Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Blaðsíða 28
Hversdagsleg mynd írá íiskveiðum. Lunningin að
mestu á kafi í sjó.
upp á því, því að skipið var allt í kafi. Kl. 8
f. h. reið ógurlegur brotsjór yfir skipið, en svo
heppilega vildi til, að skipið horfði beint upp í
kvikuna. í þessu ólagi sópaðist allt ofan af
skipinu, og platan í keisnum, sem bb.-fírpláss-
ventill stendur á, bognaði niður að aftan, en
sveigðist upp að framan, svo ventillinn hallaðist
aftur, en ég vil geta þess, að platan var alveg
ný.
Um hádegi var heldur farið að draga úr veð-
urofsanum og kl. 3 e. h. var farið að halda SSA,
fyrst með þo ferð, en þegar leið á kvöldið var
sett á fulla ferð.
Hinn 15. mars var hæg S-átt með þoku og
súld. Strax í birtingu var dekkið, þar sem það
hafði brotnað, smurt með smjörlíki, og tókst
okkur alveg að stöðva lekann.
Hinn 16. marz kl. 7V& e. h. erum við hjá
Barra Head, í ca. 4 sjóm. fjarlægð, en svarta
þoka, svo landið sást ekki.
Hinn 17. marz er hæg S-átt, en þoka. í dag
komum við bb.-bátnum á réttan kjöl og á sinn
stað, tókum stb.-bátinn inn, og lagfærðum það
sem við gátum. Kl. 3 e. h. erum við hjá Point
of Ayre, en svarta þoka, skyggni ca. j/; sjóm.
Kl. 8'/o e. h. er lagzt við akkeri hjá Morcecombe
Boy vitaskipi, því það var sjáanlegt að við
kæmumst ekki í björtu til Fleetwood.
Rétt. fyrir birtingu hinn 18. marz er akkeri
létt og farið til Fleetwood, og vorum við komnir
í dokku kl. 11 f. þ.
Hinn 19. marz er landað, og var sára lítið
skemmt af fiskinum eftir lekann, og álitum við
það vel sloppið. Þ. P.
urðsson
skipstjóri fimmtugur
Fimmtugur varð 14. þ. mán. einhver ágætasti
sjómaður og skipstjóri hér norðanlands, Björn
Sigurðsson, skipstjóri á m.b. Hrönn.
Björn Sig
Björn Sigurðsson.
Björn er fæddur í Vík í Héðinsfirði, sonur
merkishjónanna Sigurðar Guðmundssonar og
Halldóru Björnsdóttur, er lengi bjuggu á Vatns-
enda í Héðinsfirði. Ólst Björn þar upp við
venjuleg sveitastörf pilta, en 10 ára gamall
byrjaði hann róðra á árabát, og má svo heita
að síðan hafi hann óslitið stundað sjó. Árið
1916 tekur hann við skipstjórn á m.b. „Christi-
ane“, sem hann var með að mestu leyti til árs-
ins 1927, en þá tekur Björn við skipstjórn á m.b.
Hrönn, sem hann hefir haldið óslitið síðan.
Björn er einn af farsælustu skipstjórum sem
við eigum, greindur vel og gætinn, enda hvers
manns hugljúfi. Honum hefir aldrei hlekkst á
alla sína skipstjóratíð.
Björn er kvæntur Eiríksínu Ásgrímsdóttur,
hinni ágætustu konu, og eiga þau 10 mannvæn-
leg börn. Þeir, sem ennþá muna þann tíma, áð-
ur en „ástandið" kom til sögunnar til þess að
hressa upp á fjárhaginn hjá íslenzkum sjó-
mönnum, vita hvaða þrekvirki hefir þurft, til
þess að ala upp og manna 10 börn, og komast
óstuddur yfir öll þau erfiðleikaár sem skamm-
sýnt, ríkisvald og aðrir hafa lagt á alla þá, sem
nálægt sjó hafa komið.
Siglufirði, 19. nóv. 1942.
G. T.
28-
V I K I N G U R