Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Blaðsíða 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1951, Blaðsíða 44
SJÓMANNABLAÐIÐ VlKINGUR Útgefandi: FarmannŒ- og fiskimannasamband íslands. Ritstj. og ábyrgðarm.: Gils Guðmundsson. Ritnefnd: Júlíus Kr. ólafsson, Magnús Jensson, Halldór Jónsson, Grímur Þorkelsson, Sveinn Þorsteinsson (Sigl.), Þorsteinn Stefánsson (Ak.), Runólfur Jóhannesson (Ve.). Blaðið kemur út einu sinni, í mánuði, og kostar árgangurinn 40 krónur. Ritstjóm og afgreiðsla er í Fiskhöllinni, Reykjavík. Utanáskrift: „Vikingur", pósthólf A25, — Reykjavík. Simi 565S. Prentað í ísaf'oldarprentsmiðju h.f. grunsamleg. En bíðið við, góðurnar mínar! Ég skal veiða það upp úr ykkur að mér heilum og lifandi! Um kvöldið, þegar Tschubikoff og Dukofskij óku heim, voru þeir báðir dauðþreyttir eftir erfiði dagsins. Það var eins og dómarinn, sem að eðlisfari var ekki sérlega margmáll, hefði alveg gengið í bindindi með að segja nokkurn hlut. Skrifarinn steinþagði líka, til þess að trufla ekki sinn háa húsbónda í svo djúpum hug- leiðingum, og þó kjaftaði vanalega á honum hver tuska. En þegar þeir höfðu ekið svona hér um bil tvær klukku- stundir, þá þoldi Dukofskij ekki mátið lengur og fór nú að segja frá þeim ályktunum, er hann dró af rann- sókninni. — Að Nikolaj sé við málið riðinn, sagði hann, það verður nú að álítast sannað. Það er auðséð á útliti hans og öllum þeim vöflum, sem á honum voru. En hitt er líka auðséð, að hann getur ekki verið aðalfrumkvöðull- inn, heldur hefur hann látið nota sig sem verkfæri. Haldið þér það ekki? Finnst yður það ekki líka? Og hitt er líka auðsætt, að Psékoff er sekur: bláu buxurn- ar hans, fátið, sem á hann kom, fjarverusönnunin, og ekki sízt kunningsskapurinn við Akúlínu. Þetta allt... — Þér talið eins og þér hafið gáfurnar til, heiðraði herra. Eftir yðar skoðun ættu þá allir þeir, sem ein- hvern tíma hafa komizt í tæri við Akúlínu, að vera riðnir við morðið. En nú veit ég ekki betur en þér væruð hér á árunum að manga til við hana, og þá hlýtur líka nokkur grunur að falla á yður. — Og yður þá líka, held ég! Hún, sem var þjónustu- stúlka hjá yður í heilan mánuð, og ég held að ég muni .. . nei, ég segi ekki meira. En í alvöru talað: Ég held að Psékoff hafi ekki drýgt glæpinn af því að honum hafi þótt vænt um Akúlínu, heldur eingöngu af því, að hégómagirnd hans hafi verið misboðið. Hann hefur ekki getað legið undir því, að aðrir væru teknir fram yfir hann, og því hefur hann viljað hefna sín. Og svo er náttúrlega hætt við, að holdsfýsnin hafi átt þar í ein- hvern þátt líka. Tókuð þér ekki eftir hvað hann smjatt- aði ánægjulega með þykku vörunum, þegar hann var að líkja henni við Nönu. Það er sem sagt ekkert annað en særð hégómagirnd og holdsfýsn, er ekki hefur verið fullnægt, sem hefur rekið hann út í þetta glæpabrask. Nú, tvo af sökudólgunum höfum við þá á vísum stað, svo þá er ekki annað eftir, en að ná í þann þriðja. Hver ætli sá þriðji sé? Þegar Dukofskij hafði glatt dómarann með þessum langa lestri, dró hann húfuna niður fyrir eyru og sat það sem eftir var leiðarinnar mjög hugsandi. — Hver ætli það sé? sagði hann aftur og aftur við sjálfan sig. Og á þeirri stundu, sem vagninn staðnæmd- ist frammi fyrir húsi dómarans, þóttist hann finna lausnina. — Nú sé ég það, hrópaði hann og hljóp með merkissvip inn í fordyrið. Ég er búinn að hafa upp á því! Vitið þér hver er þriðji maðurinn? — Hættið þessu þvaðri, maður, sagði dómarinn. Hon- um grömdust lætin í Dukofskij. Farið heldur inn í borðstofuna. Kvöldmaturinn bíður okkar. Þeir settust til borðs. Þegar Dukofskij hafði hellt í staup sitt, stóð hann upp, setti á sig hátíðasvip og sagði: — Á ég að segja yður hver þriðji maðurinn er? Það er, eins og ég er hérna, enginn annar en systir hans, hún Anna Ivanovna! Tschubikoff varð svo bilt við, að honum svelgdist á víninu. — O-ho! sagði hann, þegar hann náði öndinni. Þér hljótið að vera orðinn vitlaus, maður! Þér hljótið að hafa tapað síðustu glórunni! — Nei, ég er með öllu viti. Hvernig viljið þér skýra fátið, sem á hana kom þegar hún sá okkur, og að hún skyldi algerlega færast undan að gefa nokkrar upplýs- ingar. Þér verðið að minnsta kosti að játa, að þetta er mjög svo grunsamlegt, einkum þegar tekið er tillit til samkomulagsins, sem var á milli þeirra systkina. Hún hefur alltaf hatað hann, og það er af því, að hún er ofstækisfull og heittrúuð, en hann hefur alla tíma verið ómengaður guðleysingi. — Já, ég skil samt ekkert í... — Skiljið þér það ekki? Hún, sem er strangtrúuð og full af ofsa, myrðir hann af helberu trúarofstæki, ein- ungis af því, að hún hefur þótzt vinna með því þarft verk. Þér þekkið ekki þessa trúarofstækismenn. Hún hefur kæft hann, það er ég sannfærður um. Og svo hefur hún kropið á kné fyrir dýrlingamyndunum, þegar hún heyrði að við komum, til þess að okkur skyldi ekki gruna neitt. Það kalla ég hrekkvísi í lagi. En hún skal nú samt ekki leika á mig! Nú, haldið þér ekki, að ég sé nógu gott efni í leynilögreglumann? — Ég segi ekki nema það: Haldið þér yður við jörð- ina, góðurinn minn. Hugsið þér um það, sem þér eigið að gera. Ég skal sjá um það, sem mitt er. (Frh.) Siglingarþjóðir vesturveldanna eru mjög mótfallnar því að Japanir fái að byggja upp á ný stóran verzlunar- flota. Þeir muni geta undirboðið farmgjöldin, vegna hins lága kaupgjalds, á japönskum skipum. í dollaratekjum vegna ferðamanna 1950 var Frakk- land no. 1, Italía no. 2 og Bretland no. 3. Cunard línuskipið „Caronía" er talið hafa tekið inn 2 milljón dollara í fargjöld á 111 daga skemmtiferðalagi í kringum hnöttinn. 222 V I K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.