Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Blaðsíða 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Blaðsíða 37
vinnur alveg sjálf og stjórnar skipinu. Ég var ein- mitt þar niðri og skoðaði hana. Hún er tengd við stýris- stammana og þegar tannhjólið hreyfist, þá hreyfist stýrið fram og til baka og heldur skipinu á réttri stefnu. Þetta er flókið og ég hugsa, að prófessorsfíflið við borðið mundi blaðra heil ósköp af vitleysu, ef hann sæi þessa vél vinna svona algerlega sjálfstætt. Ég get framleitt svona vél og ég get eyðilagt hana, ef ég héldi, að ég væri orðinn þræll hennar!“ Alfred leit niður á óhreinar hendur sínar og gekk að handlauginni. Rósa brosti með sjálfri sér að örvæntingarfullri tilraun Alfreds til þess að hefja við hana samræður. Svo lokaði hún augunum og ætlaði að láta sem hún svæfi, ef Alfred skyldi halda áfram að þreyta hana með meira af þessu tagi. „Straumskiptitaflan hér í skipinu", hélt Alfred á- fram „er alveg við vélarinnganginn á E-þilfari. Það er slæmur staður fyrir hana, því einhver farþegi gæti hæglega farið að fikta við hana, kannske meitt sig, auk þess, sem hann gæti sett allt úr lagi“. Rósa lét heyrast dálitla hrotu, en ekki nóg, því Alfred heyrði það ekki. „Ég sá einmitt Russell kjánann áðan“, hélt hann áfram. „Hann var uppi á bátaþilfari með stúlku með sér. Þau sátu á seglinu á útsíðunni á einum lífbátn- um. Það er góður staður fyrir þá, sem ekki vilja vera séðir af neinum, en ef skipið tæki eina smá veltu, ættu þau á hættu að renna fram af og fyrir borð. Skrúfurnar ná langt út frá skipssíðunni og allt, sem flýtur við síðuna sogast niður að þeim og hakkast í sundur. Ef þú kastar fyrir borð spotta með einhverju þungu í endanum, mundir þú skilja hvað ég meina. Það eru nokkrir fastsetningarvírar, tveggja þumlunga sverir, á keflum, fram undir bakkanum, og ef ein- hver ■—- — — Rósa geyspaði þreytulega og stöðvaði um leið út- skýringar Alfreds. „Fyrirgefðu vinur, þetta er mjög skemmtilegt, en ég er svo þreytt, heldurðu ekki að það sé kominn tími til að fara að sofa?“ Alfred slökkti þá ljósið. Við morgunverðarborðið sá Rósa sér til mikillar gremju, að prófessorinn hafði'tekið sér sæti við ann- að borð. í reyksalnum, fyrir kvöldverðinn, gladdi Hr. Russell Rósu með því að bjóða henni coctail, en þegar hann sá Alfred nálgast, sagði hann: „Æ! hvaða skrambi! Það var alveg satt! Ég var búinn að mæla mér mót við skrifstofustjórann. Ég vona, að þér afsakið. Við fáum vonandi tækifæri til að drekka coctail- inn saman seinna“. Eftir kvöldverðinn forðaðist frú Wedderburn svo greinilega að minnast á Alfred, þegar hún bauð í bridge, að Rósa hefði afþakkað, ef hann hefði ekki sagt: „Prýðilegt! Spilaðu bara! Ég ætla að fá mér göngutúr11 og hann var samstundis horfinn. Rétt fyrir miðnætti slokknuðu öll Ijós á „Palatía“ og þau komu ekki aftur. „Leiðinlegt", sagði frú Wedderburn. Ég ætlaði ein- mitt að fara að draga kónginn yðar“. Prófessor James kom með skýringu: „Það hlýtur eitthvað að hafa komið fyrir rafalinn. Hr. Russel tók upp vindlingakveikjarann. „Verði ljós“, sagði hann og allir hlógu mikið að því. Rödd heyrðist frá útsýnistunnunni í formastri: „Það hefur slokknað á topp- og hliðarljósum“. „All right!“ kallaði stjrimaðurinn, sem yar á .vakt. „Timburmaður! náðu í olíuluktirnar, áttavitaljósið fyrst, síðan hin, gleymið ekki afturljósinu og verið þið nú fljótir!" Hann tók upp vasaljós og lýsti á áttavitann. skipið var komið fjögur strik út af stefnunni, það hélt áfram að beygja og hallaðist nokkuð vegna hraðans. „Merkilegur fjandi! Algjörlega rafmagnslaust! þil- farsvakt! Ert þú þarna bátsmaður? Sendu strax menn aftur að neyðarstýrinu og skiptu yfir á handstýringu. Vekið skipstjórann!" Hljóðið af hlaupandi fótum var mjög æsandi í myrkr- inu. Bátsmaðurinn fór með mennina stytztu leið aftur eftir promenade-þilfari, fram hjá opnum dyrum reyk- salsins. Skóhljóðið dó út og eftir var aðeins einhver óþægileg þögn. Stuttu síðar heyrði Rósa prófessorinn segja skarpri röddu: „Það hefur eitthvað komið fyrir“ Allt í einu byrjaði hið tröllaukna skip að hristatst og skjálfa, líkt og það hefði komið við eitthvað eða steytt á, ■—■ það gaf frá sér þunga stunu. Hinar kraft- miklu vélar snarstönsuðu, skipið seig á hliðina, en rétti sig svo aftur, síðan varð lamandi dauðakyrrð. Frú Wedderburn var fyrsta manneskjan, sem gaf frá sér hljóð. Hún veinaði: „Kveikið ljósin! Ljós! Ijósin! verið fljótir að kveikja!“ og svo fór hún að gráta. Rósu fannst hún heyra margt fólk veina og gráta. Maður kom þjótandi á hana og sló hana næstum niður. Hún greip í hann, en hann hrinti henni hranalega frá og öskraði: „Mér lízt ekki á þetta! lofið mér að komast út! Heyrið þið ekki!?“ En þrátt fyrir hinn háa róm, sem hún hafði aldrei áður heyrt, þekkti hún rödd hr. Russells. Rósa fékk högg í andlitið, þegar hún var að reyna að komast að salardyrunum. En hún var nógu greind til að hætta því og til þess að verða ekki troðin undir forðaði hún sér undir borð. Tveim mínútum seinna fann Alfred hana. Hann lýsti með vasaljósi í andlit henni og sagði: „Ég vona,. að þú hafir ekki meiðzt neitt, hvernig hefur þú það annars? „Hann lyfti henni upp og setti hana á borðið. í fyrsta skipti fann Rósa að litli eiginmaðurinn hennar vai' mjög sterkur maður. „O, Alfred!“ hrópaði hún „hvað hefur komið fyrir? Sekkur skipið? Hvað eigum við að gera?“ „Uss, skipið sekkur ekkert! Það er alt í lagi. Það er ekkert, sem við þurfum að hræðast. Ef ég hefði vitað, að þú yrðir svona hrædd---------Heyrðu, eigum við ekki að koma niður í klefann okkar? Þar getur þú jafnað þig og þar skal ég segja þér frá öllu, sem skeð hefur. Er það ekki í lagi?“ Þegar þau voru komin niður í klefann sagði hann: „Þá erum við hér og allt væri í lagi, ef ég hefði munað eftir að taka ljós með og það hefði verið ágætt að fá einn dramm núna. Ég hugsa bara, að það sé ekki svo gott að ná í hann, því að allir flökta um, eins og skelkaðar veggjalýs, svo það er bezt að þú leggir þig fyrir á meðan ég róa þig svolítið. Það, sem gerðist, var þetta: Það hefur einhver opnað kolaboxlúgu úr stáli á E- þilfari og komist að straumskiptitöflunni í véla- VÍKIN G U R 215

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.