Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1942, Blaðsíða 30
4. /9. Bandaríkju-setuliðið til-
kynnir, að fyrsta þýzka flugvclin,
sein bandarískir orustu-flugmenn
liafi skotið niður, hafi verið hœfð
skammt frá Rvík i ágústmánuði.
*
5. /9. Frumvarpið um raforku-
sjóð afgreitt sem lög frá Alþingi.
Er þar 10. millj. kr. framlag úr
ríkissjóði cr greiðist af tekjum
ríkissjóðs 1941 og 1942, og svo y2
millj. kr. framlag árlega.
*
Pýzk sprengjuflugvél varpaði
niður 4 sprengjum í Seyðisfirði.
Ekkert slvs varð á mönnuin eða
tjón.
*
7./9. V.b. Grete, er strandaði á
Söndunum í marz þ. á., náðist út
og kom inn til Rvíkur. Skipið er
um 50 smál., eigandi Ólafur Ó-
feigsson.
*
9. /9. Samningar undiixitaðir
milli sjómannafélaganna og Eim-
skip uin kaup og kjör lijá far-
skipum.
*
10. /9. þýzk flugvél, er flaug yf-
ir Austfirði, skaut af vélbyssum
á tvö íslenzk íbúðarhús, en engin
slys urðu að. Síðan flaug vélin til
hafs og skaut á tvo íslenzka fiski-
báta, en slys varð ekkert.
*
Mjólkurlíter kostar nú kr. 1.59
í Rvík, kg. af smjöri kr. 18.70,
rjómi kr. 9.50 líter. Heildsöluverð
á kartöflum er kr. 80.00 tunnan.
*
'20./10. Vísitala okt. cr 250 stig,
eða liefir hœkkað um 40 stig frá
sept, Aðallega eru það innlendu
afurðirnar, cr hafa liaft áhrif í
hœkkunar-átt.
#
þýzk sprengjuflugvél réðist að
l.v. Eldborg fyrir Austurlandi,
gerði 15 eða 10 atrennur að henni
til þcss að varpa sprengju, en
inistókst alltaf, þar sem skipverj-
ar stýrðu skipinu alltaf í kráku-
siga, sáu þeir þegar flugmennirn-
ir opnuðu hlerana til þess að
sleppa sprengju, en hœttu alltaf
við. í síðustu atrennunni skutu
fluginennirnir af vélbyssu frain-
an í flugvélinni, en hittu ekki.
¥
25./10. Alþingiskosningum, cr
fram fóru 18. og 19. okt., lauk
þannig, að Sjájfstæðisflokkurinn
fékk alls 2?001 atlcv. og fær 20
þingmenn, Framsóknarflokkurinn
15808 atkv. og fær 15 þingmenn,
Sósíalistaflokkurinn 11000 atkv.
og fæi' 10 þingmenn og Alþýðu-
flokkurinn 8406 atkv. og fær 7
þingmenn.
Atkvæðamagnið bak við hvern
þingmann, eftir að uppbótarþing-
sætum hefir verið úthlutað, verð-
ur þannig: Alþýðuflokks 1208,0
atkv., Sjálfstæðisflokks 1150.5, Sós-
íalistaflokks 1106 og Framsóknar-
flokks 1057.5 atkv.
Við kosningarnar 5. júlí fengu
flokkarnir atkvæði þannig: Sjálf-
stæðisflokkurinn 22974 atkv.,
Framsóknarflokkurinn 16033 at-
kv., Sósíalistaflokkurinn 9423 at-
kv. og Alþýðuflokkurinn 8979 at-
vkæði.
*
30./10. Menntaskóli Akureyrar
var á þessu hausti 15 ára, var af-
ingelisins minnst hátíðlega. Skóla-
stjóri rakti nokkuð sögu skólans.
Htskrifaðir hafa verið alls 340
stúdentár, þar af 209 úr Norðlend-
ingafjörðungi, 67 úr Vestfirðinga-
fjórðungi.
Flestir nemendur skólans hafa
verið úr bændastétt eða 120, kaup-
sýsiumannasynir 45, kennarasyn-
ir 30, læknasynir 25, prestasynir
18, útgerðarmannasynir 13, lög-
fræðingasynir 12, 3 verkamanna-
synir, aðrir stúdentar úr ýmsum
öðrum starfsstéttum.
Af þessum stúdentum voru 27
konur.
*
3./11. Samkvæmt verslunar-
skýrslum, nýútkomnum, hefir
verslunum á landinu fjölgað frá
fyrstu árunum eftir aldamót úr
300 upp í 1152 árið 1940.
*
Fregn af Austfjörðum hei'mir,
er á voru 3 mcnn, hafi farist, og
talið fullvíst á tundurdufli, þar
sem mikill sjóstrókur af spreng-
ingu sást gjósa í loft upp, á þeim
stað er báturinn var. Bátverjar
voru Magnús Jónsson formaður,
kvæntur, átti 5 börn. Jón Aust-
mann Jónsson, bróðir Magnúsar,
ókvæntur, og Lúðvík Sigurjóns-
son, kvæntur og átti 4 böfn.
¥
8./11. Verkamönnum lijá setu-
liðinu liefir fækkað mjög upp á
síðkastið, vinna hjá því nú um
1900 manns, en voru flestir um
8500.
*
11./11. Um mánaðamót nam út-
flutn. alls 181.5 millj. kr., en inn-
flutn. alls 191 millj. kr., verzlun-
arjöfnuður því óhagstæður um 9.5
millj. kr. Á saina tíma í fyrra var
verzlunarjöfnuður hagstæður um
57 millj. kr.
*
8-/8. ■— Breskur kafbátsforingi,
Anthony Myers hefir verið sæmd-
ur Viktoríukrossinum. Elti hann
skipalest inn í höfn í Miðjarðar-
liafi, beið þar inni þar t.il bjart
var orðið, skammt frá ítölskum
tundurspilli, og tókst að skjóta
tvö 5000 smál. skip með tundur-
skeytum. Og slapp svo út úr höfn-
inni, en þá hafði hann dvalist þar
í 17 klukkustundir. K afbátur
þessi hcitir Torbay og hefir starf-
að í Miðjarðarhafi. Hefir hann
samtals sökkt 28 skipum samtals
70.000 smál. að stæi'ð.
*
21./8. þjóðverjai' tilkynna að
þeir hafi gert fyrstu árásina yfir
Don í bugðunni. 500 manns kom-
ust yfir, en voru stráfelldir, segja
ltússar. Hættan eykst fyrir Stalin-
grad.
30
VJKINGUR