Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Qupperneq 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Qupperneq 13
auka með öðrum. Það liðu mörg ár, þar til ég gat gert mér hugmynd um hina óbærilegu sorg, sem hann varð fyrir, þegar hann kom og sá, að fjársjóðurinn var horfinn. Hver veit, ef til vill voru þessir fáu skildingar afraksturinn af áralöngu erfiði og afneitun . . . og svo draum- urinn um sjóræningjasjóðinn —. Það er talað um að grafa pund sitt í jörðu! Drottinn minn dýri, þarna hefur litli sjóræning- inn legið langa sumardaga í dæld við lækinn, vopnaður trésverði, prýddur fjaðurskreyttum pappírshatti, og haldið vorð um fjársjóðinn. Og svo, einmitt þegar Morgan kapteinn sté á land, var hin vígalega hetja í skólanum. Þetta hugsaði ég ekki um. Það, sem kvaldi mig, var allt annars eðlis: Ef það hefði ekki verið vegna Jonna og Lassa, hefði ég getað feng- ið bæSi smásjá og bókstoðarfugla, og átt pen- inga afgangs. Stóra verðskráin frá vöruhúsinu var mín kær- asta lesning, eins og hún var líka mörgum full- orðnum. Þar mátti finna allt, frá kvenkjólum til músagildra. Það var vart hægt að hugsa sér bók, sem hafði að geyma annað eins efni fyrir hugmyndaflugið. 1 henni var líka mynd, sem mér fannst verðugt takmark lífsbaráttu langrar ævi: Smásjá á níutíu aura. Nú skil ég reyndar, að vöruhúsið hefur verið nokkuð „flott“. „Smásjáin“ var stækkunargler. En þó ég hefði gert mér grein fyrir muninum, myndi það alls ekki hafa breytt neinu. Bókafuglaparið var líka hægt að fá í borginni og kostaði tvær krónur. Ef við hefðum skipt auðæfunum strax, hefði ef til vill eitthvað bjargast. En ég gat ekki feng- ið mig til að sleppa peningunum. LJr því það var ég, sem hafði fundið fjársjóðinn, gátu þeir að minnsta kosti leyft mér að kaupa handa þeim líka. Að lokum féllust þeir á það, og Jonni setti upp fullorðinssvip: „Þá verður þú líka að gæða okkur á límonaði“. Ég féllst þegar í stað. Límonaði hafði enginn okkar fengið, nema á jóatrésskemmtuninni í stúkunni — og drekka það svo um mitt sumar! „Og svo kostar það engin ósköp“, sagði Lassi. „Aðeins fimmtán aura á mann, ef við skilum flöskunum". Við fengum snert af stórmennskubrjálsemi við þá hugsun, að fimmtán aurar væru svo sem ekki rieitt. Við örkuðum inn í kaupstaðinn og upp aðalgötuna, litum hæðnislega á aðra drengi, blótuðum og skyrptum: Víkið úr vegi! Aldrei hefur Alexander mikla, Ceasar eða Djengis Khan fundizt þeir eins voldugir. Enginn gat ef- ast um, að hér kæmu menn framtíðarinnar. Eng- inn gat séð, að hjarta eins drengsins var kramið af kvíða: Smásjáin, smásjáin! Heitur drengs- lófi læstist um koparhrúguna, sem þyngdi buxnavasann. Smásjáin! Nú gæti maður loks fengið að sjá, hvernig flugufótur leit út, og all- ar smáverurnar, sem kennarinn sagði, að væru allstaðar. Fló hlaut að verða að minnsta kosti eins stór að sjá og fíll. Ég mundi enn eftir smásjánni, er við stóðum í húsasundi og drukkum okkur fulla af límonaði. Við urðum ölvaðir. Við vissum, að menn drukku sig fulla, og nú urðum við það, og ég held við höfum kannað öll þekkt ölvunarstig, unz gleymskan tók við. I ölvímunni gleymdi ég smásjánni, eins og drykkjumenn gleyma konu og börnum og skóm, sem þarf að sóla. Úr því hægt er að gleyma raf- magnsreikningum, kaupmanninum og húsaleig- unni, var ekki mikið þó ég gleymdi bókafuglum. Fólk heldur, að skáld ljúgi, en skáld eru þeir einu, sem í það minnsta reyna að segja satt. Ég hef einu sinni „eitrað“ fyrir mann með hálf- um asperinskammti. Við höfðum setið í veitinga- húsi og gætt okkur á kaffi. Þar eð við höfðum ekki efni á öðru meir, urðum við að láta okkur nægja að taía um eiturlyf. Við töluðum um kókaín. Að síðustu sat ég einn eftir ásamt manni, sem ég þekkti annars ekkert. Hann líkt- ist njálg, sém er úti að viðra sig. Hann fitjaði á ný upp á kókaíntalinu. Eg skildi, að hann vissi ekki meira um kókaín en íbúana á Mars, og þá var óhjákvæmilegt, að mér dytti nokkuð í hug. „Viltu reyna það?“ sagði ég (ég segi ekki þér nema við fífl og fólk, sem mér geðjast vel að). Ég er nefnilega hneigður fyrir kókaín og hef ætíð einn eða tvo skammta. Það er gróflega gaman, en í fyrsta skipti er verkunin nokkuð sterk, svo þú verður víst að láta þér nægj a hálf- an skammt. Augun glóðu í höfðinu á honum af eftirvænt- ingu. „Er það ekki afskaplega dýrt?“ ,,0“, svaraði ég, „aðeins átta krónur skammturinn þegar maður hefur réttu samböndin“. Ég rétti honum helminginn: „Skolaðu þessu niður með kaffi“. Þá kom á daginn, að hann hafði heyi*t eitthvað um, að kókaín ætti að sjúga upp í nefið. „0“, sagði ég, „það er fullt af hjá- trú í veröldinni. Þú hlýtur að skilja, að svo- leiðis nokkuð er tómur þvættingur. Hefurðu nokkurntíma heyrt um fólk, sem drekkur brenni- vín með nefinu?“ Hann gleypti hálfa asperínskammtinn og tókst sannarlega að gera mig furðu lostinn. Á- hrifin komu samstundis í ljós. Það var eins VÍKIN G U R 191

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.