Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Blaðsíða 52

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Blaðsíða 52
Hin al^jóðlegu viðfangsefni í næst síðasta blaði var nokkuð sagt frá J. B. Priestley og hvernig hann predikaði yfir löndum sínum. Hér fara á eftir undirtektir nokkurra vel þekktra manna við ummælum hans. G. Bernhard Shaw. Það er erfitt að sjá hvernig nokkur heiðar- leg og skynsöm manneskja, sem hugsað heíir nokkuð alvarlega um málið, og hefir til að bera nægilega reynzlu svo hægt sé að taka mark á skoðunum hennar, getur verið á öðru máli en Mr. Priestley. Montaigne, Erasmus og St. Thomas More höfðu svipaða skoðun fyrir 400 árum síðan, svo maður nefni ekki postula ritn- ingarinnar. Því miður eigum við of fáar mann- eskjur sömu tegundar. Flestir sættum vér oss við heiminn eins og hann er, án þess að láta oss dreyma að hægt. væri og það bæri að laga hann. Það sem verra er, að þeir sem vilja koma einhverjum umbótum á, vita ekki hvernig þeir eiga að fara að því. Ennþá er skoðun vor á nýjum umbótum, sambland af brezku frjáls- ræði og brezkum eiginhagsmunum, með ríkis- musteri sitt. En þegar hún sá lengra inn í hjarta Volamikis, varö hún náföl. Óttinn greip hana, eins og þegar kalctur gjóstmr næðir gegn um manninn. Krishna undraðist og sagði: „Blóm, er það mögulegt, að þú sért líka hrædd við hjarta hkáldsins?“ „Herra!“ sagði hún, „hvernig gaztu fengið af þér að skipa mér að búa þar. í þessu. eina hjarta sé ég bæði fjallatindana og undirdjúp hafsins, þar sem ýmsar kynlegar veru eru. Ég sé sMtturnar, þar sem vindarnir leika sér, og ég sé dimmu hellana; því er ég svo hrædd, herra“. En hinn vitri og góði Krishna sagði: „Vértu ekki hrædd. Ef snjór er í hjarta Volamiki, þá skalt þú vera vorblærinn, sem bræðir hann. Ef undirdjúp vatnanna er þar inni, þá vertu perl- an á botninum, ef kyrrð eyðimerkurinnar ríkir þar, þá átt þú að vera gæfublómið á eyðimörk- inni; ef dimmu hellarnir eru þar, vertu þá sól- argeislinn, sem fyllir þá með Ijósi og yl“. Og Volamiki, sem loksins mundi orð til að tala, sagði: „Og vertu farsæl!“ eftirliti á iðnaðinum. Það er að segja fasismi. Og auðvitað flokksræði í þinginu, eða hin mikla stjórnmálauppfinning, sem gerð var fyrir 250 árum síðan af sniðugum meistara í listinni. Þetta hefir verið útskýrt af Charles Dickens, sem listin hvernig ekki eigi að fara að því. Öll hin slokknuðu menningarríki brugðust og hrundu á þeim vegamótum, sem vér nú stönd- um á. Rússarnir virðast vera að komast yfir þau, en ekki með brezkum aðferðum. Og það eru aðferðir sem máli skifta nú áhugamál Mr. Priestleys eiga að verða að veruleika. Balfour lávardur. Ég er fullkomlega samþykkur þeirri skoðun, að of mikill auður og fátækt séu til ills, og að þær breytingar, sem ganga út á að jafna á milli manna, bæði efnalega og félagslega, séu til góðs. Ég vona líka og trúi, að áframhald verði á slíkum umbótum eftir styrjöldina og það í stór- um skrefum. En grein Mr. Priestleys nær ekki tilgangi Sínum vegna þess eigingjarna sjálf- birgingsháttar sem hún felur í sér. Ennfremur er hún líkleg til að æsa upp stéttahatur, sem mér dettur ekki í hug að halda að Mr. Priest- leys falli í geð. Stóryrðin um ríkjandi sleifar- lag fela í sér nægilega mikinn sannleika til að virka sem hálf sannindi, sem eru verri en lygi. Sérhver heiðarlegur maður í öllum stéttum mannfélagsins, mun, eins og Mr. Priestley, vera reiðubúinn að lifa við þröngan kost, ef það get- ur orðið til að skapa betri veröld. Og meiri hlut- inn í öllum stéttum er heiðvirt fólk. En í öllum stéttum er minni hluti, sem ekki er eins heiðar- legur. Vonirnar um bætta veröld byggjast ekki á gorti Mr. Priestleys um að hann hafi í byrjun ófriðarins ráðlagt að rífa niður girðingarnar, heldur á betra skilningi í grundvallaratriðum efnalegra viðfangsefna báðum megin Atlants- hafsins, sem reynzla síðustu 25 ára og tveggja styrjalda hefir fært oss, og á hinni efnalegu samvinnu milli Bandaríkjanna og Bretlands, sem nú er slcipulögð fyrir ófriðinn, og á áfram- haldi þess eftir ófriðinn, sem svo mikið er undir komið. Viscount Samucl. Ég er fyllilega samþykkur því takmarki, sem Mr. Priestley mælir svo ákaft með. Spurningin er, hvernig vér fáum handsamað þau hnoss sem vér sækjumst eftir, án þess að tapa slíkum gæð- um sem vér höfum náð. Vér þörfnumst félags- legs réttlætis, en vér girnumst einnig frjáls- ræði. Markmiðið er, að ná taki á öðru án þess að tapa hinu. Ég trúi á að það sé hægt. VÍKING ÚR 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.