Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Síða 21
VAKAÐ YFIR LÍKI
“ Saga eftir AMBROSE BIÉRCE
\
„Hjátrúarógnin, sem hinum lifandi stendur af
þeim dauðu, er arfgeng og ólæknandi“.'
I.
í loftherbergi í auðu húsi í norðurhluta San
Francisco lá lík undir ábreiðu. Klukkan var níu
að kvöldi, herbergið var dauflega lýst af einu
kerti. Þó heitt væri í veðri, voru gluggarnir lok-
aðir og tjöldin dregin fyrir gagnstætt venju, er
lík standa uppi. Húsgögnin voru aðeins hæg-
indastóll, lampastæði fyrir kertið og langt eld-
húsborð, sem líkið hvíldi á. Hefði einhver komið
þarna, myndi hann hafa séð, að þetta var allt
nýflutt þarna inn, því að þessir hlutir voru
alveg ryklausir, en allt annað var þakið þykku
ryklagi, og kóngulóarvefir í hornunum.
Gegnum lakið mátti vel greina form líkisins,
jafnvel andlitsdrættina, sem höfðu þessi skörpu
einkenni, sem virðast aðal hinna dauðu, en eru
í rauninni aðeins einkennandi fyrir þá, sem
tærðir eru af langvinnum sjúkdómi. Af þögn-
inni mátti ráða, að herbergið væri ekki í fram-
hlið hússins, er sneri út að götu. Það var í
bakhlið hússins, sem byggt var upp við háan
klett.
Meðan klukka í nágrenninu sló níu, með dauf-
um drungalegum hljómi, var emu dyrunum að
herberginu lokið upp, og maður kom inn og
gekk að líkinu. Á meðan lokuðust dyrnar, að
því er virtist af sjálfsdáðum, það heyrðist urg,
eins og lykli væri snúið með erfiðsmunum og
smellur þegar læsingin small í grópið. Fóta-
tak heyrðist fjarlægjast úti í ganginum, og
maðurinn virtist vera þarna fangi. Þegar hann
kom að borðinu, stóð hann andartak og horfði
á líkið, svo yppti hann öxlum, gekk að öðrum
glugganum og dró tjaldið upp. Það var almyrk-
ur úti fyrir, rúðurnar voru þaktar ryki, en með
því að þurrka það af, sá hann ’ að úti fyrir
gluggunum voru sverar, lóðréttar járnstengur,
sem greiptar voru inn í steinsteypuna beggja
vegna. Honum virtist ekki koma þetta á óvart.
Þegar hann hafði lokið að skoða herbergið, sett-
ist hann í hægindastólinn, tók bók upp úr vasa
sínum og byrjaði að lesa við kertaljösið.
Maðurinn var ungur — ekki eldri en þrítug-
ur — þeldökkur, sléttrakaður og dökkhærður,
andlitið var skarpleitt og festulegt. Augun voru
grá og rósöm, hreyfðust ekki nema einhver
ástæða væri til. Þau hvíldu nú að mestu á bók-
inni, en öðru hvoru léit hann af henni og renndi
þeim til líksins á borðinu, en að því er virtist
án þess sefjandi óhugnaðar, sem búast hefði
mátt við, jafnvel af kjarkmiklum manni, við
slíkar aðstæður. Hann leit á það, eins og eitt-
hvað í lestrinum hefði minnt hann á umhverf-
ið. Það var augljóst, að þessi líksetumaður tók
starfi sínu með skynsemi og rósemi.
Er hann hafði lesið í um það bil hálftíma,
virtist hann hafa lokið við kafla og lagði bók-
ina hægt frá sér. Hann stóð á fætur, tók lampa-
stæðið og bar það út í horn, nálægt öðrum
glugganum, tók af því stjakann með kertinu og
gekk aftur að tómum arininum, sem hann hafði
setið fyrir framan.
Andai’taki síðar gekk hann að líkinu, lyfti
lakinu af höfði þess. Svartur hárlubbi kom í
ljós, yfir andlitinu lá þunnur dúkur, og undir
honum sáust skarpir andlitsdrættirnir glöggar
en áður. Hann stóð og virti fyrir sér hinn þögla
félaga sinn með alvöru og rósemi. Svo breiddi
hann lakið yfir andlitið á ný og settist aftur í
stólinn. Hann tók kertið upp úr stjakagrópinu
og leit á það íhugandi, eins og hann væri að
áætla, hversu lengi það myndi endast. Það var
tæplega tveggja þumlunga langt, eftir klukku-
tíma myndi hann verða í algerðu myrkri! Hann
lét það aftur í stjakann og slökkti á því.
II.
f læknastofu í Kearnystræti sátu þrír menn
við borð, drukku púns og reyktu. Það var áliðið
kvölds, næstum miðnætti, og púnsið hafði ekki
skort. Sá elzti þeirra þriggja, dr. Helberson,
var veitandinn, þetta var lækningastofa hans.
VIKINGUR
199