Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Qupperneq 27
SVARTI KÖTTURINN
Saga eftir W. W. Jacobs
„Ekki langaði mig til að hafa hann með“,
sagði Gubson skipstjóri og virti fyrir sér, með
nokkurri vanþóknun, gráan páfagauk í búri,
sem hékk á stórsiglunni, „en gamli frændi vildi
það endilega, svo ég varð að gera það. Hann
sagði, að sjóferð myndi hressa upp á heilsu
hans“.
„Hann virðist vel frískur eins og er“, sagði
stýrimaður, og saug á sér löngutöngina; „í
bezta skapi, að ég held“.
„Hann er spaugsamur“, sagði skipstjóri.
„Gamli maðurinn er afar hrifinn af honum.
Ég býst við mér áskotnist eitthvað úr þeirri
átt, svo þú ættir að líta vel eftir ræflinum“.
„Klóra Poll!“ sagði páfagaukurinn og nudd-
aði nefinu við prikið sitt.
„Klóra Poll litla“.
Hann beygði hausinn út að rimlunum og beið
þolinmóður eftir tækifæri til að leika það, sem
hann áleit hámark allrar gamansemi. Fyrsta
efasemdin um það vaknaði, þegar stýrimaður
kom og klóraði honum með munnstykkinu á
pípunni sinni. Það var algerlega ófyrirsjáanleg
þróun málanna, og páfagaukurinn ýfði fjaðr-
irnar og færði sig út á hinn enda priksins og
sat þar í fýlu.
Álitið í hásetaklefanum var einnig andstætt
hinum nýja gesti, og það var almenn skoðun,
að hin ákafa afbrýðisemi, sem brann í brjósti
skipskattarins, myndi fyrr eða síðar valda ó-
gæfu.
bátunum. Á einum bílnum á hlaðinu lágu hlið við hlið
7 lík, sem þegar var búið að ná í. Þau voru öll löðrandi í
olíu og á öllum voru áverkar eftir fjörugrjótið. Björg-
unarmennirnir fullyrtu, að hægt hefði verið að bjarga
öllum úr „Clam“, ef skipverjar hefðu ekki farið í bát-
anna.
Enginn hafði meiðst við björgunina og björgunin
gengið rösklega. Skipstjórinn, L. E. Clayton, var sá
síðasti, er bjargað var frá borði.
Að björgun lokinni voru björgunartækin tekin saman
og flutt aftur á sinn stað. Af líflínunni töpuðust ca. 50
metrar, er ekki náðust úr skipinu.
„Satan gamla lízt ekki á hann“, sagði kokk-
urinn og hristi höfuðið. „Þessi blessaður fugl
var ekki búinn að vera tíu mínútur um borð,
þegar Satan fór að vaka yfir honum. Sá blóm-
legi beið þangað til kisi var ekki nema fet frá
búrinu, og þá gerðist hann kurteis og spurði,
hvort ekki mætti bjóða honum bjórglas. Ég hef
aldrei séð kött verða eins ókvæða við á ævi
minni. Aldrei“.
„Það verða illindi úr þessu“, sagði Sam gamli,
sem var sérstakur verndari kattarins, „takið
eftir því“.
„Ég myndi veðja á páfagaukinn", sagði einn.
„Hann hefur bitið stýrimann illilega í fingur-
inn. Hvað ætli kötturinn gæti á móti nefinu á
honum?“
„Jæja, þú myndir tapa“, sagði Sam. „Ef þú
vilt gera kettinum greiða, ættirðu að fjarlægja
hann frá búrinu, ef þú sérð hann þar“.
Skipshöfnin, sem hafði mikið dálæti á kett-
inum, sem henni hafði verið gefinn ungur að
aldri af konu stýrimannsins, hlýddi þessu ráði
af slíkri kostgæfni, að dýrið hafði engan frið
fyrir hugulsemi þeiri’a. En á þriðja degi, þegar
búrið stóð á borðinu í káetunni, læddist kisi
niður, og, eftir þx-ábeiðni íbúans sjálfs, klói’aði
honum í höfðinu.
Skipstjóri varð fyrstur til að taka eftir verkn-
aðinum, og hann kom upp á þilfar og tilkynnti
tíðindin með rödd, sem setti hroll að áheyi'-
endum.
„Hvað er orðið af svai-ta djöflinum?“ öski’-
aði hann.
„Nokkuð að, skipstjóri?“ spurði Sam kvíðinn.
„Komdu og líttu á“, sagði skipstjóri og fór
á undan niður í káetu, þar sem stýrimaður og
annar maður til stóðu og hristu höfuðin yfir
páfagauknum.
„Hvað segirðu um þetta?“ spurði skipstjóri
grimmdai’lega.
„Of mikið þuri’meti", sagði Sam eftir dálitla
umhugsun.
„Of mikið hvað?“ þrumaði skipstjóri.
„Of mikið þurrmeti“, endui’tók Sam einbeitt-
V I K I N G U R
ZG5