Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Síða 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Síða 35
I FYRSTA SINN Smásaga eftir Weston Martyr Burtséð frá blaðaskrifum og öðrum umsögnum var s.s. „Patatía“ vafalaust einstætt verk. Það var full fimmtíu þúsund tonn og fór með þrjátíu mílna hraða. Það hýsti álíka margt fólk og meðalstór bær. Það var eins fullt af vélum og úr, sem gengur eins örugglega og klukka. Það var því nánast eitt af meistaraverkum mannlegrar þekkingar og hugsunar og það virtist næsta óþarft að benda á það, að skipstjórinn hafði „Sir“ fyrir framan nafnið sitt og að í skipinu var pálmagarður, hundrað feta langur bar, o. s. frv. — o. s. frv. (sjáið bara auglýsingamar!) — — — Rósa Simmons sat í einum hinna brokadestoppuðu hægindastóla pálmagarðsins og svipur hennar bar vott um vonbrigði og leiða. Hugsanir hennar voru langt frá hinum óhóflega luxus, sem umlukti hana á alla vegu, henni fannst hann beinlínis kvalræði. Ónei, það var ekki þetta ánægjulega ferðalag, sem hún hugsaði um. Augu hennar hvíldu á eiginmanni hennar. Alfred Simmons horfði í augu konu sinnar og skildi þegar allt, sem hún meinti. í sannleika sagt, var enginn staður fyrir Alfred innan um allt þetta skraut og það vissi hann ákaflega vel sjálfur. Hann kunni illa við sig í þessu umhverfi og hann kærði sig kollótan um þó hann félli ekki vel inn í samkvæmislífið á staðnum, en hann var hræddur um að líta ekki sem bezt út í augum konnunnar sinnar — augnatillit henn- ar særði hann. Alfr'ed var einn af þessum rólyndu, grófhærðu, út- limastóru litlu mönnum, sem roðna strax og kvenmaður lítur á þá, en hafa sjaldan ástæðu til að roðna tvisvar vegna sömu konunnar. Með öðrum orðum: Alfred var einn af þeim, sem konur líta aldrei tvisvar til. Hann var líka einn af þeim mönnum, sem enga langar til að skeggræða við oftar en einu sinni, a. m. k. ekki þá, sem vita að „skinnið er teygjanlegt" — sérstaklega þegar maðurinn sýnir auðmýkt og rólyndi í fram- komu og hefur auk þess tvö ísköld, litarsnauð augu. Það er auðvelt að skýra ástæðuna fyrir því, að Alfred giftist Rósu. Hún var ein af þeim konum, sem verka álíka á karlmenn og rjómi á kött. Alfred tilbað Rósu og hafði ætíð reynt að gera henni til hæfis, síðan fyrst hann leit hana augum. En það er erfiðara að útskýra hversvegna Rósa giftist Alfred, fjölskyldu sinni til mikilar undrunar. Litli, fíni leikflokkurinn, sem hún hafði verið í í London, varð ekki minna undrandi, sumir jafnvel hneykslaðir yfir giftingunni. Rósa hafði verið fegurð- ardrottning fæðingarbæjar síns og hún hefði getað valið sér hvern sem hún vildi af ungu mönnunum þar. Samt kaus hún að halda ein áfram á lífsbrautinni, að minnsta kosti í bili. Hún hafði lært hlutverk í leik- ritum, en aldrei fengið tækifæri til að reyna sig. Svo hafði hún fengið þýðingarlaus hlutverk hjá leikhúsi í London, sem lifði á því að sýna gömul leikrit. Hún hefði getað valið úr hinum mörgu mönnum, sem hún hitti á þessum tveimur árum, eða haldið áfram og unnið fyrir sér, eins og hún hefði gert hingað til, en — svo giftist hún Alfred. Einn af mestu aðdáendum hennar, ungur menntaður maður, sem átti sér góða framtíð, en var leiktjalda- maður flokksins, sárbað hana að segja sér, hvað hún sæi við Alfred. En það hafði verið ómögulegt fyrir hana að svara spurningu hans. „Þú hefir gifzt manni, sem enginn þekkir og guð- irnir einir vita, hvaðan hann kom. Hann er helmingi eldri en þú og ef það hefði verið einhver önnur en þú, hefði ég sagt að það hefðu verið peningarnir hans, sem þú girntist —. En nei, Rósa, það getur ekki verið“. En þessi ungi maður fór villur vegar. Það voru ekki auðæfi Alfreds, sem höfðu freistað Rósu. það var hann sjálfur. Hann þráði hana heitt og ef eitthvað var, sem hana langaði mikið til að gera, þá reyndi hann ætíð að koma því þannig fyrir, að hún hefði sitt fram. Það fékk hann einnig í þetta skipti. Það var hans uppástunga að fara brúðkaupsferðina á s.s. „Palatía". Hann hafði fyrirfram andstyggð á ferðinni, en hann vissi, að hringferð kringum hnöttinn á einu af fínustu skipum heimsins, mundi verða mjög heillandi uppástunga fyrir Rósu — og á þennan hátt náði hann henni. En ásakið hana ekki fyrir þetta. Rósa var góður kvenkostur og hún hefði aldrei gifzt Alfred eingöngu vegna þess, að hann gæti látið annað eins eftir henni og dýr ferðalög, það var eitthvað sérstakt við Alfred, eitthvað, sem var hans eigið, en hina mörgu aðdáend- ur hennar aðra vantaði algjörlega. Þetta var það, sem henni fannst við hann, þrátt fyrir rólyndi hans og óyfirborðskennda framkomu. Allt er raunhæft í þessu lífi, ekki síst á framkoma manna að vera það. Á skrif- stofunni jafnt sem á vinnustofunni var Alfred alltaf hinn sjálfsagði foringi. Sem hermaður við Flandern, hafði Alfred verkað líkt og dauðinn og hinir hraust- ustu andstæðingar gefizt upp og rétt upp hendumar af hræðslu með bæn um náð. Umkringdur af forfrömuðu og léttlyndu fólki, sem taldi sig framar öllu því hæzta í siðmenningu, fannst Alfred hann smár og tilkomulítill, þar sem hann sat í pálmagarðinum á „Palatía" og Rósa leit út eins VÍKIN G U R 213

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.