Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Side 40
vægi milli dags og nætur. 1 þessari stjörnu-
mynd var haustpunkturinn fyrir nokkrum þús-
undum ára. Stjarnan Antares, auga Sporðdrek-
ans (Scorpion) hefur sterkan rauðan lit og
minnir mjög á plánetuna Marz. Stjörnumyndin
Skotmaðurinn (Sagittarius) er sýnd á stjörnu-
kortum sem „Kentaur", sköpulagið helm-
ingur maður, helmingur hestur. Eftir sögn-
um á hann að vera „Kentaurinn" Kiron, er
fóstraði Argonanter-hetjuna Jason og kenndi
mönnunum reiðlistina. Hann heldur á boga í
höndunum og hefur dregið ör á streng. Á milli
stjörnumyndanna Herkulesar og Skotmanns-
ins, er hin stóra stjörnumynd „Ofiukus“ á
grísku, er þýðir Slönguhaldari, á latínu Seiv
pentarius. Stjörnumyndin táknar undralækn-
inn Æskulap, sem arfsögnin segir, að hafi ver-
ið svo slyngur læknir, að hann hafi getað vakið
menn frá dauðum. Skilti lyfjabúðanna benda
á enn í dag, staf með slöngu, tákn læknavís-
indanna. Stjörnumyndin „Krónan" (Corona
borialis) á milli Bootes og Hercotesar, minnir
á brúðarför Thesens og Ariadnes. Kórónan á
að vera brúðarkrans Ariadnes, sem guðinn
Dionýsos setti á himininn til að sýna Ariadnes
mátt guðdómsins. Flestar stjörnumyndanna eru
ýmist í dýra- eða mannalíki, fáar eru þær
stjörnumyndir, sem eru í líki hluta.
Stjörnumyndin Harpan er ein þeirra. Hún
er samt ekki venjulegt hljóðfæri, sem sett er
á meðal stjarnanna til vegsendar og dýrðar
hljómlistinni. Þetta er harpa „Orfeusar“, sem
sést hér. Það er sagt, að Orefeus hafi spilað
svo dásamlega, að tónar hörpu hans hafi gert
villidýr merkurinnar sauðspök. Sagnir herma,
að Orfeusi hafi verið breytt í svanslíki, sem
einnig var settur á festinguna. Neðan undir
þessari stjörnumynd er stjörnumyndin „Örn“
(Aquila), sem einnig hefur sína sögu. Það er
sá örn, er flutti drenginn Ganymedes til Olym-
pes, þar sem hann lifði meðal hinna ódauðlegu
guða. Lýsandi rák vetrarbrautarinnar sést yfir
þveran himininn. Um vetrarbrautina er helgi-
sögn, sem er á þessa leið:
Eitt sinn, er Hera svaf, lagði Hermes, óra-
belgurinn meðal guðanna, Herculesar-barnið á
brjóst Heru. Þegar hún vaknaði, varð hún ofsa-
reið. Við það að hrifsa barnið af brjóstinu,
spýttist nýmjólkin úr brjóstunum upp á himin-
hvelfinguna. Endir.
Fimmtugur:
Lúther Grímsson
Hinn 17. júlí síðastliðinn varð fimmtug’ur Lúther
Grímsson, einn af beztu og vinsælustu forvígismönnum
íslenzkra sjómannasamtaka.
Lúther er Breiðfirðingur að ætt, fæddur að Langeyj-
arnesi í Dalasýslu. Hann var snemma hneigður fyrir
smíðar og bar fljótt á því, hve lagtækur hann var.
Var hann aðeins tíu ára gamall, er hann byrjaði vél-
gæzlu á litlum mótorbát, sem faðir hans átti. Er hann
hafði aldur til sótti hann vélanámskeið, og var eftir það
vélstjóri á mótorbátum til 1930, er hann tók að læra
járnsmíði. Að járnsmíðanámi loknu tók hann hið- meira
mótorvélstjórapróf Fiskifélagsins. Að því búnu gerðist
hann starfsmaður hjá Olíuverzlun íslands* en gerðist
síðar deildarstjóri hjá Sænsk- íslenzka verzlunarfélag-
inu
Árið 1949 stofnaði Lúther ásamt fleirum Olíusöl-
una h. f. og hefur hann starfað við það, fyi'irtæki síðan.
Það mun óhætt að segja, að Lúther hafi, meðan hann
stundaði vélgæzlu, verið talin einn af allra færustu
mótorvélstjórum hér á landi, enda mjög eftirsóttur til
þess starfs. Fyrirtæki þau, sem hann hefur starfað við
undanfarin fimmtán ár, hafa einnig notið ágætrar vél-
fi'æðiþekkingar hans og annarra hæfileika. Er hann
hverjum manni vinsælli í starfi og nýtur einróma
trausts allra, sem hafa haft við hann einhver skipti.
Hann er mikill áhugamaður um félagsmál og hefur
verið framarlega í sjómannasamtökunum. Hann var
aðalhvatamaður að stofnun Mótorvélstjórafélags Islands
og hefur verið stoð og stytta félagsins fram á þennan
dag. Er ekki ofmælt þótt fullyrt sé, að hann hafi verið
með afbrigðum farsæll í störfum sínum fyrir Mótor-
vélstjórafélagið, sem og öðrum störfum, enda er Lúther
vel gefinn maður, gjörhuguil og mjög laginn að koma
fram málum. Nýtur hann og óskoraðs trausts mótor-
Framh. á bls. 223
21B
VÍKINGUR