Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Blaðsíða 5
Jónas Bjarnason.
Erlendur Pálsson. Karel Ingvarsson.
porsteinn Hjelm.
Seltjarnarnesi, fæddur 24. jan. 1899, kvæntur
og á 1 barn, 2 ára.
Þorsteinn Hjelm, kyndari, fæddur 5. okt.
1918, einhleypur, á móður á lífi.
B.v. „Jón Ólafsson“ var 425 br. smál. að
stærð, byggður í Englandi 1933, en keyptur
hingað til lands af H.f. Alliance 1939, kom hing-
að í endaðan marz það ár og byrjaði strax veið-
ar. Reyndist hann hið bezta skip, togaði vel,
ganghraður og gott sjóskip. Mannaíbúðir voru
með því bezta sem er á okkar skipum. Skip-
stjóri var frá byrjun Guðmundur Markússon.
„Jón Ólafsson“ var með aflahæstu skipum okk-
ar. Á öðru stríðsári, 1940, voru úthaldsdagar
skipsins 360 dagar. Fór hann 16 ísfisksöluferðir
til Englands það ár og seldi fyrir samtals 90.917
stpd. Árið 1941 urðu frátök frá ísfiskveiðum,
eins og kunnugt er, en þá stundaði skipið meðal
annars saltfiskveiðar. Á þessu ári hafði skip-
ið farið 12 ísfisksöluferðir til Englands og selt
fyrir rúm 133.000 stpd.
KVEÐJUORÐ
Islenzka þjóðin hefir, síðan styrjöldin hófst,
horft á eftir fjölda góðra drengja sinna í hafið,
og enn er höggvið stórt skarð í sjómannahóp-
inn með skipverjunum, er fórust á b.v. Jóni
Ólafssyni.
Við skiljum ei sköpin, en skynjum töpin. Við
eigum bágt með að trúa svo beizkum staðreynd-
um, er hópur manna á bezta aldursskeiði, er
hafa lifað og hrærst á meðal vor, eru í einni
svipan horfnir, og koma aldrei aftur.
Við, sem störfuðum með þessum mönnum,
vissum að þar, sem þeir voru, var valinn maður
í hverju rúmi og að þeim hefir aðeins orðið að
grandi, það sem mannlegum mætti er ofurefli
að forðast.
Nokkrir þeirra höfðu verið skipverjar mínir
í fleiri ár, á þessu skipi og öðrum, en alla þekkti
ég þá vel bæði í einkalífi og á starfstímum og
get því öðrum betur um dæmt, að þeir voru
hinir beztu mannkostamenn. Ég kveð þessa fé-
laga og vini með djúpum söknuði, þakklæti og
virðingu.
Ég skil vel hve harmur ástvina þeirra hlýtur
að vera sár, engin orð fá umbætt slíkan missir,
en ég votta þeim mína innilegustu samúð í sorg
þeirra.
Guðmundur Markusson skipstjóri.
V I KI N G U R
5