Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Síða 37
MIKLAR FÓRNIR
Hafið hefir löngum seitt til sín íslenzka æsku-
lýðinn. Þangað hafa leitað margir hinir bráð-
gerðu unglingar á öllum aldri. Knáir og æfin-
týragjarnir drengir, komnir af sæförum í
30—40 ættliði, finna enn hjá sér köllun að leita
á sjóinn, og skeyta hvorki um vosbúð né bana
í þeirri viðureign sem þar bíður þeirra, viður-
eign sem á eftir að heimta allt þeirra lífs- og
sálarþrek áður en lýkur.
Margt hefir hafið veitt oss, sem hefir verið
oss til gagns og gleði, en ekkert af því hefir ver-
ið endurgjaldslaust. Stundum teljum vér það
meira, sem vér eigum því grátt að gjalda.
Ofan á þær hættur sem stopul veðrátta, kenj-
ótt og umhleypingasöm náttúra hefir skapað,
koma sjálfskaparvíti mannanna sjálfra, styrj-
aldarógnin, eyðileggingin og dauðinn. En þrátt
fyrir hið skelfilega tjón, þrátt fyrir ósegjanleg-
ar hörmungar, hefir aldrei staðið á sjómönnun-
um að sigla.
Á tímum eins og þessum er það svo margt,
sem getur orðið.hinum einstöku sjófarendum
að fjörtjóni. Það má segja að óteljandi og ægi-
legar hættur leynist í hverju kjölfari. Af
öllum þeim aðilum, sem taka þátt í þessum
hildarleik, verða sjómennirnir harðast úti. Það
hefir því ekki komið á óvænt, þótt vér íslend-
ingar yrðum að færa einhverjar fórnir. Þær
hafa heldur ekki látið standa á sér. Sjaldan
fer ein báran stök, þær hafa risið hver annarri
ægilegri, og steypt sér yfir þessa fámennu sjó-
sæknu þjóð.
Ein af þeim síðustu, en ekki minnsta fórnin,
er þegar togarinn Jón Ólafsson — einn bezti og
fengsælasti togarinn sem vér áttum — týndist á
heimleið frá Englandi. Það segir fátt af einum.
Einskipa og hugprúðir menn sigla hratt en
hljóðlega heimleiðis í næturhúminu. Bleikur
máninn rýfur sig út úr dökku skýjaþykkni og
slær fölvum bjarma á myrkvað skipið. Gulleitur
skorsteinninn ber við himinn. Undan stefninu
veltur freyðandi haflöðrið og dreifir sér í silfr-
aðar rákir aftur með skipinu. Á bógnum sést
rétt grilla í rauðan og hvítan kross á bláum
fleti, undir stórletruðu orðinu ÍSLAND. Allt í
einu er eins og það kveði við þruma og eldingu
slái niður. Þá líður þessi sýn í hafið. Jón Ólafs-
VÍKINGUR
son er horfinn. Dimmt hret myrkvar tunglið.
Eitt glas slegið á klukku í fjarlægu landi til-
kynnir að óvinaskipi h9.fi verið sökkt.
Jón Ólafsson var keyptur hingað til landsins
í byrjun vetrarvertíðar 1939, í staðinn fyrir
togarann Hannes ráðherra, sem brotnaði á Kjal-
arnesi. Vér, sem urðum að hoifa upp á það
góða skip mélast undir fótum vorum, fengum
síðar að njóta þess að sjá íslenzka fánann renna
upp og breiða úr sér yfir nýrra og hraðskreið-
ara skipi.
B.v. „Jón Ólafsson".
Togarinn Jón Ólafsson var þá aðeins fjög-
urra ára gamall og var vel til hans vandað
samkvæmt kröfum hins nýja tíma. Loftskeyta-
tækin voru algerlega óháð raflögn skipsins og
var því hægt að nota þau þótt ljósavél stöðvað-
ist og skipið væri allt á kafi í sjó nema brúin
ein. Skipið hafði sérstök tæki til að eima vatn
úr sjó. Ekkert íslenzkt skip var betur útbúið
til að verjast loftárás. Það hafði fjórar kúlu-
byssur, og þar að auki tvær rakettukanónur til
að skjóta upp vírtaugum.
Það ætlaði ekki að ganga vel að fá sölu hans
viðurkennda af viðkomandi stjórnarvöldum. Ó-
friðarblikan vofði yfir. Nokkrum vikum síðar
hefði hann ekki fengist. Blátt bann var lagt við
útflutningi skipa. Togarinn hefði þá fengið
gunnfána Stóra-Bretlands.
Styrjöldin brauzt út og árin liðu. Aðflutning-
ar og fiskveiðar landsmanna urðu að halda á-
37