Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Blaðsíða 32
Gylfi Þ. Gíslason dócent:
Þættir
úr sögu
siglinganna
Það var þýðingarmikill atburður í sögu
mannkynsins, þegar fyrsti báturinn var smíð-
aður og honum ýtt frá landi. Ómögulegt er að
gera sér nokkra grein fyrir því, hvernig saga
mannkynsins hefði orðið, ef aldrei hefði verið
byggt neitt skip, og engar samgöngur hefðu
getað átt sér stað á sjó. Ár, vötn og höf hefðu
þá orðið óyfirstíganlegar hindranir á þeirri
för mannsins um jarðkringluna, sém orðið hef-
ir sannkölluð sigurför, en skipið hefir gert þau
að tengilið milli landshluta, landa og heims-
álfa, að hinni fjölförnustu þjóðbraut.
Það er þó næsta auðvelt að gera sér í hugar-
lund, hvernig manninum hefir fyrst dottið í
hug að gera sér bát. Frummaðurinn sá trjá-
stofna fljóta niður eftir fljótum og ám. Með
því að setjast á trjábol var hægt að láta ber-
ast niður eftir ánni og stjaka sér yfir hana
með stöng. Næsta skrefið var að binda sam-
an nokkra trjáboli og gera úr þeim fleka, sem
ýta mætti áfram með stöngum. Og síðar hefir
manninum svo dottið í hug að kljúfa trjá-
drumb og hola hann með því að svíða hann
með rauðglóandi steinum eða þá hola hann
með einhverjum frumstæðum áhöldum og búa
þannig til eins konar stóra tréskel. Það var
mun þægilegra að sitja í henni og róa með ár
en að standa á fleka og stjaka honum áfram.
Þannig varð fyrsti báturinn til. Og ekki leið
á löngu þar til er farið var að ydda hann til
endanna til þess að núningsmótstaðan í vatninu
yrði minni. Svo tók maðurinn eftir því, að
byr jók á hraða bátsins, og þá datt honum í
hug að setja upp segl til þess að knýja hann
áfram.
Þessir holuðu trjádrumbar voru þó þung-
lamaleg farartæki og burðarmagn þeirra sára-
lítið. Það var því mikið framfaraspor, er mað-
urinn fann upp á því að smíða báta með því
að leggja saman viðarbúta og þekja þá berki
eða húðum eða þétta þá með biki. Þá var grund-
völlurinn lagður að skipasmíðum og möguleik-
ar skapaðir til meiri háttar siglinga.
Maðurinn hefir vafalaust smíðað sér báta
og skip og siglt um ár, vötn og jafnvel á haf
út, löngu áður en sögur hefjast. Víst er um það,
að þegar sögur hófust, voru siglingar nokkuð
stundaðar. Elzta myndin, sem til er af skipi,
er á gömlu egypzku leirkeri, sem nú er geymt
í Brezka safninu (British Museum) og talið
er vera frá því um 6000 f. Kr. Er myndin af
seglskipi. Frá síðari árþúsundum er til fjöldi
mynda af egypzkum skipum á veggjum grafhýsa
og mustera. Eru þau bæði knúin árum og segl-
um, og stýrt með árum. Lítil skipslíkön hafa
og fundizt í gröfum Egypta. Þeir hafa talið
þau nauðsynleg hinum látnu til þess að komast
um höf undirheima.
Ekki voru þó Egyptar aðalsiglingaþjóðin til
forna, heldur Fönikíumenn, sem bjuggu fyrir
botni Miðjarðarhafsins. Þeir fóru víða, sigldu
um allt Miðjarðarhafið og jafnvel út úr því og
upp með ströndum Spánar, Portugals og Frakk-
lands og allt til Englands. Það er jafnvel talið,
að þeir hafi siglt niður fyrir Afríku, eða svo
segir gömul sögn. En henni var lengi vel ekki
trúað og talin lygasaga, enda fylgdi það sög-
unni, að þar suður frá hefði sól átt að sjást í
norðri, og var það talin fullgild sönnun þess,
að um markleysu eina væri að ræða.
Menn vita ekki mikið um skip Fönikíumanna,
þótt menn viti allmikið um sjóferðir þeirra og
siglingar. Þeir munu þó hafa tekið að nota
fleiri en eina áraröð, hverja upp af annarri.
Grikkir og Rómverjar voru líka dugandi sjó-
menn og fóru víða. Þeir byggðu stór skip, sem
minna á hin fljótandi gistihús 20. aldarinnar,
og má sem dæmi um það geta þess, að stærð-
fræðingurinn Archimedes byggði fyrir Hiero
konung í Syrakusu skip, sem í voru borðsalir,
böð, víngarðar, fiskitjarnir, peningshús, must-
eri helgað Venus o. fl. Þurfti hann til þess jafn-
mikið efni og notað hefði verið í 50 meðalskip á
þeim tíma. Árið 50 e. Kr. var og fluttur obeliski
til Rómaborgar frá Egyptalandi, og var hann
svo þungur, að skipið hlýtur að hafa borið 1300
tonn auk síns eigin þunga.
Galeiðurnar voru algengustu skipin á þeim
tímum og lengi vel. Þær voru langar, með háu
siglutré og auk segla knúnar árum. Stefni
þeirra var venjulega einhvers konar táknmynd,
t. d. drekahöfuð, sem ætlað var að fæla burtu
VÍKINGUR
32