Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Side 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Side 31
„Ef ég væri í þínum sporum —“ sagði .stýri- maður. „Já?“ sagði skipstjóri og beið ofurlítið. Svo hristi hann stýrimann aftur óvægilega. „Hvað ætlaðir þú að segja?“ spurði hann. „Segja?“ sagði stýrimaður og neri augun. „Ekkert“. „Um köttinn?“ lagði skipstjórinn til. „Kött?“ sagði stýrimaður og hjúfraði sig sem vandlegast undir ábreiðuna aftur. „Hva’ kö — gó’a nó —“. En nú dró skipstjóri ábreiðuna úr syfjugum krumlum stýrimanns, velti honum og hnoðaði fram og aftur og útskýrði ítarlega fyrir honum, á3 hann væri meira en lítið lasinn, að hann ætlaði að fá sér sopa af óblönduðu viskí, að hann ætlaði að leggja sig, og, að hann, stýri- maður, yrði að taka vaktina. Frá þessari stundu missti gamanið skærasta glansinn í augum stýrimanns. „Þú getur fengið þér dropa líka, Dick“, sagði skipstjóri og rétti að honum flöskuna á meðan hann klæddi sig ólundarlega. „Þetta er tómur þvættingur“, sagði stýri- maður og svolgraði í sig áfengið. „Og svo gagn- ar það heldur ekki neitt; það er ekki hægt að hlaupa undan draug, hann getur eins vel verið í kojunni þinni, eins og hvar annarstaðar. Góða nótt“. Hann skildi við skipstjóra, sem hugleiddi þessi síðustu orð og leit með tortryggni á um- rætt húsgagn. Og ekki háttaði hann fyrr en hann hafði leitað af sér allan grun, þá lagði hann sig, skildi eftir ljós á lampanum og gleymdi brátt mótlæti sínu í örmum svefnsins. Það var kominn bjartur dagur, þegar hann vaknaði og fór upp á þilfar; þá var kominn þungur sjór. Stýrimaður gægðist niður úr brúnni, þegar hann heyrði skipstjóra bölva gusu, sem hann hafði fengið á sig. „Hvað, þú ætlar þó ekki á fætur?“ sagði hann í uppgerðarundrunartón. „Því ekki það?“ spurði hinn ólundarlega. „Þú ferð og leggur þig aftur og færð þér bolla af vel heitu kaffi og ofurlítið út í“. „Burt“, sagði skipstjóri og fálmaði eftir stýr- inu í því skipið tók stóra veltu. „Ég veit, að þú varst ekkert hrifinn af að vera vakinn, Dick, en ég var hroðalega miður mín í nótt. Farðu og legðu þig“. „Allt í lagi“, sagði stýrimaður ánægður. „Þú sást ekki neitt?“ spurði skipstjóri. „Alls ekki neitt“, svaraði hinn. Skipstjóri hristi höfuðið hugsandi, og svo hristi hann það enn meir, þegar vænan sjó gaf á þilfarið. „Ég vildi ég hefði ekki drekkt kettinum, Dick“, sagði hann. „Þú sérð hann ekki aftur“, sagði Dick af ör- yggi þess manns, sem gert hafði allar hugsan- legar ráðstafanir til að sá spádómur mætti ræt- ast. Hann fór niður og skildi skipstjóra eftir við stýrið; hann hafði ofan af fyrir sér við að fylgjast með dansæfingum kokksins milli eld- húss og hásetaklefa með morgunverð hásetanna. Skömmu síðar fór hann sjálfur niður að borða og ræddi opinskátt, samviskusvörtum kokknum til mikillar hrellingar, um hin skugga- legu fyrirbæri næturinnar. „Þú sérð hann ekki framar, býzt ég við“, sagði kokkurinn dauflega. „Ég býzt við hann hafi komið og nuddað sér upp við fótinn á þér til að sýna að hann fyrirgæfi þér“. „Jæja, ég vona hann hafi skilið það“, sagði hinn. „Ég vil ekki að hann geri sér frekara ómak“. Hann fór aftur upp á þilfar; það var ennþá stormur og hásetarnir voru að bjarga nokkrum tómum trékössum, sem ultu til og frá. Ein djúp velta aðskildi tvær kistur í hásetaklefanum á þann hátt, að sú efri valt ofan af þeirri neðri, og það varð til þess að Satan, sem kúldaðist í þeirri neðri, viti sínu fjær af skelfingu, kom í loftköstum upp á þilfar og gaf tilfinningar sínar til kynna með vofeiflegum hljóðum. Fyrir augunum á skefldum skipstjóranum þaut hann þrjá hringi með ofsahraða um þilfarið og var rétt að byrja þann fjórða, þegar þungur kassi, sem hafði verið settur upp á endann og yfir- gefinn við hina óvæntu tilkomu kattarins, valt um og lenti ofan á skottinu á honum. Sam brá við til að hjálpa. „Stopp!“ æpti skipstjóri. „A ég ekki að reisa hann við, skipstjóri?“ spurði Sam. „Sérðu hvað er undir honum?“ spurði skip- stjóri hásum rómi. „Undir honum?“ spurði Sam ringlaður. „Kötturinn, sérðu ekki köttinn?" sagði skip- stjóri, sem ekki hafði haft augun af dýrinu frá því það kom upp. Sam hikaði andartak, hristi síðan höfuðið. „Kassinn hefur dottið ofan á köttinn" ,sagði skipstjóri. „Ég sé það greinilega". Iiann hefði getað sagt heyrt líka, því Satan bað vini sína hjálpar með hjartaskerandi ó- hljóðum. „Ég skal taka kassann burt, skipstjóri“, sagði einn hásetinn. „Máske hverfur sýnin þá“. „Nei, vertu kyrr“, sagði skipstjóri. „Þetta er sú furðulegasta og merkilegasta sýn, sem ég VÍ K I N □ U R 209

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.