Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Blaðsíða 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Blaðsíða 37
MIKLAR FÓRNIR Hafið hefir löngum seitt til sín íslenzka æsku- lýðinn. Þangað hafa leitað margir hinir bráð- gerðu unglingar á öllum aldri. Knáir og æfin- týragjarnir drengir, komnir af sæförum í 30—40 ættliði, finna enn hjá sér köllun að leita á sjóinn, og skeyta hvorki um vosbúð né bana í þeirri viðureign sem þar bíður þeirra, viður- eign sem á eftir að heimta allt þeirra lífs- og sálarþrek áður en lýkur. Margt hefir hafið veitt oss, sem hefir verið oss til gagns og gleði, en ekkert af því hefir ver- ið endurgjaldslaust. Stundum teljum vér það meira, sem vér eigum því grátt að gjalda. Ofan á þær hættur sem stopul veðrátta, kenj- ótt og umhleypingasöm náttúra hefir skapað, koma sjálfskaparvíti mannanna sjálfra, styrj- aldarógnin, eyðileggingin og dauðinn. En þrátt fyrir hið skelfilega tjón, þrátt fyrir ósegjanleg- ar hörmungar, hefir aldrei staðið á sjómönnun- um að sigla. Á tímum eins og þessum er það svo margt, sem getur orðið.hinum einstöku sjófarendum að fjörtjóni. Það má segja að óteljandi og ægi- legar hættur leynist í hverju kjölfari. Af öllum þeim aðilum, sem taka þátt í þessum hildarleik, verða sjómennirnir harðast úti. Það hefir því ekki komið á óvænt, þótt vér íslend- ingar yrðum að færa einhverjar fórnir. Þær hafa heldur ekki látið standa á sér. Sjaldan fer ein báran stök, þær hafa risið hver annarri ægilegri, og steypt sér yfir þessa fámennu sjó- sæknu þjóð. Ein af þeim síðustu, en ekki minnsta fórnin, er þegar togarinn Jón Ólafsson — einn bezti og fengsælasti togarinn sem vér áttum — týndist á heimleið frá Englandi. Það segir fátt af einum. Einskipa og hugprúðir menn sigla hratt en hljóðlega heimleiðis í næturhúminu. Bleikur máninn rýfur sig út úr dökku skýjaþykkni og slær fölvum bjarma á myrkvað skipið. Gulleitur skorsteinninn ber við himinn. Undan stefninu veltur freyðandi haflöðrið og dreifir sér í silfr- aðar rákir aftur með skipinu. Á bógnum sést rétt grilla í rauðan og hvítan kross á bláum fleti, undir stórletruðu orðinu ÍSLAND. Allt í einu er eins og það kveði við þruma og eldingu slái niður. Þá líður þessi sýn í hafið. Jón Ólafs- VÍKINGUR son er horfinn. Dimmt hret myrkvar tunglið. Eitt glas slegið á klukku í fjarlægu landi til- kynnir að óvinaskipi h9.fi verið sökkt. Jón Ólafsson var keyptur hingað til landsins í byrjun vetrarvertíðar 1939, í staðinn fyrir togarann Hannes ráðherra, sem brotnaði á Kjal- arnesi. Vér, sem urðum að hoifa upp á það góða skip mélast undir fótum vorum, fengum síðar að njóta þess að sjá íslenzka fánann renna upp og breiða úr sér yfir nýrra og hraðskreið- ara skipi. B.v. „Jón Ólafsson". Togarinn Jón Ólafsson var þá aðeins fjög- urra ára gamall og var vel til hans vandað samkvæmt kröfum hins nýja tíma. Loftskeyta- tækin voru algerlega óháð raflögn skipsins og var því hægt að nota þau þótt ljósavél stöðvað- ist og skipið væri allt á kafi í sjó nema brúin ein. Skipið hafði sérstök tæki til að eima vatn úr sjó. Ekkert íslenzkt skip var betur útbúið til að verjast loftárás. Það hafði fjórar kúlu- byssur, og þar að auki tvær rakettukanónur til að skjóta upp vírtaugum. Það ætlaði ekki að ganga vel að fá sölu hans viðurkennda af viðkomandi stjórnarvöldum. Ó- friðarblikan vofði yfir. Nokkrum vikum síðar hefði hann ekki fengist. Blátt bann var lagt við útflutningi skipa. Togarinn hefði þá fengið gunnfána Stóra-Bretlands. Styrjöldin brauzt út og árin liðu. Aðflutning- ar og fiskveiðar landsmanna urðu að halda á- 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.