Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Blaðsíða 26
ingseldhús handan gotunnar, og næsta dag var enn verið að flytja lík þaðan til greftrunar. Ég ákvað, ásamt nokkrum öðrum sjómönn- um, að leita strax um borð, því þar var tiltölu- lega öruggt. En nú voru hermenn komnir á göturnar, og engin umferð var leyfð, fyrr en merki hafði verið gefið um að hættan væri liðin hjá. Við fórum þessvegna að hjálpa hjúkrunar- sveitum og loftvarnaliði að bjarga særðum mönnum úr hinni eyðilögðu álmu gistihússins. Um hálfri klukkustundu síðar, kom annar flokkur þýzkra sprengjuflugvjela yfir borgina og varpaði kringum 15000 íkveikjusprengjum niður. Hús þau, sem byggð voru úr timbri, stóðu brátt í ljósum logum. 1 þeirri ringulreið, sem varð við þessa árás, komumst við til skips. Skipið lá á sínum stað við hafnarbakkann, og var óskemmt. Yfirmennirnir voru niðri og spiluðu Poker. Þeir höfðu horft á árásirnar frá stöðvum sínum við loftvarnabyssurnar. Fyrir utan Murmanskborg voru allmargir sjómenn af skipum, sem farist höfðu á leið til Rússlands, og höfðust þeir við í gömlum her- mannaskálum. Eftir að hafnargarðurinn, sem við lágum við, hafði stórskemmst af sprengjum, skipi, sem lá fyrir aftan okkur hafði verið sökkt, og rúss- neskur tundurduflaslæðir skammt frá bafði sprungið í loft upp, vegna þess að sprengj a kom beint niður á djúpsprengjur, sem voru á þilfari hans, tókst okkur loks að afferma skipið. Við tókum þá sand í kjölfestu og lögðumst aftur úti á firðinum. Loks sigldum við brott frá Murmansk í skipa- lest, og þar sem lítið var um bjartviðri á leið- inni, var aðeins gerð ein lítilsháttar loftárás á okkur, en hún olli engu tjóm. Nóttina áður en við væntum að fá landsýn aftur, var gefið hættumerki klukkan 9 um kvöldið. Ég fór upp á stjórnpall, til þess að taka á móti fyrirskip- unum mínum, og þeirri sjón, se még sá, mun ég aldrei gleyma. Skip voru að sökkva allt umhverfis okkur. Það var stormur og þungur sjór. Vatnið var svo kalt, að í því gat enginn maður lifað lengur en í mesta lagi hálfa klukkustund. Dimmt var mjög í lofti. Ógurlegar sprengingar hristu skip okkar stafnanna á milli. Skip lyftust bókstaf- lega upp úr sjónum við sprengingarnar, sum brotnuðu í tvennt eða í þrjá hluta. Þau skip, sem óskemmd voru, fóru í allar áttir, til þess að rekast ekki á hin sökkvandi flök. Olíubrák þakti sjóinn. Menn syntu um, svartir af olíu, og hrópuðu á hjálp, sem enginn gat veitt þeim. Það varð ægileg sprenging undir skutnum á skipinu okkar. Skotið hljóp við þetta úr fall- byssunni, sem stóð á afturþilíari skipsins, hlað- in. Skytturnar, sem stóðu við hana, köstuðust niður af byssupallinum, og meiddust sumir hverjir. Við bjuggumst til að yfirgefa skipið. í liöfn án frckari iafa. Eftir að hafa reynt dælurnar, komumst, við að raun um, að þótt nokkur leki hefði komið að skipinu, þá var því ekki bráð hætta búin. Við settum á fulla ferð frá hinum skipunum, og sigldum í sjö klukkustundir gegnum þykka þoku. Loks sáum við strandlengju bregða fyrir, og náðum höfn án frekari viðburða. Þegar þangað kom, fréttum við að allmörg skip höfðu sokkið í hinni síðustu árás. Þar að auki komu tvö skip stórskemmd í höfn. Ég veit ekki í hverju við lentum í þetta sinn, en bezt get ég trúað, að annað hvort hafi Þjóðverjar lagt þarna tundurdufl á leið okkar, eða þá að margir kafbátar hafi ráðist á skipalestina. Eftir að hafa tekið eldsneyti, var það okkar næsta viðfangsefni að koma skipinu heim til viðgerðar. Við vissum mæta vel, að ef hann hvessti svo um munaði á Norður-Atlantshaíinu, þá myndum við farast, en á slíkt var að hætta. Daginn eftir sameinuðumst við stórri skipalest, og var hún varin af herskipum. Eitt þeirra sökkti kafbáti á öðrum degi ferðarinnar. Loks- ins komum við til heimahafnar, án frekari mannrauna, og meðan við biðum þar eftir lækn- isskoðun, sló eldingu niður í skipið, og skemmdi sitthvað fyrir okkur. Nú erum við orðnir reyndir skipalestarmenn, og förum brátt út aftur. Kunningi af sjónum. 20 VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.