Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1957, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1957, Blaðsíða 16
VIDBURÐARÍK SJQFERÐ ♦ EFTIR SIGURÐ SUMÆRLIÐASON Að lokinni snurpunótai’síldarvertíðinni haustið 1913, um 20. september, var ég látinn fara til Austfjarða á gufuskipinu Súlan í flutningaferðir. Fyrst tók ég á Akureyri í skipið hjá verzlun Ottó Tuliniusar næstum því fullfermi af fullum stein- olíufötum og öðrum vörum, sem við fluttum til Eskifjarðar. Bar ekkert markvert við í þeirri ferð, annað en það, að þegar ég sigldi út Eyja- fjörð í logni snemma morguns fyrir Gjörgana, þá var þar fullur sjór af síld á stóru svæði, sem óð þar í stórum torfum, þó öll síldarskip væru hætt veiðum. Svo á Eskifirði tókum við vöruslatta í skipið hjá verzlun Þórarins Tuliniusar, sem Jón Árnason var þá verzlunarstjóri fyrir og fórum með hann til Homafjarðar. Þar áttum við að bíða eftir kjöttunnum og gærum meðan slátur- tíðin stóð yfir og fara með fullfermi af þessum haustvörum til verzlunar Þórarins Tuliniusar á Eskifirði. Ferðin til Hornafjarðar gekk slysa- laust. Hafnsögumaðurinn á Hornafirði, sem þá var Björn Sigmundsson leiðbeindi okkur inn á Innri höfnina í Hornafirði og lagði skipinu þar fyrir eitt anker og um 2 lengdir af keðju. í þessu legufæri snerist skipið eftir því sem strauma- skiptin urðu í Hornaf jarðarósnum, því vindáttin hafði ekkert að segja, straumurinn réði þar öllu, fór með skipið móti vindáttinni mátti segja eins og logn væri, þó vindur væri allhvass. Þegar straumur er fullharðnaður fer hann í stórstraum upp í 6 mílna hraða og ég veit dæmi þess að hann kemst upp í 8 mílna hraða ef vindur stendur með honum. Ég hafði aldrei komið til Hornafjarðar áður. Þarna biðum við eftir sláturafurðunum að mig minnir mikið á aðra viku. Vörunum var skipað fram í skipið í smáslöttum jafnóðum og þær féllu til. Á skipið var lögskráð 6 manna áhöfn og ég sá sjöundi. Voru tveir af þessum mönnum lögskráð- ir stýrimenn, fyrsti og annar stýrimaður. Var þetta heppni fyrir okkur að tveir stýrimenn skildu vera lögskráðir á skipið, eftir því sem atburðarás skipsins varð seinna. Flesta daga meðan við biðum eftir farminum fór ég í land og fyrsti vélstjóri okkur til afþrey- ingar og til að stytta tímann. Hægviðri var flesta daga meðan við biðum þarna. Við fréttum, að allmikið mundi vera af rauð- sprettu í Ósnum, en enginn af landfólkinu mátti vera að sinna því, allir höfðu nóg að starfa annað í sláturtíðinni. Við fengum okkur því lánaða fyrir- dráttarnót og fórum með hana á skipsbátnum til að draga fyrir rauðsprettu í Ósnum með leyfi landeiganda. Tókum við 3 drætti á þeim stöðum í Ósnum, þar sem okkur var sagt að bezt mundi vera til fanga. Fengum við 1 þessum þremur dráttum um 3 tunnur af rauðsprettu. Hún var heldur smá.' Létum við okkur það nægja og höfð- um við nú flesta daga steikta rauðsprettu á borð- um til miðdegisverðar, sem var náttúriega ágæt- lega ljúffengur matur, þó heldur væri hún bragð- daufari en rauðspretta úr sjó. Á laugardegi seint var búið að fullferma skipið eins og hægt var í það að koma af kjöttunnum og gærum og hálffullt dekkið líka með kjöttunn- um. Um morguninn snemma ætluðum við að sigla með farminn til Eskifjarðar og átti hafnsögu- maðurinn að taka okkur úr Hornafjarðarósnum. Klukkan 6 um kvöldið fór ég í land til að undir- skrifa og sækja framskrár. Bað fyrsti vélstjóri mig um leyfi til að fara í land og leyfði ég það, en jafnsnemma fer 1. stýrimaður ofan í bátinn til okkar og þótti mér það miður, en lét það þó afskiptaiaust. Hásetinn reri okkur í land á skips- bátnum og átti að sækja okkur aftur í land um 9 leytið um kvöldið. — Logn var þegar við fór- um í land, en þungbúið loft. Loftvogin var að- eins að byrja að falla, en stóð annars vel. Skipið. lá við sömu legufæri, þungt anker og 30 faðma eða 2 lengdir af góðri keðju. Við höfðum í nokkur skipti um liggjanda spilað upp keðjuna til að vita hvort ankerið væri klárt. Rétt eftir að ég kom í land undirskrifaði ég farmskrárnar hjá Þórhalli kaupmanni Daníels- syni, sem var eigandi og sendandi farmsins. Þegar því var lokið, bauð Þórhallur kaupmaður mér og þeim sem voru í landi af skipshöfn Súlunnar inn til að fá kaffi, og að því loknu vildi Þórhallur endilega að við slæðum í spil. Meðal gesta hjá Þórhalli voru Þorleifur Jónsson alþingismaður í Hólum, sem var þá hreppstjóri Hornfirðinga og Björn Sigmundsson hafnsögumaður. Þegar við vorum búnir að sitja um klukkustund við spilin, veitti ég því eftirtekt að það var farið að heyr- ast talsvert vindhljóð á íveruhúsinu, sem við vor- um að spila í, og sagði ég að bezt væri að líta eftir veðrinu og að líkindum fá okkur flutta um borð í súluna. Þegar við komum út var komið meira norðan hvassviðri en okkur hafði grunað. Þór- hallur átti 10 tonna mótorbát, bað ég strax Þór- hall að lána okkur bátinn. Var það strax auð- fengið og ætlaði Björn Sigmundsson, vélamað- urinn og einn til viðbótar að fara með okkur. En á meðan var verið að hita upp vélina hvessti svo, að Björn áleit ekki lengur fært fram í Súl- una á mótorbátnum, var þó hliðarvindur báðar 216

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.