Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Qupperneq 30
„Heyrði hvað, herra skipstjóri?" spurði Sam
kurteislega, án þess að snúa sér við.
„Ekkert“, sagði skipstjóri, og áttaði sig.
„Ekkert. Allt í lagi“.
Gamli maðurinn, sem varla þorði að trúa
heppni sinni, flýtti sér framí og afhenti drengn-
um hinn vanþakkláta fanga.
„Þótti þér þú heyra í ketti rétt áðan?“ spurði
stýrimaður kæruleysislega.
„Ja, okkar á milli, Dick“, sagði skipstjóri
leyndardómsfullum rómi, „það gerði ég, og það
var engin ímyndun. Ég heyrði eins greinilega
í kettinum þeim arna, eins og meðan hann var
lifandi".
„Já, ég hef heyrt getið um svona nokkuð“,
sagði hinn, „en taktu ekkert mark á því. En
það grín, ef gamli kisi kæmi skríðandi upp úr
sjónum með steininn um hálsinn“.
Skipstjóri starði á hann um stund, orðlaus.
„Ef þú gerir þér þesskonar hugmyndir um
grín“, sagði hann loks af töluverðum hita, „er
ég á annari skoðun".
„Jæja, ef þú heyrir það aftur“, sagði stýri-
maður hugulsamur, „ættir þú að láta mig vita.
Ég hef töluverðan áhuga fyrir svona nokkru“.
Skipstjóri, sem ekki heyrði neitt meir þennan
dag, reyndi af öllum mætti að telja sér trú um,
að hann væri ofurseldur ímyndunum, en þrátt
fyrir það varð hann feginn, er hann stóð við
stýrið, að vita af varðmanninum við kinnung-
inn. Að sínu leyti var varðmaðurinn hinn á-
nægðasti yfir óvenjulegum elskulegheitum skip-
stjórans, sem tók hann tali hvað eftir annað.
Nóttin hafði verið drungaleg, en nú rofaði
til og hálfur máni birtist fyrir ofan dimman
skýjabakka; þegar kötturinn, sem eftir mikla
fyrirhöfn hafði þrengt sér upp úr hinni hötuðu
kistu, kom sleikjandi lappirnar upp á þilfar.
Eftir illan daun dýflissunar var unaðslegt að fá
ferskt loft.
„Bob!“ kallaði skipstjóri skyndilega.
„Já, já, skipstjóri!" sagði varðmaðurinn
hvekktum rómi.
„Mjálmaðir þú?“ spurði skipstjóri.
„Gerði ég hvað?“ hrópaði varðmaðurinn dol-
fallinn.
„Mjálma“, sagði skipstjóri hvasst, „eins og
köttur ?‘
„Nei, skipstjóri“, sagði sjómaðurinn móðg-
aður. „Til hvers ætti ég að gera það?“
„Ég veit ekki til hvers þú myndir gera það“,
sagði skipstjóri og leit órólega í kringum sig.
„Það virðist ætla að rigna meira, Bob“.
„Jú, jú, skipstjóri", sagði Bob.
„Meiri rigningin í sumar“, sagði skipstjóri
annarshugar.
„Jú, jú, skipstjóri", sagði Bob. „Seglskip
framundan á bakborða".
Samtalið datt niður. Skipstjóri, sem ekkert
hafði á móti því að beina huganum í aðra átt,
virti fyrir sér seglskipið meðan það renndi
framhjá, svo hann sá ekki köttinn læðast aftur
eftir og setjast rétt hjá honum. 1 meira en
þrjátíu klukkustundir hafði skepnan orðið fyrir
herfilegustu móðgunum af hendi allrar skips-
hafnarinnar, að einum undanskildum. Þessi
eini var skipstjórinn, og á því er enginn vafi,
að eftirfarandi hegðun hennar var viðurkenn-
ing á þeirri staðreynd. Kisi reis á fætur, labb-
aði til grandalauss mannsins og nuddaði hausn-
um fast og ástúðlega upp við fótinn á honum.
Oft verða miklir atburðir af litlu tilefni. Skip-
stjóri stökk fjóra metra og rak upp öskur, sem
var tilefni mikilla heilabrota um borð á segl-
skipinu, sem var nýsiglt framhjá. Þegar Bob
kom þjótandi upp í brú, hallaði skipstjóri sér
út yfir brúarvænginn og skalf eins og espilauf.
„Nokkuð að, skipstjóri?" spurði sjómaðurinn
óttasleginn og hljóp að stýrinu.
Skipstjóri harkaði af sér og færði sig nær
honum.
„Hvort sem þú trúir því eður ei, Bob“, sagði
hann loks skjálfandi röddu, „alveg eins og þú
vilt, en vofa helvítis kattarins, ég meina vofa
blessaða kattarins, sem ég drekkti, og ég óska
innilega, að aldrei skyldi verið hafa, kom og
nuddaði sér upp við fótinn á mér“.
„Hvorn fótinn?“ spurði Bob, sem var afar
nákvæmur með öll smáatriði.
„Hvern fjandann skiptir það máli?“ spurði
skipstjóri, sem hafði orðið fyrir hroðalegu
taugaáfalli. „Ó, sjáðu — sjáðu þarna!“
Sjómaðurinn fylgdi vísifingri skipstjóra eft-
ir, og honum varð ekki um sel, þegar hann sá
köttinn með háa kryppu upp úr bakinu arka
makindalega eftir þilfarinu.
„Ég get ekki séð neitt“, sagði hann þrjósku-
lega.
„Ég geri ekki ráð fyrir því, að þú getir séð
hann“, sagði skipstjóri þunglyndislega, „það
er auðsjáanlega ætlað mér einum. Hvað það
táknar, veit ég ekki. Ég ætla niður að leggja
mig. Ég er ekki fær um að vera á vakt. Þér er
sama þó þú sért einn, þangað til stýrimaður
kemur upp, er það ekki?“
„Ég er ekki hræddur", sagði Bob.
Herra skipsins hvarf undir þiljur, hristi syfj-
aðan stýrimanninn óþyrmilega, svo hann mót-
mælti slíkri meðferð kröftulega, og skýrði hon-
um skjálfandi röddu frá hinum hryllilega fyrir-
burði.
2GB
V I K I N G U R