Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Síða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Síða 6
ávinningui' að fá skiprúm á svona stóru skipi. Réðist ég sem hjálparkokkur og lenti þar hjá stjórnsömum og góðum yfirmanni, Agli mat- sveini, er var mjög þekktur, sem góður mat- sveinn, á fiskiflotanum í þann tíð“. „Og varst þú ekki óvanur vökum, eins og þær gerðust þá?“ „Jú, en þetta komst fljótt upp í vana, og svo gerði nýjabrumið sitt til. Annars var vinnu- tíminn frá kl. 5-51/2 á morgnana til kl. 10-11 á kvöldin. Þegar verið var að veiðum var hjálp- arkokkurinn látinn hjálpa til á dekkinu". „Og hver var svo híra hjálparkokksins í vertíðarlok ?“ „Þrjátíu og sjö krónur- segi og skrifa — 37 krónur —“. „Þetta hafa verið þó nokkrir peningar í þá daga“. „Jú, það þóttnu miklir peningar. Annars var híran mín 30 kr., en Páli féll víst vel við mig og greiddi mér 7 krónur umfram. Auk þessa kom ég með dálítið af saltfiski heim, og þótti það góð búbót í þá daga. Til fróðleiks og samanburð- ar á verðlagi þá og nú og kaupmætti sumarhír- unnar má geta þess, að móðir mín keypti mér góðan vetrarfrakka, sem kostaði 12 krónur. — Annars var algengt kaup hjá vikapiltum á tog- urum 12. kr. á mánuði“. Björgunarskipið Geir. „Og hvernig var svo veiðin um sumarið?" „Við veiddum 9000 tunnur í salt og þótti það afbragðs góð veiði“. „Þið hafið auðvitað lagt upp fyrir norðan“. „Já, á Hjalteyri“. „Og síldin hefir auðvitað þótt jafn eftir- sóknarverð þá og nú“. „Ekki sízt þetta ár, því 1. ágúst hófst heims- styrjöldin fyrri, eins og kunnugt er“. „Og hvað tók svo við, þegar suður kom?“ „Þá fór ég í skólann og fermdist 25. apríl vorið eftir, og var ég þá þrettán og hálfs árs“. „Og sjórinn hefur enn heillað þig, eða var ekki svo?“ „Jú, en þá var úr vöndu að ráða. Var ýmsa íhlaupavinnu að fá í landi, eftir því sem til féllst, og var ég á fiskiskipum til 1917, en það ár var höfnin hérna full af dönskum skonnortum og norskum barkskipum, sem aðallega sigldu hér þá. Byrjaði ég nú að vinna við segla- og reiða- gerð í skipasmíðastöð Magnúsar Guðmundsson- ar. Vann ég þar alltaf, þegar eitthvað var að gera að vöntum og seglum, með þeim ágætu mönnum Sigurði Gunnlaugssyni og Guðmundi Einarssyni, þar til ég réðist á björgunarskipið Geir 8. febr. 1919. Kaup var þá 118 kr. á mánuði og var ört hækkandi, og var farið að bjóða góð- um mönnum 200 kr. á íslenzku fiskisldpunum og 1 ar yfir“. „Hvað varst þú svo lengi á björgunarskipinu Geir?“ „Fyrst var ég til 3. maí 1919, en fór þá í land í von um meiri hagnað. Móðir mín var þessu þó mótfallin, því að hún taldi, að mér hefði haldizt betur á fé mínu, þegar ég var á Geir, enda þótt kaupið væri aðeins umgetnar 118 kr. á mánuði, heldur en ég hefði haft hærra kaup í hlaupavinnu. En þá var móðir mín ekkja, því að faðir minn hafði andazt 28. jan. 1915, og hafði móðir mín fyrir að sjá tveimur yngri bræðrum mínum. Móðir mín áleit það einnig vera mér hollan skóla, að vera með þessum á- gætu dönsku mönnum. Hafði það sín áhrif á mig, þar eð móðir mín hafði eðlilega alla mína forsjá. Seint í maí frétti ég svo, að björgunar- skipið Geir ætti að fara til Danmerkur. Fannst mér það nú hafa verið misráðið af mér að fara í land, enda langaði mig til að kanna ókunna stigu. Fór ég því um borð í Geir og bað Klitburg stýrimann um skiprúm. Vildi hann ekki ákveða neitt' sjálfur, en fór til Wittrups skipherra, sagði honum, að hér væri kominn einn af þeirra gömlu hásetum, að biðja um skiprúm, en óvíst væri, hvort gott væri að treyst því, að hann hlypi ekki í land eftir stuttan tíma. Spurði Wittrup þá, hver þetta væri, en er hann fékk að vita það, 1E34 V í K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.