Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1957, Blaðsíða 13
SKIPAEFTIRLIT
♦
EFTIR ÓLAF BJÖRNSSON
Mig langar að koma á framfæri í Víkinghum
sýnishorni af hvernig skipaeftirlit ríkisins er í
framkvæmd, ef það mætti verða til þess að vekja
þá, sem hlut eiga að máli.
Ég ætla þá fyrst að taka hér orðrétt upp úr
eftirlitsbók báts, sem ég tel óþarft að nafngreina,
en-nfremur felli ég úr staðarnöfn:
„14. febr. 1956.
Að undanförnu hefur báturinn verið hér í drátt-
arbraut, til viðgerðar á skemmdum sem urðu, er
hann rak í land á YX nú nýlega. Hal'ði öldu-
stokkur brotnað og kjölurinn skemmst og slit-
kjölur.
Var sett nýtt skjólborð á meiri hluta af bak-
borðshlið, 2 nýjar skjólborðsstoðir, gjört við kjöl-
inn til bráðabirgða, þannig að fellt var í skemmd-
ina á kjölnum 10 cm þykkt stykki ca 4 metra langt.
Árið 1950 skemmdist kjölurinn samkv. því sem
fært er hér í bókina; það ár hefur nú þessi
skemmd bæzt við ásamt því að kjalarhællinn var
nú laskaður, var gert við það með járnskinnum
báðum megin gegnumboltað. Verður nú ekki um-
flúið lengur að skipta um kjöl á þessu ári.
Að öðru leyti virtist báturinn góður.
Sign.
Næst er báturinn skoðaður 1957 án þess að
nokkuð hafi frekar verið átt við'kjölinn. Nú skoða
aðrir menn og skrifa í eftirlitsbókina eftirfarandi:
„13. marz 1957. Fór fram aðalskoðun á mb.
X, sem er samkvæmt lögum um eftirlit með skip-
um og bátum. Seglin eru ónýt og þarf báturinn
því að fá ný segl sem allra fyrst, einnig vantar
þokulúður. Að öðru leyti fullnægir bátur, vél og
búnaður þeim lögum sem krafist er um eftirlit
með skipum og bátum við strendur Islands.
Sign.“
Bátur þessi var nú til fiskjar þar til í maí.
Þá verða eigendaskipti. Ekkert hefur komið fyrir
bátinn nema hvað stb. síða rekst nokkuð harka-
lega á bryggjuhorn, þegar hann kemur inn í
sína nýju heimahöfn. 7. júní er báturinn kominn
í slipp og skoðaður af skoðunarmanni, hann felldi
þann úrskurð að skipt skyldi um kjöl tafarlaust,
3 planka í stb. síðu og að minnsta kosti 9 planka
í bb. síðu, megnið af öldustokk stb. og öldustokk
framan bb, hluta af dekki, taldi svo fleira geta
komið í ljós, sem og varð. Stýrisútbúnaður allur
ásamt stýrisfjöður gjörónýtt. Rafall óvirkur, segl
ónýt nema stórsegl, enginn þokulúður, fjögur líf-
belti léleg, ónóg slökkvitæki óhlaðin, enginn björg-
unarbátur af neinu tagi. Vél var ekki skoðuð þar
sem fyrir lá að rífa hana til þess að hægt væri
að skipta um kjöl. Þegar vélin var rifin kom í
ljós að brætt var úr öllum legum og sumir legu-
bakkarnir stórlega tærðir, mikið los á „tengi-
múffu“, engin pakkdós fannst að innan verðu
á skrúfuöxli, skipting, kopling og yfirleitt allir
hlutir í rammasta ólagi. Raflögn víða illa farin,
t. d. ljósastæði klippt frá og endar síðan berir.
Það skal tekið fram að það Sem vélin var keyrð
var við hana sá maður, sem verið hafið um lang-
an tíma.
Ég tel ekkert vafamál að síðasta skoðun á bátn-
um er á allan hátt rétt og samkvæmt „Reglum
um eftirlit með skipum og öryggi þeirra“, út-
gefnum 20. jan. ’53.
Dómbærir menn telja vafalítið að bb. síða, sem
nú fyrst er að stórum hluta dæmd ónýt, hafi orðið
fyrir þessum skemmdum þegar bátinn rak upp
í ársbyrjun ’56, þegar kjölur, öldustokkur og
„styttur" bb skemmast, en þá finnur skoðunar-
maður ekkert athugavert við hana.
Það liggur í augum uppi, að hafi hinar fyrri
skoðanir verið teknar bókstaflega, þá hefur sú
síðasta komið þeim sem hlut eiga að máli í tals-
verð vandræði, að ekki sé meira sagt. Ég vænti
nú þess að „Víkingurinn" fái upplýst hvort skoð-
unarmenn eru ábyrgir gerða sinna, ef ekki, hver
er þá ábyrgur. Ég trúi ekki að óreyndu, að menn-
ingarþjóðfélag verndi ekki þegna sína gegn öðru
eins og þessu. Hér eiga svo auðvitað fleiri hlut
að máli en sá sem kaupir og sá sem selur, sjó-
menn ættu að geta treyst því að ríkisskoðun
tryggi að bátur, vél og búnaður sé í fyllsta lagi.
Lánastofnanir sem oft virðast æði formfastar og
kröfuharðar um veð, ættu að geta treyst því, að
ríkisskoðun tryggi að bátar, sem í mörgum til-
fellum eru hátt veðsettir, séu ekki ef til á að taka
orðnir verðlausir, sakir óhirðu og sóðaskapar.
Síðast en ekki sízt mættu tryggingafélögin at-
huga sinn gang, þótt í sumum tilfellum geti svona
ráðslag sparað þeim aur í bili, þá hlýtur það fyrr
en varir að koma þeim í koll.
Þetta er nú mín reynsla af skylduskoðunum, nú
er mér tjáð að skoðunarmenn telji sér ekki koma
við þótt þeir sjái sitthvað athugavert við búnað
báta og annað, nema þeir séu að framkvæma hina
árlegu skoðun. Það er að segja, eftirlit milli skoð-
ana er ekkert nema hreinlega sé kært, eða í stöku
tilfellum óskað eftir skoðun.
Að mínu viti er fyllsta nauðsyn á, að stöðugt
eftirlit sé með öllum skipum og þá sérstaklega
bátum og búnaði þeirra, og tryggt sé að settum
reglum sé fylgt um land allt.
213