Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Side 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Side 8
margskonar talíur til gufuspilanna. 1 vélarrúmi skipsins var eitt hið fullkomnasta viðgerðaverk- stæði, og þar á meðal fyrstu þrýstiloftsverkfæri, er til landsins komu. Þegar um björgun skipa var að ræða, var unnið nótt og dag, og voru allir til aðstoðar, þar sem helzt þurfti í það og það skiptið, og var maður þá, eins og skiljanlegt er, til aðstoðar við öll þessi margvíslegu tæki, og var auðvitað mikið að læra og margvíslegar nýjungar að sjá fyrst í stað. Öll þessi áhöld voru reynd vikulega og vel við haldið, svo og öllu skipinu, enda þótti „Geir“ hin mesta bæjar- prýði“. „Reykvíkingar og aðrir landsmenn hafa auð- vitað verið glaðir og hreyknir yfir svona glæsi- legu og vel útbúnu björgunarskipi?“ „Já, víst er um það. Má segja, að auk þess að bjarga skipum, hafi Geir átt sinn þátt í því að lyfta undir þjóðarmetnað Islendinga á þessu sviði. Þá var Kjarval og okkar góðu myndlistar- menn ekki komnir til sögunnar. Ég hafði heyrt talað um Ásgrím Jónsson, og séð ágætar blýants- teikningar af sveitabæjum eftir Eyfells. Það sem þá prýddi veggina í höfuðstaðnum, á heimil- um, í opinberum byggingum og hinum fáu veit- ingarstöðum, var vanalega mynd af björgunar- skipinu Geir, kónginum og fyrsta þilskipinu, Reykjavíkinni". „Þú hefur auðvitað byrjað að læra köfun áður en þú varðst 2. kafari“. „Já, ég byrjaði fyrst að kafa, þegar ég var 18 ára. Fyrst var það bara æfing hér í höfninni, og var það mest til reynslu, og svo seinna á 20 metra dýpi til þess að ganga úr skugga um hæfni mína í því að geta aðhafzt á djúpinu, en eins og allir vita, þurfa menn að hafa góða heilsu og þola það erfiði, sem leiðir af þrýstingi sjávarins, en hann margfaldast við hvern met- erinn, sem dýpra er farið. En eftir það voru mér falin ýmis verkefni, en maður þarf auðvitað nokkra reynslu til þess að verða leikinn við kafarastarfið, því fyrst er búningurinn mjög til trafala, og svo margt annað, viðhorfið til vinnunnar, þegar á hafsbotn er komið, oft er brim og undiralda, er torveldar starfið við björg- un skipa. En þetta lærist allt, en aðeins af reynslunni“. „Voru ekki margar eftirminnilegar skips- bjarganir og skipaviðgerðir á þessum árum?“ „Jú, víst voru ótal bjarganir, sem hér yrði of langt mál upp að telja, en þó má geta þess, að Wittrup skipherra var ófeiminn að leggja í bjarganir á söndunum. Var ég þar með og björguðum við þar nokkrum skipum, svo að segja má, að slíkt væri enginn ógerningur, en svo var það almennt talið áður“. „Hvaða björgun er þér minnisstæðust?“ „Sumarið 1921 björguðum við þrímastra fore and aft skonnortunni Elísabet, en hún var kom- in mörg hundruð metra upp fyrir sjávarmál og sokkin þar upp að þilfari í sandinn. Þegar við komum fyrst til þess að líta á strandið, leizt mönnum yfirleitt ekki á blikuna, en Wittrup skipherra tók oft óblítt skarið af, enda var hann innan björgunarfélagsins oft nefndur „Atlants- hafsbjörgunarskipstjórinn“. Þegar búið var að ræða dálítið fram og aftur ástand hins strand- aða skips, og vonleysið skein út úr flestum, sagði Wittrup: „Elísabet er byggð úr góðri danskri eik, og skipið er nálega óskemmt. Nú getum við tekið til nauðsynleg verkfæri og á- höld í kvöld, svo byrjum við björgunarstarfið á morgun“. Þetta var auðvitað mikil vinna, því að fyrst þurfti að taka skipið beint upp úr sandinum og svo þurfti að koma því alla leið til sjávar, en þar lentum við í erfiðustu at- rennunni, þegar bæði var við sandinn og sjóinn að etja til þess að koma Elísabetu á flot, en björgunin tókst prýðilega og Elísabet flaut út eins og svanur á fyrsta flóði. En oft var þó erfitt við þessa björgun að fást og sér í lagi reyndi á sjómennskuna í milliferðunum frá björgunarskipinu og í land, því alltaf brýtur á einu eða tveimur sandrifum og oft á þremur, þótt um hásumar sé. Oft var maður blautur í ferðunum, þegar maður fór yfir brotsjóana, en það er ekki hægt nema á góðum árabát, og í svona brimferðum þarf góðan og vanan for- mann til að stjórna, en öll starfsemi, sem lýtur að björgun og viðgerð skipa, er sérgein Switzers bj örgunarmannanna. Petersen 1. kafari var stjórnandi brimbátsins þetta sumar. Einu sinni hvolfdi hjá okkur í lendingunni, en engan sakaði, nema Petersen sjálfan lítið eitt. Hagnaður varð ekki stórvægi- legur af þessari björgun, en því var slegið föstu, að óhætt var að fela Em. Switzer björgun skipa á söndunum við ísland, ekkert síður en á Vesturströnd Jótlands, en aðstæður eru svip- aðar. Næsta ár björguðum við stórum, brezkum togara af söndunum“. „Hvernig er það að kafa á dýpinu?“ „Því er ekki gott að svara, en þegar maður er kominn niður á mikið dýpi, þá finnur maður, hvað lítill maður er“. „Slær ekki að manni ótta þarna niðri?“ „Nei, maður lærir fljótt að vera rólegur og athuga með skynsemi, hvað að manni snýr. Ég verð að segja, að fyrst þegar ég var að kafa, ungur og bráðlátur, þá hrökk ég stundum við, ef mér fannst eitthvað koma við bakið á mér, og ef dimmt var, en eins og ég sagði áðan, þá 1B6 VÍ K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.