Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1957, Page 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1957, Page 15
Eiturslöngur bíða bráðar. um eina snák. — Það er sann- arlega ástæða til að óttast einn þeirra, en hvað er það í saman- burði við að standa frammi fyr- ir þeim tugum saman, þessum djöfuls kvikindum, því að það voru örlög mín, herra minn. — Sjórinn í hellinum virtist kvik- ur af slöngum. Skellurinn sem vai-ð, þegar ég féll í vatnið, hafði dreift þeim um stundarsakir og gefið mér tíma til að komast upp á sylluna. En nú syntu þær og engdust fyrir neðan mig, og í skelfingu minni var ég sann- færður um, að þær væru að bíða eftir því, að mér skrikaði fótur og ég félli niður til þeirra. Oft áður hafði ég séð þær þessar sæslöngur í Kyrrahafinu, oftast ein hjón, sem syntu áfram tvö saman, og sjaldan fleiri en fjór- ar í einu. Aldrei hafði ég séð slíkan þeirra eins og saman var kominn þarna í þessum hræði- lega helli. — Stundum hafði ég velt því fyrir mér, svona í gamni, hvar þessar slöngur hinna heit- ari hafa ættu bústað sinn og ælu upp unga sína. Nú vissi ég það, en sú þekking var mér ekki til neinnar gleði. Kæruleysi mitt og óheppni höfðu hjálpazt að að draga mig inn í þetta bæli skelf- inganna, þar sem svo virtist sem allar sæslöngur nærliggjandi strauma hefðu aðsetur. Sem ég nú starði dáleiddur af ótta á slöngurnar, varð mér að hugsa með þakklæti til þess ör- yggis, sem syllan veitti mér þó. Ég gat ekki séð neina leið til þess að sleppa frá þessum ógn- andi eiturslöngum, en að minnsta kosti var ég þó öruggur þessa stundina. Þá skyndilega varð mér ljós grimmileg staðreynd um að- stöðu mína, og ég skalf og nötr- aði af skelfingu. Mjög bráðlega yrði mér ekkert hald í syllunni til varnar gegn slöngunum. Ég hafði komið inn í heilinn um fjöru. Innan örfárra stunda myndi syllan færast í kaf, er félli að, og ég yrði hjálparlaust fórn- arlamb þessarar iðandi herdeild- ar banvænna snáka. Líkindin fyrir því, að annar fiskimaður ætti leið fram hjá þessum hluta Púnustrandar voru sama og eng- in, og eigi að síður, það var mín von um undankomu. Ég iagðist á knén á þessari hálu klöpp og bað til guðs, ég fórnaði höndum til himins og bað hina heilögu móður um hjálp. — Inn á milli hinna ruglingslegu bæna grét ég og snökti, því að dauðinn virt- ist óumflýjaniegur. Að síðustu varð ég alveg örmagna og féll í einhvers konar dvala og mér fannst ég synda um vatn, sem moraði af óhugnan, og þá öskr- aði ég. — Aðfallið vakti mig. Ég reis á fætur og gægðist fram fyr- ir brún syllunnar, sem var að færast í kaf. Sjórinn moraði enn af slöngunum. Þá tók ég ákvörð- un mína. Ég ætlaði að stinga mér á milli þeirra og reyna að synda til frelsisins. — Úr því það átti svo að fara að þessar ógeðslegu skepnur enduðu líf- daga mína hér á jörð, gat ég aðeins vonað og beðið að dauða minn bæri skjótt að höndum. Ég ímyndaði mér að bit slöng- unnar orsakaði einhvers konar lömun og myndi ég drukkna og það var þó alténd betra en bíða hægan og kvalafullan dauðdaga af slöngueitri. — Nú kom ég auga á flekann minn, þar sem hann sceimaði um f jórðung mílu í burtu, og ég sá að hann færð- ist nær með aðfallinu. Átti ég að deyja með bátinn minn og ör- yggi hans svona nálægt. Það hefði verið svo auðvelt fyrir mig að synda út að honum, ef ekki hefðu verið þessir illu fanga- verðir. Það féll sífellt meir og meir að, og nú flaut yfir sylluna. Brátt gætu þær náð til mín. Mér sýndist þær færast nær, alltaf nær, og lyfta hausunum En nú skeði nokkuð. Snögg ókyrrð í sjónum inni í hellin- um. Sjóslöngurnar stungu sér og þeyttust í allar áttir, sumar þeirra börðust við að kafa, fela sig á botninum, aðrar reyndu að komast út. Það var mikil ringul- reið, og lengi þurfti ég ekki að bíða til þess að sjá orsök hennar. Inn um hellismunnann synti risahákarl, stóri bakugginn skar vatnið eins og rakhnífur. Ég starði opineygur er hann lamdi með sporðinum og þrjár sæslöng- ur urðu fyrir honum og köstuð- ust á klettavegginn, en hákarl- inn opnaði kjaftinn, og ég sá ekki meir fyrir löðrinu. Svo var hann horfinn, áður en ég hafði áttað mig. Ég stóð þar í hné í sjónum og horfði sem dályedd- ur á eftir bakugganum á lausn- ara mínurn, er hann hvarf út um heilisopið. Ég skalf eins og ég hefði malaríu. Ég fann til hræðslu og æsings og einhvers, sem skipti miklu meira máli, — vonar. Enn einu sinni horfði ég niður í ókyrran sjóinn. Engar slöngur voru sjáanlegar og ég stakk mér án þess að hika og synti æðislega. — Það róaði mig stórum á sundinu, að straumur- inn virtist bera flekann á móti mér, og ég náði honum miklu fyrr en ég hafði gert ráð fyrir. Sæslangan hafði fyrir löngu yf- irgefið bátinn, og þegar ég klór- aði mig um borð, byrjaði nýr lífsþróttur að seitla inn í mig. Þannig lauk hann sögu sinni, og það glóði á svitadropana á enni hans. Hann þagði stundar- korn, þurrkaði svitann af enn- inu með handarbakinu, síðan sagði hann: Svo seldi ég bátinn og veið- arfærin, kvæntist og nú lifi ég góðu lífi. I 215

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.