
unum hjá öðrum en sjálfum sér. Þetta framtak
hans er því dásamlegra, sem hann hefir ekkert
haft við að styðjast nema sjálfan sig.
Sigurður stundaði róðra á Skálum á Langa-
nesi þegar hann réðist í að smíða fyrsta bát-
inn. Var það þriggja manna far og er enn við
líði. Ekki þarf að segja að efnið hafi verið lagt
til sniðið í henduimar á honum. Bátinn smíðaði
hann úr rekadrumb, sem hann keypti fyrir 5
krónur, og vann allt að honum sjálfur. Ekki
átti hann þá nema eina þvingu.
Ennþá vantar Sigurð margt, sem létt gæti
honum við vinnuna, og sem flestum myndi
þykja ómissandi við bátasmíði, og ennþá hefir
hann orðið að taka til þess að saga niður reka-
drumba, þegar annað efni hefir ekki verið fyrir
hendi. Á síðastliðnum vetri smíðaði Sigurður
Sveinsson þrjá báta, en í fyrra tvo. Myndin,
sem fylgir, er af síðasta bátnum sem hann smíð-
aði, 26 feta löngum.
Þarna í firðinum er og annar hagleikssmiður,
nýfluttur í byggðina, heitir hann Sigurður Jóns-
son og hefir einnig lagt fyrir sig bátasmíði.
Býr hann á bænum Sólbakka inni á nesjum. Er
þar nýbyggt steinhús og smíðar hann báta
sína þar á hlaðinu hjá sér á vetrum, en ekur
þeim síðan til sjávar þegar þeir eru fullgerðir.
Hann hefir þannig smíðað tvo báta síðan hann
flutti í fjörðinn.
Þannig býr sjálfsbjargarviðleitnin ennþá ríkt
með þjóð vorri. Það verður varla metið að verð-
leikum, hversu mikils virði slíkir menn eru sín-
um byggðarlögum. Áhrif verka þeirra standa
lengur en þeirra sjálfra nýtur.
Sigurður Sveinsson við siðasta bátinn sem hann hefir
smíðað.
Borgarfjörður eystri er fremur grunnur og
liggur opinn fyrir norðanátt. Þar getur því orð-
ið mjög brimasamt þegar þannig viðrar. Þorps-
búum háir því mikið brimlending við sjósókn
sína, en til stendur að byggja skjólgarð fram í
sker, er liggja framundan verslunarhúsunum,
og er hafinn undirbúningur að safna til þess
nokkrum fjárupphæðum.
VIKINGUR
21