Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1957, Page 8
verðum að dreifa okkur um bát-
inn“, heyrði ég Diimmer segja.
Mennirnir hreyfðu sig varlega
til í bátnum, sumir sátu áfram
á botnsfjölunum, en aðrir færðu
sig aftur á, svo að bátinn rak
jafnan.
Sjóinn lægði hægt og báturinn
skoppaði eins og fis í öldurót-
inu. öldurnar risu enn um 15
—20 feta háar, og vindurinn
kenmbdi sælöðrið af toppum
þeirra. Einn drengurinn hallaði
sér upp að mér og gaf frá sér
kvalastunur. Þær þögnuðu brátt,
og er ég spurði hann, hvemig
honum liði, fékk ég ekkert svar.
Þegar birti af degi, morguninn
eftir, sá ég mér til mikillar skelf-
ingar, að hann var liðið lík. Þeir
voru tveir, sem létust í björgun-
arbátnum þessa nótt.
„Við getum ekki haft þá inn-
anborðs", sagði Diimmer, „þeir
verða að fara í sjóinn". Ég hjálp-
aði til með drenginn, sem dáið
hafði við hliðina á mér, er hon-
um var velt yfir borðstokkinn.
Hinn fylgdi á eftir, og Diimmer
reis upp og flutti, þar sem hann
stóð í vatni upp undir mitti,
stutta bæn yfir drengjunum
tveimur, sem rak óðum frá bátn-
um. Um morguninn var hvasst
og skúraveður. Ég þjáðist hræði-
lega af þrosta, og hvað eftir
annað ætlaði freistingin til að
slökkva sárasta þorstann með
dálitlum sopa af sjó að bera mig
ofurliði. Vatnið virtist svo freist-
andi; en það var saltvatnið, er
ég hafði sopið í sjónum, sem olli
hinum hræðilega þrosta. Diim-
mer áleit, að okkur myndi óhætt
að borða skipskexið, sem við
fundum í bátnum, þótt það væri
gegnsósa af sjó. Ég japlaði á
því, en jafnskjótt og ég reyndi
að kingja því, kom spýjan upp
í hálsinn á mér.
Diimmer fann tvær dósir af
niðursoðnu kjöti, en enginn okk-
ar hafði mátt til að opna þær,
jafnvel þótt við hefðum hnífa
til þess. Dúmrner áleit, að neyð-
armerki hefði verið sent út frá
Pamir, en eigi var hann viss um
það.
„Hvar sukkum við?“ spurði ég.
Dummer gerði veika tilraun
til að brosa: „Hvaða máli skipt-
ir það? En ef þú ert óðfús að
vita það“; hann bandaði með
hendinni. „Ég býst við, að við
séum um fimm til sex hundruð
mílur suður af Azoreyjum“.
Þögn sló á alia. Fullvissan um,
að við myndum allir deyja næstu
nótt, olli okkur miklu hugar-
angri. Nokkrír hinna yngstu
þjáðust af áköfum magakrampa.
Fimm urðu að liggja niðri og
hölluðu höfðum sínum mátt-
vana að höfðum félaga sinna.
Stundum æptu þeir hástöfum,
er þeir fengu krampaköst.
Allan þennan dag rak okkur
fyrir veðri og vindi, allir veikir
og nokkrir næstum brjálaðir af
þorsta og vegna hákarlanna, sem
sveimuðu stöðugt í kringum okk-
ur. Nokkrir tóku að drekka sjó.
Við, sem ennþá höfðum mátt til
að mæla, hrópuðum til þeirra
að gera það ekki, en þeir skeyttu
því engu; gjörsamlega vitstola
difu þeir höndunum niður í vatn-
ið og drukku úr lófa sér. Nokkr-
ir köstuðu saltvatninu upp þegar
í stað, aðrir höfðu þegar misst
vitið, og héldu, að þeir væru að
drekka ferskvatn. Þennan dag
stukku þrír fyrir borð, eftir að
hafa hrópað, að hjálpin væri að
koma. Einn þeirra hvarf þegar
í stað. Hinir syntu í áttina frá
okkur. Örlög annars þeirra eru
mér í fersku minni. Ég sá há-
karlsugga skera vatnsborðið rétt
við hliðina á honum. Svo hvarf
ugginn og ég sá hann baða hönd-
unum tryllingslega út í loftið um
leið og hann var dreginn niður.
Um kvöldið tók einn drengj-
anna að rugla um að synda heim
til Englands. Hann var fullviss
um, að strönd Englands væri
alveg fast við okkur og það væri
enginn vandi að synda yfir.
Hann var genginn af vitinu og
ómögulegt að sansa hann. Dum-
mer, sem var elztur í hópnum,
færði sig að honum og sagði ró-
andi: „Eng er langt í burtu.
Reyndu aðeins að hvíla þig dá-
lítið, Klaus. Nú getum við bú-
ist við, að skip finni okkur þá
og þegar“. En drengurinn sat
fastur við sinn keip, og allt í
einu reis hann upp: „Ég get séð
England, hérna rétt hjá!“ Við
störðum allir á hann. Hann stökk
fyrir borð og tók nokkur sund-
tök, — og þá fyrst sáum við,
að þetta var ekki eintómt óráð.
Skip var að sigla hjá í um það
bil 600 metra fjarlægð, baðað
geislum kvöldsólarinnar, sem var
að setjast við hafsbrún. Við
gleymdum Klaus fullkomlega og
risum upp og æptum, kölluðum
og veifuðum. En bylgjurnar risu
of hátt til þess að við sæjumst.
Loks, þegar skipið var að hverfa,
tókum við að litast um eftir
Klaus, en hann var þá einnig
horfinn.
Nú skall nóttin snögglega á,
köld og vætusöm. Enginn okkar
bjóst við að vera á lífi að henni
liðinni. Dúmmer bað upphátt
frammi í stafni og við tókum
undir. Hann reyndi einnig að
syngja sálm, en við gátum eng-
an tón myndað, aðeins nokkur
brostin hljóð stigu frá sprungn-
um vörum okkar.
Það sátu fjórír mín megin í
bátnum og fjórir fram á hjá
Dúmmer. Hinni fámennu áhöfn
okkar fækkaði stöðugt,eftir því
sem okkur rak í hinni ógnar-
fullu nótt, sem engin stjama og
ekkert tungl lýsti. Eitt sinn um
nóttina tók einn mannanna að
hrópa, og við sáum upplýst skip
sigla hjá í nokkurri fjarlægð.
En þar sem við höfðum engin
tök á að skjóta rakettum eða gefa
frá okkur önnur Ijósmerki, hefði
aþð eins getað verið milljónir
mílna í burtu, við vorum því
algjörlega ósýniiegir í nátt-
myrkrinu og hafrótinu.
Þegar gránaði af degi voru
tveir iátnir. Við vorum því orðn-
ir sjö eftir, og enn einum þurft-
um við að sjá á bak, áður en
björgunin kom.
Um hádegisleytið heyrðum við
flugvélardrunur og stukkum á
fætur til að gera vart við okkur.
Við eygðum vélina í nokkrum
f jarska og veifuðum eins og óðir
menn, en öldurnar risu of hátt;
enginn sá okkur frá flugvélinni.
Líkamir okkar voru allir orðn-
208