Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Blaðsíða 20
CLCTT- INCA■ NCS Borgarfjörður eystra þar cru fjöllin fegurst. ]>ar stunda menn bæði land og sjó, og smíða sjálfir sína báta. Gletting aness- vitinn. Rétt fyrir norðan Glettinganes gengur dálítill fjörður suður og inn í landið. Fjörður þessi heitir Borgarfjörður og til aðgreiningar er hann kallaður Borgarfjörður-eystri. Það hefir háð þessum firði hvað eftirtekt snertir, að til er annar fjörður með sama nafni. Söguhéraðið mikla á vesturlandi, þar sem Skallagrímur nam land. Þar sem Egill ólst upp og kvað sonar torrek, og þar sem Snorri bjó í Reykholti. Víð- áttumikil og frjósöm byggð, er þenur sig yfir tvær sýslur landsins. Það er því ekkert óeðlilegt þó að sá Borgar- fjörður í daglegu umtali verði til þess, að yfir- skyggja hinn litla nafna sinn fyrir austan, sem ekki myndar nema einn afskektan hrepp. En þeir, sem þar búa, hafa fyllstu ástæðu til að vera hreiknir yfir sínum Borgarfirði, ekki aðeins vegna þess, að hann veitir þeim viðunandi lífs- skilyrði, heldur og ekki síður sökum þess, að Borgarfjörðúr eystri á til að bera þá náttúru- fegurð, sem ekki á sinn líka, jafnvel hér á landi, þar sem skaparinn hefir ekki verið að skera við neglur sér að mynda mikilfenglega staði. Hin hrífandi fegurð umhverfisins dylst eng- um, sem koma á þessar slóðir. Þegar maður virðir fyrir sér hin stórbrotnu og einkennilegu fjöll, verður manni ósjálfrátt á að halda, að hér sjái maður höfuðból íslenzkra hamravætta. Lögun þeirra, litbrigði og allur svipur yfir höf- uð, kemur manni á þessa skoðun. Þótt. fengnir hefðu verið hinir færustu listamenn, er engin von að þeim hefði tekist betur en náttúrunni, sem þarna hefir verið að verki. Úr fjallgarðinum austan megin fjarðarins gnæfir Geitfjallið hæst, og ber ægishjálm yfir umhverfið. En að vestanverðu hreykja sér hin tignarlegu Dyrfjöll, þar til þau enda í hinum undurfögru hamraborgum ofan við Neshálsinn. Þegar komið er inn í fjörðinn að sunnan, og inn fyrir Hafnartanga, blasir við manni bærinn Höfn, sem er yzti bærinn austan megin fjarðar- ins. Þangað er fallegt heim að líta, rennslétt tún, allt handsléttað eftir bóndann Magnús Þorsteinsson, sem hefir fundið gagn og gleði í að eyða kröftum sínum 1 að bæta jörð sína. Þar hefir og Þorsteinn sonur hanns byggt sér nýbýli rétt við, og þar með undirstrikað, að holt er heima hvað, og bezti akur hvers og eins sé föðurgarðurinn. Fram undan Höfn er stór og fallegur hólmi, sem ber nafn af bænum. Þar hefir æðurinn friðland og lætur heldur ekki standa á sér að verpa þar. Næsti bær inn með fii’ðinum er Hofströnd, og stendur beint niður undan Geitfjallinu. Fremst í firðinum er prestssetrið Dysjamýri, sem var í niðurníðslu, en er nú orðið vel og myndarlega húsað. Kaupstaðurinn í firðinum heitir Bakkagerði, og stendur í firðinum innanverðum vestanmeg- in. Þar eru á annað hundrað íbúar. Þorpsbúar, eins og eiginlega allir f jarðarbúar, lifa bæði af sjó og landi, og stunda hvorttveggja af kappi. Ræktun er þarna mikil, og hefir aukizt stór- kostlega síðustu árin. Áður urðu þorpsbúar að sækja hey sitt inn um sveitir, en fá nú orðið nóg af sínu ræktaða landi. Innan við þorpið er hin svo nefnda Álfaborg. Klettahnúkur, er stendur þar upp úr jafnsléttu, 20 VIKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.