Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Blaðsíða 55

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Blaðsíða 55
Breyting brauðsins Saga eftir TOLSTOJ Árla morguns fór fátækur bóndi út á akur sinn til þess að plægja. Hann hafði ekki mat- ast, en tók með sér dálítinn brauðbita. Þegar út á akurinn kom, lagði hann úlpuna sína á runna þar rétt. hjá og brauðbitann ofan á. Svo hóf hann vinnu sína. Þegar hann hafði plægt um stund, lét hann hestana hvílast og ætlaði sjálfur að matast, en þegar hann ætlaði að taka brauðið, fann hann það hvergi. Árangurslaust leitaði hann allt um kring. Þetta er undarlegt, hugsaði hann, ég hefi ekki séð nokkurn lifandi mann, en samt hefir einhver stolið brauðinu. En litli púkinn, sem hafði stolið brauðinu, faldi sig í runnanum og beið þess að bóndinn færi að blóta og formæla brauðmissinum. En þó bóndanum þætti illt að missa brauðið, settist hann samt hinn rólegasti niður, og hugs- aði með sér: Jæja, ég tóri af til miðdegisverð- arins fyrir þessu. Sá sem tók brauðbitann hef- ir sennilega haft hans meiri þörf en ég, verði honum að góðu. Svo gékk hann að vatnslindinni þar skammt frá, svalaði þorsta sínum og hóf aftur að plægja. Litla púkanum sárgramdist framferði bónd- ans, hvernig hann í stað þess, að stökkva upp á nef sér, árnaði þjófnum hins bezta. Því næst hélt hann til fundar við gamla púkann og sagði honum sínar farir ekki sléttar. Sá gamli bi’ást reiður við, „ef bóndinn er þér sterk- ari, er það sjálfum þér að kenna, hreytti hann úr sér. Ef kotungarnir fara að tíðka slíka siði, verður gamanlaust fyrir okkur púkana að lifa. Við megum ekki láta reka á reiðanum á þennan hátt. Farðu aftur til bóndans og bættu yfirsjón þína, og verðirðu ekki búinn að ná honum á bitt vald áður en þrjú ár eru liðin, skal ég kæfa big í vígðu vatni“. Litli púkinn varð mjög óttasleginn og hugsi. þegar hann heyrði þennan boðskap, íhugaði rækilega sitt ráð, og datt að lokum í hug að taka á sig mannsgerfi og komast í vinnu- mennsku til bóndans. Þegar sáðtíminn kom, ráðlagði vinnumaður- inn bóndanum að sá korni sínu í raklenda iörð, og fylgdi bóndi ráði hans. Sumarið var ákaflega þurrkasamt, og sæði nágrannanna skrælnaði og VÍKTNGUR eyðilagðist af sólarhitanum, en hjá bónda óx vel og bar margfaldan ávöxt. Og eftir upp- skeruna átti hann ríkulegan forða korns. — Næsta sumar ráðlagði vinnumaðurinn bóndan- um að sá í brekku með sendnum og gljúpum jarðvegi, og fór bóndi enn að ráðum hans. — Þetta sumar var óvenjulega vot.viðrasamt, regn- vatnið eyðilagði sæðið fyrir nágrönnunum, það spíraði ekki og rotnaði. En uppi í brekkunni náði það ágætum þroska, svo að bóndinn fékk langt um meira korn þetta ár en hið fyrra. Svo mikið, að hann vissi ekki hvað hann átti við það að gjöra. Þá ráðlagði vinnumaðurinn bóndanum að selja kornið og kaupa vín í staðinn, og fór hann sem fyrr að ráði vinnumanns. Og nú byrjaði hann að drekka og ýmsir af nágrönn- um hans með honum. Þegar litli púkinn hafði komið þessu öllu í kring, fór hann til gamla púk- ans og sagði honum hreykinn af því, er hann hafði gert. Fóru þeir nú báðir heim til bönda. Þegar þangað kom, stóð þar gildi mikið, hafði bóndi boðið til sín öllum ríkustu nágrönnunum og veitti þeim vín. Kona bóndans gekk um beina, en þegar hún ætlaði út, spyrndi hún lítilsháttar með fætinum í borðið, svo að eitthvað af víni helltist niður. Við þetta varð bóndi æfareiður, skammaði konu sína og sagði: „Snautaðu burtu, kengbogna kerlingarkráka, fyrst þú getur ekki gengið um án þess að eyðileggja þennan dýr- mæta drykk“. Litli púkinn hnippti í þann gamla og sagði: „Nú getur þú sjálfur séð, hvað hann er orðinn nízkur. Hann tímir ekki lengur að sjá af nokkr- um sköpuðum hlut“. Bóndi skenkti nú sjálfur vínið. Fátækan bónda á heimleið frá vinnu bar þar að. Hann heilsaði og settist niður hjá þeim, og horfði á hina drekka. Heitur og lúinn eftir vinnuna vildi hann mjög gjarnan væta kverkarnar með góðu víni, eins og hann sá hina gera, en í stað þess að gefa honum að drekka, rumdi óbægilega í gestgjafanum: „Hví skyldi ég eiga að sjá fyrir öllum sníkjukörlum“. Þessi sjón gladdi gamla púkann stórlega, en sá litli sagði, bíddu bara rólegur. Það verður ennþá betra bráðum. 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.