Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1957, Síða 6
ið inn í vinstri hönd mína, og
ég reyndi að stinga honum gegn-
um hringinn. Þá var skyndilega
gripið í handlegg minn, krampa-
kenndu taki, svo ég æpti af sárs-
auka; ég fékk aldrei að vita,
hver það var, en tak drengsins
losnaði, og ég heyrði óp hans,
er hann hrapaði niður snarbratt
þilfarið.
Pamir valt nú þunglamalega
langar veltur og bjóst til að
sökkva. Ég heyrði Dummer og
Friedrichs hrópa eitthvað, og
skyndilega var bjarghringurinn,
sem ég hélt í, hrifinn út úr hönd-
um mér. Ég reyndi að nota
vinstri hendina til að ná ho'num
aftur og sá nú, að félagar mínir
tóku að klifra út yfir borðstokk-
inn á hinu sökkvandi skipi. Ég
stökk í sjóinn og gleypti tölu-
verðan sjó um leið, er bylgjurn-
ar færðu mig í kaf, en ég hélt
mér sem fastást í bjarghringinn,
sem ég hafði aftur náð taki á,
annars hefði ég sogast niður með
öldunum undir eins.
Diimmer hrópaði eitthvað, sem
ég heyrði ekki, en ég tók eftir,
að línan stríkkaði, gekk úr
skugga um, að menn voru farnir
að synda frá skipinu. Við börð-
umst af öllum kröftum í hafrót-
inu við að komast sem fjarst
hinu sökkvandi skipi, því við átt-
um á hættu að kastast með öldu-
rótinu utan í það. Ég reyndi að
draga athygli mína frá óttanum
við dauðann með því að mæla
tímann milli aldanna. Mér töld-
ust u. þ. b. 5 sek. líða milli þeirra.
En jafnvel þann tíma var næst-
um ókleift að draga andann
vegna veðurhæðarinnar og vatns-
gangsins. Ég barst upp á öldu-
topp og sá allmarga aðra, er
héldu sér dauðahaldi í kaðalinn,
sem hélt bjarghringjunum sam-
an. Bylgjan lyfti okkur hærra
og hærra og stormurinn lamdi
regnið og sælöðrið í höfuð okk-
ar. Það voru se mhamarsslög í
andlit mitt og sársaukinn ægi-
legur. Bylgjan reið nú undir
Pamir, sem lá á hliðinni aðeins
ca. 10 m. frá okkur. Skyndilega
sáum við henni hvolfa. Andar-
tak sást móta fyrir skrokknum
í vatnsskorpunni; svo hvarf
Pamir sjónum okkar undir bylgj-
urnar, Nú hvarflaði hugur minn
skyndilega til mannanna, sem nú
voru einir eftir ofurseldir bar-
áttunni við hinn ægilega hvirfil-
bil. Ég gizka á, að þeir hafi ver-
ið um 30 talsins, sem héngu
þama í kaðlinum.
Klukkan var nákvæmlega
stundarfjórðung yfir 11 laugar-
dagsmorgun 21. sept., þegar
Pamir sökk. Þremur tímum áður
hafði ég verið áhyggjulaus um
borð í hinu tignarlega skipi. Þó
finnst mér ég minnast einhverra
undarlegra tilfinninga. Er ég
rifja upp í huganum atburði
þessa hræðilega dags, finnst mér
sem geigvænleg þögn hafi ríkt
um borð áður en slysið bar að
höndum og illt lægi í loftinu.
Pamir var myndarlegt skip, 3103
smálestir, 316 feta langt. í þau
52 ár, sem hún hafði stigið dans
við Ránardætur, hafði hún stað-
izt með prýði hverja þá raun,
sem henni hafði mætt, — traust-
byggt skip, sem byggjendur
hennar, Blohm og Voss í Ham-
borg, gátu verið hreyknir af.
Ég reyndi að halda hugsunum
mínum frá hinni vonlausu stöðu
okkar. Hvirfilbylurinn hrakti
okkur; við héngum í sömu lín-
unni, 2—3 meti-a hver frá öðr-
um og streyttumst við að halda
höfðum okkar ofansjávar. Um
borð í Pamir höfðum við verið
86, þaraf 53 skólaskipslærlingar
í þýzka verzlunarflotanum, hinir
æfðir sjómenn. Ég velti fyrir
mér, hve margir myndu lifa
slysið af; ég minntist þess ekki
að hafa séð bát settan út frá
skipinu. Ég hafði aðeins séð, er
óhamingjan dundi yfir hið glæsi-
lega skip og hafði ekki einu sinni
hugmynd um, hvort tekizt hafði
að senda út neyðarmerki. Ég
hafði aðeins óljósa hugmynd um
hvar við værum staddir, senni-
lega ekki minna en 100 sjómíl-
ur frá Azoreyjum.
„Syndið, syndið!" heyi’ði ég
hrópað með þrumuraust yfir
brimgnýinn. Ég vaknaði af móki
mínu og sá strax hvers vegna
Diimmer hafði hrópað til okkar.
Björgunarbátur var á reki
skammt frá, að vísu hálffullur
af vatni en engu að síður björg-
unarbátur. Við höfðum nú verið
í sjónum u. þ. b. klukkutíma, og
enn sáust engin merki þess, að
ofvirðið væri að lægja. Bylgj-
urnar risu fjallháar, og regnið
og sælöðrið lamdi okkur í and-
litið, svo við áttum fullt í fangi
með að halda okkur í línuna með
hinum máttlitlu höndum okkar.
Stundum var enis og sljákkaði
í óveðursgnýnum, er við sukkum
niður í djúpa öldudali. Þá risu
hrannirnar eins og f jallháir múr-
ar beggja vegna, og manni fannst
sem þær myndu steypast yfir
mann og kæfa undir ógurlegu
vatnsmagni sínu.
Ég sá, er ég hafði náð il björg-
unarbátsins, að við vorum fleiri
en ég hafði haldið í fyrstu, eða
um 17 talsins. Nokkrir hlutu að
hafa náð til okkar, meðan við
syntum í átt til björgunarbáts-
ins. Þeir gripu loppnum skjálf-
andi höndum um brún björgun-
arbátsins. „Þú hvolfir honum“,
heyrði ég einhvern hrópa, og svo
sá ég einn eldri drengjanna rétta
öðrum, sem var hálfkominn inn
í bátinn og rétt búinn að hvolfa
honum, duglegan löðrung í and-
litið. Ég hafði náð taki á skut
bátsins og hélt mér eins og um
síðustu lífsvon mína væri að tefla
og það var um einu von mína að
tefla.
Mig logsveið í augun af völd-
um saltvatnsins og klemmdi þau
saman. Ég sneri andlitinu und-
an veðrinu og þrýsti vanganum
að björgunarbátnum. Stuna
heyrðist við hlið mér, og er ég
sneri mér við sá ég, að einn
yngstu drengjanna hafði drukk-
ið mikinn sjó og saup hveljur.
„Ó, mamma, mamma mín“,
stundi hann með stjörf augu, og
skyndilega, áður en ég hafði ráð-
rúm til að rétta út hendina og
grípa í hann, sleppti hann taki
sínu á bátnum. Andartak moraði
hann í vatnsskorpunni; svo sökk
hann með nafn móður sinnar á
vörum.
Nokkur lík flutu uppi um-
hverfis okkur, og ég reyndi að
206